Fréttablaðið - 09.06.2009, Page 14

Fréttablaðið - 09.06.2009, Page 14
14 9. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Þórir Guðmundsson skrifar um hjálpar starf og hernað. Herir Atlantshafsbandalagsins í Afganist-an ákváðu að hætta að nota hvítmálaða bíla frá og með síðustu mánaðamótum, eftir mikinn þrýsting frá hjálparstarfsmönnum í landinu. Rauði krossinn hefur lengi bent á hættuna af því fyrir sjálfstæða og óháða aðstoð á vígvellinum að starfsfólk á vegum herja aki um á hvítmáluðum ökutækjum, sem hefð er fyrir að hjálparstofnanir noti. Ákvörðun NATO ber að fagna. Með henni hefur fengist viðurkennt mikilvægi þess að skýr greinar- munur sé gerður milli þeirra sem tilheyra aðilum að átökum og hinna, sem veita aðstoð á grundvelli þarf- ar, algjörlega óháð átakalínum. Mikilvægið er augljóst: starfsfólk sem tilheyrir einum aðila átaka getur engan veginn starfað á yfir- ráðasvæði andstæðingsins. Ef aðgreiningin milli þeirra og annarra hjálparstarfsmanna er óljós í hugum heimamanna, þá geta hvorugir starfað þar. Fólk sem býr utan þeirra svæða sem NATO- herir hafa á sínu valdi verður því útundan í hjálparstarfi. Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað í Afganistan frá 1987. Fjöldi hjúkrunar- fræðinga og annarra sendifulltrúa Rauða kross Íslands hefur unnið við hjálparstörf í landinu alla tíð síðan þá. Nú eru á vegum Alþjóða Rauða krossins um 1.400 starfs- menn í Afganistan, þar af á annað hundrað erlendir starfsmenn. Sú hugmynd, sem hefur verið vinsæl meðal ríkja heims á undanförnum árum, að ákjósanlegt gæti verið að reisa við fall- in ríki með sameinuðu átaki alþjóðasamfélagsins, er nú heldur á undanhaldi. Í þeirri hugmynd fólst meðal annars að saman gætu farið hernaðarleg íhlutun, margháttuð viðreisn þjóðfélagsins og hjálparstarf á vígvellinum. Þegar hjálparstarf er þannig samofið pólitískum og hernaðarlegum markmiðum er voðinn vís. Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. NATO leggur hvítum bílum Árla dags í október 1997 sat ég í skólastofu í úthverfi Ham- borgar í Þýskalandi og fylgdist með Olgu Guðrúnu Árnadóttur spjalla við börnin í bekknum, sem voru á fermingaraldri, og lesa fyrir þau úr bók sinni „Peð á plánetunni Jörð“. Tíminn hófst með því að kennari unglinganna kynnti góðan gest, rithöfund frá Íslandi, sem hefði skrifað vin- sæla unglingabók og ætlaði að lesa úr henni fyrir þau. Síðan settist hann hjá mér, en Olga Guðrún tók sér stöðu framan við kennaraborðið og ávarpaði bekkinn. Nokkrir strákar áttu erfitt með að sitja kyrrir og voru bersýnilega að spegla sig hver í öðrum, flissuðu, iðuðu í sætunum og skimuðu látlaust í kringum sig, en að öðru leyti virtust þessir krakkar forvitnir fremur en áhugasamir um þessa óvæntu heimsókn. Olga Guðrún kynnti sig, einlæg og blátt áfram, sagði frá Íslandi og lífinu þar í nokkrum orðum, og kvaðst sjálf vera frá Reykja- vík. Hún kynni því miður lítið í þýsku, skildi hana ágætlega en væri ekki sterk í málfræðinni og bað þau að sýna því skilning. Hún væri í fyrsta skipti í land- inu þeirra, textinn sem hún læsi væri þýddur á þýsku af öðrum. Svo hóf hún lesturinn, fyrst nokkrar setningar á íslensku, til að leyfa þeim að heyra tungu- málið. Meðan hún talaði um sjálfa sig gjörbreyttist andrúmsloftið í skólastofunni. Kyrrð færðist yfir hópinn og athygli vaknaði í hverju andliti. Olga Guðrún brýndi ekki röddina í lestrinum og var ekki í upplestrarstelling- um. Frekar eins og hún væri að segja þeim frá á venjulegu tal- máli, og það hefði mátt heyra saumnál detta í skólastofunni. Eftir nokkra stund spurði hún hvort þau vildu að hún læsi áfram eða taka stutt hlé. Svarið kom samstundis: „Lestu áfram!” kölluðu krakkarnir einum rómi. Innflytjendur Í spjallinu á eftir var mikið spurt um Ísland, en ekki síður um Olgu sjálfa. Hvað hún hefði skrifað margar bækur og hvort þær hefðu verið þýddar á þýsku. Hún spurði þau á móti, hvort þau læsu mikið, og hvaða bækur. „Hvers vegna?