Fréttablaðið - 09.06.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 09.06.2009, Síða 10
 9. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR Roskilde University - Denmark ruc.dk/global Bachelor of Science Interdisciplinary studies in an international environment DAGVISTARMÁL Fækkað hefur í stétt dagforeldra eftir að þjónustutrygg- ingar voru settar á í september í fyrra. Biðlistar eru með öllu horfn- ir og margir dagforeldrar eru með laus pláss hjá sér. Þjónustutryggingin er ætluð sem tímabundin greiðsla til foreldra þangað til börn þeirra komast inn á leikskóla eða komast að hjá dag- foreldri. Þróunin hefur undanfarið verið sú að æ fleiri foreldrar kjósa að þiggja þjónustutrygginguna og bíða eftir leikskólaplássi frekar en að nýta dagforeldra. „Þetta var í rauninni sett á vegna skorts á barnfóstrum og úrræðum. En nú er enginn skortur á úrræðum og nóg þjónusta í boði og þá er ekkert verið að taka þetta af,“ sagði Ólöf Lilja Sigurðardóttir dagmóðir og félagi í Barnavistun, félagi dagforeldra. Að sögn Ólafar eru flestir dag- foreldrar aðeins með tvö til þrjú börn hjá sér en vanalega eru þau fimm og hefur þetta valdið því að þó nokkrar dagmæður hafa hætt störfum. Dagforeldrar fá ekki jafnháar niðurgreiðslur og leikskólarnir og einkaleikskólarnir og óttast því að vera ekki sam- keppnishæfir. „Dagforeldrakerfið er það kerfi sem við þurfum að styðja á þess- um tímapunkti og setja meira í frekar en að skera niður. Við telj- um okkur vera að gera vel við dag- foreldra enda viljum við að kerfið verði raunhæfur valkostur fyrir foreldra,“ sagði Fanný Gunnars- dóttir, varaformaður leikskólaráðs Reykjavíkur. Eitt helsta hitamálið meðal dag- foreldra er að með tilkomu þjón- ustutrygginganna fá foreldr- ar sömu upphæðina, 35 þúsund krónur, og dagforeldrar fá frá rík- inu, en geta hagrætt þeirri upphæð að vild skattfrjálst. Einnig er mikil óánægja með að foreldrar geti nú notað þessar greiðslur til að borga þriðja aðila fyrir að passa barnið, en dagfor- eldrar þurfa að uppfylla ýmis skil- yrði og vinna sér inn leyfi til að geta tekið við greiðslu frá foreldrum. „Við viljum að það sé skýrt gagn- vart foreldrum og dagforeldr- um að úrræði sem við styðjum séu í boði fyrir foreldra,“ sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður leikskólaráðs Reykjavíkur. Samningsviðræður hafa staðið milli dagforeldra og Reykjavíkur- borgar um nokkurt skeið. Þorbjörg segir slík mál taka tíma en viðræð- ur séu á lokastigi. heidur@frettabladid.is Dagforeldrar segjast ekki samkeppnishæfir Dagforeldrum hefur fækkað eftir að þjónustutrygging var sett á í Reykjavík síðastliðið haust. Biðlistar eru nær horfnir og mikið um laus pláss hjá dagfor- eldrum. Formaður leikskólaráðs segir samninga við dagforeldra á lokastigi. BÖRN AÐ LEIK Dagforeldrar hafa áhyggjur af atvinnuhorfum sínum. Börnin á myndinni tengjast ekki fréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING „Ég er búinn að því, ég bjó það til um helgina,“ segir Bubbi Morthens spurður um Þjóð- hátíðarlagið en það kom í hans hlut að semja það í ár. „Mér fannst nú tími til kominn að goðsagnaper- sónunum úr mínum samtíma í Vestmannaeyjum, Bjössa í Klöpp, Eiríki hesti og þeim bræðrum Stjána og Sibba Nínón, yrðu gerð skil í Þjóðhátíðar lagi,“ segir hann um efni lagsins, sem líklega verður farið að óma í eyrum landans við lok þessa mánaðar. Bubbi bjó í Vestmannaeyjum á sínum tíma, samtals hátt í þrjú ár segir hann, svo hann kynntist menningunni þar nokkuð vel. En hverjir voru þessir menn? „Bjössi í Klöpp, eins og segir í textanum, þekkir hnefatal og Eiríkur hest- ur kunni að lesa sal og brosandi drukku þeir báðir af stút um leið og þeir úr kofanum hreinsuðu út. Og Eyjan þoldi þá alla, og Eyjan þoldi þá alla,“ segir Bubbi til að gefa forsmekkinn. Bubbi hefur lýst því að hann sjái tónlist í formi lita og sjái hann Þjóðhátíðarlagið í dökkgrænum lit. Ekki eru allir sáttir við það ráðslag að láta Bubba um Þjóð hátíðarlagið því tæplega sjöhundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook þar sem komu hans á Þjóðhátíð er mótmælt. - jse Bubbi Morthens er búinn að semja þjóðhátíðarlagið: Samdi dökkgrænt hátíðarlag BUBBI MORTHENS Tónlistarmaðurinn umdeildi hefur nú lagt lokahönd á einkennislag Þjóðhátíðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.