Fréttablaðið - 09.06.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 09.06.2009, Síða 20
16 9. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MICHAEL J. FOX ER 48 ÁRA Í DAG. „Fjölskyldan er ekki mikilvæg, hún er allt.“ Leikarinn Michael J. Fox er þekktur úr kvikmynd- unum Back to the Future. Hann berst nú ötullega fyrir lækningu Parkinson- sjúkdómsins sem hann er haldinn. MERKISATBURÐIR 1741 Ferming barna er lögfest á Íslandi en hafði áður tíðkast um aldaraðir. 1878 Dýragarðurinn í Leipzig er stofnaður. 1880 Hornsteinn er lagður að Alþingishúsinu við Austur- völl. Húsið var síðar tekið í notkun 1. júlí 1881. 1957 Broad Peak, tólfta hæsta fjall heims, er klifið í fyrsta sinn. 1963 Alþingiskosningar eru haldnar á Íslandi. 1976 Benny Goodman kemur til Íslands og heldur tón- leika á Listahátíð í Reykja- vík. Hann var nefndur „konungur sveiflunnar“. 2006 Opnunarleikur Heims- meistaramótsins í knatt- spyrnu er leikinn á Allianz Arena í München. Á þessum degi árið 1973 vann kappreiðahesturinn Secretariat Belmont Stakes- kappreiðarnar í Bandaríkj- unum. Þar með varð hann fyrsti Triple Crown-sigur- vegarinn frá árinu 1948, en það merkir að sami hest- ur sigri í þremur kappreið- um sem haldnar eru í maí og júní ár hvert. Þetta eru Kentucky Derby, Preakness Stakes og Belmont Stakes. Secretariat hljóp brautina í Belmont, sem er ein og hálf míla, á 2 mínútum og 24 sekúndum. Það var met sem stendur enn í dag og margir trúa að verði aldrei slegið. Hestinum voru gefnar yfirgnæfandi vinnings- líkur og því var vinsælt að veðja á hann. Knapi hestsins, Ron Turcotte, taldi þó líkur á að hesturinn Sham myndi veita þeim mikla samkeppni. Í upp- hafi kapphlaupsins hélt Sham í við „ofurhestinn,“ en ljóst var að hann hafði ekki roð við Secretariat enda lauk Sham keppni síðastur. Smám saman dró í sundur með Secretariat og hinum hestum keppninnar og á endanum kom Secretariat í mark 31 hestlengd á undan næsta hesti. Mörgum árum seinna, þegar Secretariat var allur, töldu menn sig komast að ástæðu yfir- burða hestsins. Hjarta hans vóg 22 pund, sem er tvöfalt þyngra en hjá venjulegum kappreiðahesti. ÞETTA GERÐIST: 9. JÚNÍ 1973 Secretariat þrefaldur sigurvegari „Viðhorf Íslendinga til endurvinnslu hefur gerbreyst. Fyrir 25 árum þótti sjálfsagt að henda öllu rusli á einn stað. Þá var farið með allt upp í Gufu- nes, sturtað þar og urðað yfir það,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarfor- maður Gámaþjónustunnar sem er 25 ára um þessar mundir. „Upp úr 1991, þegar Sorpa tók til starfa, jókst áhug- inn á því að gera eitthvað skynsam- legt við þennan úrgang því mikið af honum er nú ekki óskaplega ógeðslegt eða athugunarvert ef það fær rétta meðferð,“ segir Elías og bendir á að mikið af því sem fari í ruslið hafi á einhverjum tímapunkti staðið uppi á eldhúsborði. Bróðir Elíasar og forstjóri fyrir- tækis ins í dag, Benóný Ólafsson, stofn- aði fyrirtækið með stuðningi fjölskyldu og vina árið 1984 til að mæta þörf sem hann taldi vera til staðar. „Hann keypti sér einn vörubíl og tuttugu til þrjátíu gáma og hófst handa,“ segir Elías en fljótlega kom í ljós að heil- mikill markaður var fyrir þá þjón- ustu sem Benóný hafði að bjóða enda hafði hún ekki boðist í neinum mæli áður. „Þannig stækkaði fyrirtækið mjög hratt fyrstu árin og hefur verið að stækka alveg til dagsins í dag,“ út- skýrir Elías og bætir við að Benóný hafi til að byrja með verið eini starfs- maður fyrirtækisins og gegnt bæði störfum bílstjóra og skrifstofumanns fyrstu árin, enda rak hann fyrirtækið mikið til heiman að frá sér. Segja má að skynsemin hafi ávallt verið höfð að leiðarljósi í rekstri