“ spurði hún þá sem sögðust aldrei lesa sögu- bækur. Þrátt fyrir framangreinda fyrirvara talaði Olga Guðrún lýtalausa þýsku í þessu spjalli, að sögn kennarans við hliðina á mér. Þegar hún kvaddi þyrptust krakkarnir að henni og báðu um eiginhandaráritun. Hún væri eini rithöfundurinn sem þau hefðu séð á ævinni. Á leiðinni út ræddi ég við kennarann um þetta sérstaka andrúmsloft sem myndaðist í bekknum þegar Olga Guðrún var að segja frá sjálfri sér og hélst út tímann. Það hafði ekki farið framhjá honum. „Í þessum bekk eru óvenju mörg börn innflytjenda sem hafa sjálf verið ný í þessu umhverfi og þurft að takast á við tungumálið,“ sagði hann. Þau hafa því kannski sam- samað sig þessum íslenska rit- höfundi á vissan hátt. Fundist hann einn af þeim. Virðing Heimsókn í þennan skóla var liður í kynningu á íslenskri barnamenningu í Hamborg þetta ár, í samvinnu við þýska menn- ingarstofnun, Katholische Aka- demie Hamburg. Þar var meðal annars glæsileg sýning á myndum úr íslenskum barnabókum sem vakti mikla athygli. Þáverandi menntamála- ráðherra, Björn Bjarnason, og Vigdís Finnbogadóttir voru meðal þeirra sem tóku til máls á setningarathöfninni 6. nóvember, en Olga Guðrún Árnadóttir söng. Mjög fallega. Næsta dag var ráð- stefna um íslenska barnamenn- ingu með þýsku og íslensku fag- fólki. Auk Olgu Guðrúnar voru með í för barnabókahöfundarnir Guðrún Helgadóttir og Áslaug Jónsdóttir. Heimsóknir með þeim á leikskóla eru mjög eftirminni- legar, en stemningin hjá Olgu Guðrúnu í úthverfaskólanum er þó skýrust í minninu. Börn inn- flytjendanna. Þó að viðbrögð þeirra og við- mót hafi kviknað við bergmál af sömu reynslu er ég ekki í vafa um að virðingin sem hún sýndi þeim allan tímann hafi ekki síður skipt máli. Hún talaði við þau eins og jafnaldra sem hún tæki mark á. Hlustaði á skoðanir þeirra af óskiptri athygli. Þegar hún sat fyrir svörum í Katólsku Aka- demíunni og var spurð hvernig bækur hún skrifaði, svaraði hún: „Ég skrifa fyrir börn og annað fólk“. Það eru áreiðanlega fleiri en ég sem bíða spenntir eftir næstu bók. Börn og annað fólk JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Bókmenntir ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Meðan hún talaði um sjálfa sig gjörbreyttist andrúmsloftið í skólastofunni. Kyrrð færðist yfir hópinn og athygli vaknaði í hverju andliti. Án hvíts sykurs Án sætuefna Með agavesafa KE A skyrdrykkur – fyrir heilbrig ðan lífsstíl Nýjung með bláberjum Sagan af Dabba og Ömma Kristinn H. Gunnarsson segir sögu á bloggsíðu sinni til að sýna hvernig hlutirnir geta farið í hring. Þar segir af manni sem þoldi illa að sjálfstæðar stofnanir ríkisins létu ekki að stjórn. Þjóðhagsstofnun fékk að kenna á því, segir Kristinn, svo þarna er átt við Davíð Oddsson. Ögmundur Jónasson, sem þá var í stjórnarandstöðu, var ekki par hrifinn af þessum tilburðum og sagði þá meðal annars: „Í fyrri ræðunni vék ég að aðdragandanum eins og við þekkjum hann öll, hvernig hæstvirtur forsætis ráðherra reiddist Þjóð- hagsstofnun sem leyfði sér að hafa uppi aðrar meiningar en hann og ríkisstjórnin um efnahagsmálin og þróun þeirra“. Hring eftir hring Svo líður tíminn og Ögmundur er orðinn ráðherra, segir í sögu Kristins. Ekki líður á löngu uns hann viðrar þær hugmyndir að svipta Seðlabankann sjálfstæðinu. Boðskapur Kristins er á það leið að drottnunar-syndrómið sé ekki lengi að láta á sér kræla, það tók aðeins fjóra mánuði. Svona fer pólitíkin hring eftir hring; Hver veit nema þessi ríkisstjórn dusti rykið af fjölmiðlafrumvarpinu? Hvað gerir forset- inn? Mótmælt var fyrir utan Alþingishúsið þegar rætt var innandyra um Icesave-samkomulagið. Tólf þúsund manns hafa mótmælt því á fésbókinni og segjast ekki vilja borga brúsann. Nokkrir fræðimenn eins og Eiríkur Bergmann og Stefán Már Stefánsson hafa