Fréttablaðið - 09.06.2009, Side 16

Fréttablaðið - 09.06.2009, Side 16
HAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS er ein veigamesta tekjulind krabbameinssamtakanna hér á landi og stuðlar mjög að uppbyggingu þeirra og þróun. Dregið verður í sumarhappdrættinu 17. júní næstkomandi. www.krabb.is Líkamleg heilsa fólks og hæfileik- inn til að lesa í tilfinningar sínar eru tengdari en gæti virst í fyrstu. Þetta segir Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og höfundur bókarinnar Árin sem enginn man, sem fjall- ar um frumbernskuna og áhrif hennar á fullorðinsárin. „Lykil- atriðið í sambandi við góða heilsu er að kunna að bregðast við þörf- um sínum og tilfinningum á við- eigandi hátt. Til þess að geta það er nauðsynlegt að vera læs á líðan sína,“ segir Sæunn. Hún útskýrir að margir kunni ekki að greina þá vanlíðan sem þeir finna innra með sér. Viðbrögðin geti verið heilsu- spillandi, til dæmis að fá sér sígar- ettu, drykk eða eitthvað að borða. „Fólki er nauðsynlegt að geta hugsað um ástand sitt án þess að grípa til einhæfra vanaviðbragða. Bestu skilyrðin til að rækta þann hæfileika er hjá börnum þegar þau eru lítil, allt frá fæðingu. Þau læra að þekkja tilfinningar sínar af þeim sem annast þau.“ Streita virkar hamlandi á heila- þroska og því segir Sæunn afar nauðsynlegt að leita allra leiða til að draga úr eða koma í veg fyrir streitu ungra barna. „Streitu full- orðinna má oft rekja til þess að fólk hlustar ekki á líkama sinn og viðheldur því streitunni sjálft. En ung börn kunna hvorki að hlusta á líkama sinn né geta þau stjórnað umhverfi sínu og þurfa því vernd og nærgætna umönnun. Ef þau fá slíka umönnun bæði dregur það úr streitu, sem gæti annars skaðað þau, og þau tileinka sér að bregð- ast við eigin vanlíðan á sama hátt og brugðist er við þeim. Það verð- ur partur af því hvernig þau ann- ast sjálf sig.“ En eru þá fullorðnir dæmdir til vanaviðbragða ef þeir hafa ekki búið við ákjósanlegustu aðstæð- ur sem börn? „Nei, nei, margir sem hafa ekki fengið gott uppeldi finna eitthvað í maka sínum eða vinum sem leiðréttir skaðann sem orðinn er. Aðrir þurfa að leita sér faglegrar ráðgjafar, til að skoða hvernig fortíðin mótar viðhorfið til manns sjálfs án þess að maður viti af því. En mergurinn máls- ins er að þó við verðum fullorð- in vöxum við ekki upp úr þörfinni fyrir aðra. Einn lykillinn að góðri heilsu er að hafa aðgang að góðu fólki og hafa þá vissu að einhver láti sig varða hvernig manni líður. Við það verður maður líka færari í að vera öðrum stuðningur. Þetta helst allt saman í hendur.“ holmfridur@frettabladid.is Þörfin fyrir aðra er eilíf Eitt af lykilatriðunum að baki góðrar heilsu er að vera læs á tilfinningar sínar og líðan, segir sálgreinirinn Sæunn Kjartansdóttir. Ákjósanlegast sé að rækta þann eiginleika á fyrstu árum ævinnar. Rólegt umhverfi er ákjósanlegast fyrir ung börn, enda virkar streita hamlandi fyrir heilaþroska, segir Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og höfundur bókarinnar Árin sem enginn man. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kínverskir vísindamenn hafa þróað frumur úr svínum sem hafa sömu eiginleika og stofn- frumur úr fósturvísum. Stofnfrumur úr fósturvísum hafa þann eiginleika að geta þróast í hvers konar vef líkamans. Kín- verskir vísindamenn hafa nú þróað frumur úr svínum sem hafa sama eiginleika og telja þær geta nýst í stofnfrumurannsóknum sem hing- að til hafa verið mjög umdeildar enda hefur þurft að vinna stofn- frumurnar úr fósturvísum manna. Stofnfrumurannsóknir þykja hins vegar geta leitt til lækninga á ýmsum alvarlegum sjúkdómum á borð við Alzheimer og Parkinson. Þá standa vonir til að þessi upp- götvun vísindamannanna geti aukið líkur á að hægt verið að nota innyfli úr svínum í menn en inn- yfli svína þykja líkjast innyflum manna. Einnig telja vísindamennirnir að með þessari uppgötvun verði hægt að rækta svín sem verði ónæm fyrir ýmsum sjúkdómum á borð við svínaflensuna. Rannsóknin birtist í vefriti Mol- ecular Cell Biology-tímaritsins og sagt var frá henni á fréttavef BBC- fréttamiðilsins, www.bbc.co.uk Svín koma til bjargar Vísindamenn hafa unnið frumur sem haga sér eins og stofnfrumur úr svínum. ÚTSALA Útsalan er hafi n Á vor- & sumarlista Friendtex Opið mán. - fös. frá kl. 11:00 - 18:00 Laugardaga frá kl. 11:00 – 16:00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Ný sending Skór & töskur OG FLYTJUM Í FÁKAFEN 9 Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 10. JÚNÍ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.