fé- lagsins. „Við gættum að því að taka aldrei arð út úr fyrirtækinu heldur var hann látinn renna inn í rekstur- inn til að fjármagna nýja gáma og bíla. Þannig hefur fyrirtækið fengið að vaxa í rólegheitum án þess að tekn- ir væru út úr því peningar,“ útskýrir Elías en í gegnum árin hefur starfs- mönnum boðist að gerast hluthafar, sem margir hafa þegið. „Við höfum hins vegar ekki farið út í að bjóða fjár- festingaraðilum hlutafé,“ segir Elías. Gámaþjónustan fór sér þannig hægar en margir í þenslunni sem hefur ein- kennt samfélagið undanfarin ár. Þó hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og fjárfest nokkuð í svipuðum fyrirtækj- um í Lettlandi. „Það hefur gengið vel, starfsemin úti er svipuð og hér heima og með svipaðri veltu þó að starfs- mennirnir séu mikið fleiri í Lettlandi, enda er þar unnið meira með höndum,“ útskýrir Elías en starfsmenn Gáma- þjónustunnar á Íslandi eru um 150 og tvöfalt fleiri í Lettlandi. En hvað á að gera í tilefni tímamót- anna? „Við ætlum að bjóða viðskipta- vinum, birgjum, starfsmönnum, hlut- höfum og öllum velunnurum að fagna með okkur og njóta léttra veitinga á föstudaginn milli klukkan 16 og 18,“ segir Elías. Veislan fer fram að Berg- hellu 1 í Hafnarfirði þar sem Gáma- þjónustan hefur byggt upp aðalsvæði sitt undanfarin ár. solveig@frettabladid.is GÁMAÞJÓNUSTAN: HELDUR UPP Á 25 ÁRA AFMÆLI VIÐHORFIÐ HEFUR GERBREYST VIÐ ENDURVINNSLUHAUG Elías Ólafsson stjórnarformaður og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, á svæði fyrirtækisins að Berghellu í Hafnarfirði en þar verður haldið upp á 25 ára afmæli fyrirtækisins á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það kom fullt af fólki og var voða gaman,“ segir Kol- brún Vigfúsdóttir, þróunar- fulltrúi Reykjavíkurborgar um stóra leikskóladaginn sem var haldinn í fyrsta sinn um síðustu helgi. Þetta var uppskeruhátíð leikskólasviðs borgarinnar og hún fór fram við gamla Miðbæjarskólann. Mynd- bönd og margs konar efni- viður var til sýnis, verkefni voru kynnt og fyrirlestr- ar fluttir. Auk þess sýndu börn dans úti undir berum himni. „Tilgangurinn var að veita leikskólunum tækifæri til að kynna sitt grósku- mikla starf,“ segir Kolbrún. „Þarna var margt áhuga- vert að skoða og dagurinn var í alla staði vel heppnað- ur og ánægju legur.“ - gun Gleði á stóra leikskóladeginum GAMAN Brugðið var á leik úti í portinu við Miðbæjarskólann. AFMÆLI JOHNNY DEPP leikari er 46 ára HELGI HJÖRVAR alþingis- maður, er 42 ára MIROSLAV KLOSE knatt- spyrnu- maður er 31 árs NATALIE PORTMAN leikkona er 28 ára Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sveinn G. Scheving vélstjóri, andaðist þann 5. júní sl. á Hjartadeild Landspítala Íslands. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 12. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill, Landssamtök hjartasjúklinga. Kristín Einarsdóttir Ómar Þór Scheving Eva Hlín Thorarensen Birgir Scheving Paz Alvarez Beneyto Daníel Scheving Inga Jasonardóttir Reynir Scheving Kristín Helgadóttir og barnabörn. Faðir okkar, Hörður Arinbjarnar Álfaborgum 9, Reykjavík, lést á heimili sínu 2. júní. Sálumessa verður í Kirkju Krists Konungs, föstudaginn 12. júní kl. 13.00. Edda Arinbjarnar, María Arinbjarnar. Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn, Arnór Alex Ágústsson Laufvangi 9, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vin- samlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hjördís Þórarinsdóttir Sigurbjörn Ágúst Ágústsson Silja Rut Tómasdóttir Þórarinn Böðvarsson Sigrún Ögmundsdóttir Ágúst Guðjónsson Ragnheiður Ágústsdóttir Sigurfljóð Jónsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.