sagt okkur Íslendinga hafa farið illa að ráði okkar í þessu mál. Eflaust verður hiti í mönnum á þinginu þegar þetta verður rætt næstu daga. Því vaknar sú spurning ef þetta verður samþykkt á þinginu hvort gjá hafi myndast sem Ólafur Ragnar Grímsson þyrfti að brúa eins og forðum daga þegar hann skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin. jse@frettabladid.is Á sjómannadaginn töluðu flestir eðli máls samkvæmt um nýju stjórnarstefnuna um sviptingu veiðiheimilda. Þar á var þó ein undantekning: Ræða sjávarútvegsráðherrans um það efni er enn ósögð. Hvernig má það vera? Ein skýring gæti verið sú að ríkisstjórnin telji sig ekki þurfa að skýra fyrir fólkinu í landinu ákvörðun sem valdið hefur meira uppnámi af mannavöldum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og smábáta en dæmi eru um. Ekki er ástæða til að ætla að slíkur valdhroki búi að baki. Skýringin er trúlega einfaldari. Líklegast er að ríkisstjórnin hafi áttað sig á að ákvörðunin um veiðileyfasviptingu hafi verið vanhugsuð. Forsætisráðherra situr að vísu við sinn keip og fullyrðir að stefnan sé fastákveðin og fram- kvæmdin tímasett. Sjávarútvegsráðherrann fellir þar á móti seglin og lætur eins og stjórnarsáttmálastefnan sé ekki til. Þeim sem mest hafa verið á móti fiskveiðistjórnunarkerfinu er sagt að ákvörðunin um veiðileyfasviptingu standi. Hina er reynt að róa með því að málið fari í nefnd og ekkert verði gert nema í sátt og samlyndi. Fyrir vikið stendur sjávarútvegsráðherrann eins og illa gerður hlutur á sjómannadaginn og getur ekki talað til þjóðarinnar um það sem máli skiptir. Það væri hins vegar að hengja bakara fyrir smið að skella allri skuldinni á hann. Eðlilegt er að menn takist á um grundvallaratriði eins og stjórnun fiskveiða. En málið snýst ekki um slík átök. Ríkisstjórnin hefur ákveðið veiðileyfasviptingu en hefur enga hugmynd um hvað á að koma í staðinn. Það er allt í uppnámi en engir kostir til að velja eða rökræða. Hvernig má það vera að reyndir stjórnmálamenn lendi í slíkri pólitískri sjálfheldu? Með hæfilegri einföldun má segja að óánægjan með ríkjandi kerfi snúist um tvennt: Annars vegar afleiðingar takmarkana á veiðum af líffræðilegum ástæðum og hins vegar afleiðingar hagræðingar af þjóðhagslegri nauðsyn. Hvort tveggja hefur leitt til fækkunar skipa, fiskvinnslufyrirtækja og starfsfólks. Af sjálfu leiðir að rekstrar- legar forsendur hafa brostið í mörgum minni sjávarplássum. Pólitíski vandinn er á hinn veginn fólginn í því að margir stjórn- málamenn með snoturt hjartalag vilja sjálfbærar veiðar án tak- markana fyrir þá sem þeir tala við hverju sinni. Þeir vilja hagræð- ingu og framþróun í sjávarútvegi en óbreytt umsvif fyrir þá sem þeir standa andspænis frá degi til dags. Það fiskveiðistjórnkerfi er hins vegar ekki til sem fullnægt getur þessum gagnstæðu markmiðum. Fyrir þá sök er ríkisstjórnin í sjálf- heldu. Hún hefur byggt stefnu sína á málflutningi þeirra sem ekki sögðu þjóðinni satt um kaldan veruleikann. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur með réttu sætt gagnrýni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mörg aðildarríkin hafa reynt að ná ósamrýmanlegum markmiðum: Um vísindalega vernd fiskistofna og heildarafla eftir óskum útgerðanna og síðan um hag- ræðingu án fækkunar skipa og sjómanna. Tilraun ríkisstjórnarinnar með svokallaðar strandveiðar er vísir að þessari Evrópusambands- tvöfeldni í fiskveiðum. Niðurstaðan er þessi: Meðan menn sætta sig ekki við þau líffræði- legu og efnahagslegu takmörk sem sjávarútvegurinn þarf að lúta verður óánægja með hvaða fiskveiðistjórnkerfi sem er. Í slíkum gervihugmyndaheimi verða allar lausnir óréttlátar og sérhver ríkis- stjórn í sjálfheldu. Það getur verið erfitt að segja satt. Samt er það betra. Sjávarútvegsstefna í sjálfheldu: Ósagða ræðan ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.