Fréttablaðið - 09.06.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.06.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. júní 2009 19 Þau eru sárafá dæmin um íslensk leikverk sem fjalla um sjómenn og lýsa þeirra heimi þótt þau hafi raun- ar sprottið upp nokkur á síðustu misserum. Jón Atli Jónasson á tvö þeirra; Brim, sem brátt verður að kvikmynd, og Djúpið, sem frumsýnt var á föstudag. Annað Djúp, Steinar í djúpinu, hefur valdið nokkru fári síðustu daga en það sótti heims- mynd sína í verk Steinars Sigur- jónssonar og í túlkun Rúnars Guð- brandssonar og Verkstæðis Loka kom líf sjómanna þar við sögu. Hin síðari verk sem hafa á þessu tæpt eru fá: þótt sjómennska sé eitt af þemum Hart í bak getur varla talist að það hafi sjómennskuna að þungamiðju, ekki frekar en Haf Ólafs Hauks sem er raunar erfða- drama frekar en annað. Það er erf- itt að gera sér grein fyrir þessari fælni leikhússins að takast á við skip og áhöfn. Er heimur skipsins samsettur af svo þröngum og fáum reglum, svo þungum og alvarlegum dramatískum átökum, að við skirr- umst við að reyna að lýsa honum? Það reynir Jón Atli í einleik sínum, Djúpinu: hann hefur í stóran sjóð að sækja. Sjóslysasaga okkar er látlítil, við höfum tapað þúsund- um manna í sjóinn. Öll okkar saga er drifin drukknun í hafi. Sjóslysa- sögur eru nánast til í hverri fjöl- skyldu þótt þöggunin, harmurinn, gangi sjaldan í marga liði og gleym- ist í öðrum og þriðja. Meiri skelfing en við fáum rætt. Það er undarlegt að sitja frammi fyrir háaldraðri konu sem enn grætur bróður sem hún missti í sjóinn snemma á stríðs- árunum. Einleikurinn Djúpið kann að virðast skrifaður fyrir Ingvar E. Sigurðsson en hann er raunar helst til fullorðinn fyrir verkið. Verkið tók um fimm stundarfjórðunga í flutningi, byrjaði á frekar hægum nótum þar sem sjómaðurinn vaknar í þorpinu sínu í húsi foreldra sinna og læðist út í nóttina, fer niður í bát, 300 tonna stálbát. Við kynnumst draumum, fjölskyldulífi, félögun- um um borð. Svo er stímt út. Mér þótti margt ærið klisjukennt í þessu upphafi, orðaval stund- um undarlegt: „niðurinn í vélinni bergmálar í fjöllunum“ – getur niður bergmálað? Svona smá atriði. Þetta var mattur en öruggur fasi hjá Ingvari, látlaus, samanbitinn eins og er gjarnan í flutningi hans. En svo kom veltan ... Okkar maður kemst á kjöl og freistar þess að synda í land, synda eitthvert þegar báturinn fer niður. Þessar fyrstu mínútur – nær hálf- tími, eftir að hann vaknar og verður að komast út, komast á kjöl og synd- ir af stað, voru ótrúlega vel hugsað- ar af höfundi og leikara, frábærlega framkvæmdar svo manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Svo fer fókusinn á reik: nú þekkj- um við frásagnir af mönnum í sjó, hvað þeir taka til bragðs til að halda sér vakandi og huganum kvikum: samtölin við hina sem fóru niður og þá sem heima eru, við sjálfa sig, söngvana, baráttufasann áður en þeir missa tök á hugsuninni og vit- undin þyrlast í allar áttir, ofskynj- un tekur við, ofheyrnir, hugurinn örmagnast á undan líkamanum. Jón Atli fer í gegnum suma af þessum fösum í harla frjálsu vitundar flæði og þeim Ingvari tekst að halda energíi lengst af. Það var helst stutt stund við píanó sem mér þótti falla í spennu og styrk, þótt hún veiti Ingvari smáhvíld til að keyra síðan upp í lyktir einleiks- ins. Nú er það líkamlegt og andlegt þrekvirki að flytja svona einleik og ekki á færi nema manna sem eru komnir á topp þjálfunar og þekk- ingar á sjálfum sér sem tæki. Menn skulu því koma sér að sjá einhverja af þessum sýningum sem verða hér næstu daga. Jón Atli, Ingvar og félagar ætla að fara hringinn með leikinn. Hann verður flutt- ur áfram í haust. Það er í þeirri fyrir höfn ekki ósvipað og í sýning- um Vesturports á Brimi um árið í fámennum byggðum, hugsýn sem snertir gamlan og gleymdan kjarna íslenskrar leiklistarstarfsemi frá því um miðja síðustu öld sem við þykjumst í stofnunum okkar ekki hafa efni á lengur. Það er virðingar- vert framtak og ég veit því erindi verður fagnað víðast með þetta efni. Ónefndur er hlutur ljóss og hljóða sem var unninn af stakri smekkvísi. Páll Baldvin Baldvinsson Maður týndist í hafi LEIKLIST Ingvar E. Sigurðsson er full gamall fyrir hlutverk sitt en til að hafa á því full tök þarf menn með áralanga reynslu. MYND/LR LEIKLIST Djúpið eftir Jón Atla Jónasson Leikstjóri: Jón Atli Jónasson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson Hljóðheimur: Hilmar Örn Hilmarsson ★★★★★ Ekki gallalaust verk en feikivel flutt og áhrifamikið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.