Samvinnan - 01.10.1967, Síða 34

Samvinnan - 01.10.1967, Síða 34
UNDANFARI ”OKTÓBERBYLTiNGARINNAR ” FYRIR 50 ARUM: HEIMFÖR LENÍNS í ’INNSIGLUÐU LESTINNI ” Eítir Horace W. Dewey Þegar rússneska keisarastjórnin var hrakin frá völdum, en síðan voru liðin 50 ár í marz, voru Vladímír Iljítsj Lenín og kona hans, Nadezjda Krúpskaja, pólitískir útlagar og bjuggu í Zurich. Krúpskaja, eins og hún var kölluð, minn- ist þess, að dag nokkurn, einmitt þegar hún var að ljúka við uppþvottinn eftir hádegisverðinn og Iljítsj var í þann veg- inn að leggja af stað til bókasafnsins, kom annar útlægur byltingarmaður þjót- andi inn í litlu íbúðina þeirra og hróp- aði: „Hafið þið heyrt fréttirnar? Það er búið að gera byltingu í Rússlandi.“ Villt af æsingu þustu þau niður á aðalgötuna við bakka Zurieh-vatns, en þar voru dag- blöðin hengd upp jafnóðum og þau komu út. „Við lásum fréttirnar hvað eftir ann- að,“ segir Krúpskaja í bók sinni, „End- urminningar um Lenín“, og Lenín hóf samstundis að gera áætlanir um að reyna að komast aftur til Rússlands. Það virt- ist erfitt að trúa því, að einungis tveim- ur mánuðum áður hafði hann verið djúpt sokkinn í örvæntingu. f stúdentafyrir- lestri um byltinguna árið 1905, sem kafn- aði í fæðingunni, hafði hann sagt: „Það er með öllu óvíst, að við sem erum af eldri kynslóðinni lifum það að sjá úrslita- orustur hinnar væntanlegu byltingar.“ Og nokkrum vikum síðar skrifaði hann Maríu systur sinni: „Vinnuþrek mitt er mjög takmarkað eins og er, vegna þess hve taugar mínar eru í slæmu ásigkomu- lagi.“ Nú hafði allt breytzt. Byltingin mikla — er hafði aðeins verið til sem draum- ur allt frá því að desembermönnunum frá árinu 1825 hafði mistekizt samsærið gegn Nikulási I — virtist nú loks vera hafin. „Hve ógnarlegt er það ekki fyrir okkur að sitja hérna á slíkum tímum,“ skrifaði Lenín einum af vinum sínum. Og hinn 16. marz (að vestrænum tíma) skrifaði hann öðrum með skiljanlegri sálarkvöl: „Ég er utan við mig af reiði yfir því að geta ekki farið til Norður- landa. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér að hafa ekki tekið þá áhættu að fara þangað árið 1915.“ En daginn áður hafði Nikulás II keisari formlega lagt niður völdin. Lenín var sannfærður um, að Bretar og Frakkar myndu verða því andstæðir, að hann færi aftur til Rússlands, því að þegar árið 1914 hafði hann lýst því yfir, að ósigur Rússakeisara, bandamanns þeirra í stríðinu, væri nauðsynlegur, ef byltingin ætti að heppnast. Núna, þeg- ar keisarinn hafði látið af völdum og bráðabirgðastjórn hélt um stjórnartaum- ana, myndi Lenín vinna gegn hagsmun- um Bandamanna með því að heimta, að Rússland hætti þátttöku sinni í styrjöld- inni, sem hann kallaði „sóðalega fjölda- slátrun heimsvaldasinna." í fyrstu íhugaði Lenín nokkrar leiðir til þess að komast aftur heim á ólögleg- an hátt. „Frá því augnabliki, er frétt- irnar bárust af byltingunni, svaf Iljítsj ekki lengur,“ segir Krúpskaja, „og á næturnar voru gerðar hvers konar fjar- stæðukenndar áætlanir. Við gátum far- ið með flugvél. En þess háttar hugmynd- ir voru of fjarstæðukenndar til að hugsa um þær í fullu dagsljósi." Önnur áætlun fól í sér að ferðast á fölsuðu sænsku vega- bréfi. Hann skrifaði Ganetsky, bolsévíka, sem búsettur var í Stokkhólmi, og bað hann að „finna Svía, sem líkist mér. En ég kann ekki sænsku, og þess vegna verður Svíinn að vera daufdumbur. Hvernig sem það gengur, þá sendi ég þér samt sem áður mynd af mér.“ Krúpskaja hló að honum. „Þú sofnar og þig dreymir eintóma mensévíka, og þá ferðu að bölva upp úr svefninum og hrópa „þorparar, þorparar", svo að allt kemst upp.“ Að lokum ákvað Lenín að ferðast heim- leiðis á „löglegan" hátt, og það ferðalag átti heimurinn eftir að kannast við sem ferðina í „innsigluðu lestinni" yfir Þýzkaland. Fyrsti „óinnsiglaði“ hluti ferð- arinnar var farinn frá Zúrich til Bern 2. apríl, og kona Leníns minntist þess síðar, að lestin var orðin á eftir áætlun, er hún fór frá Zúrich, vegna þess að páskarnir stóðu yfir. í Bern slógust í fylgd með þeim fleiri útlagar, sem ætluðu að verða þeim samferða til Rússlands. Eftir að vika hafði liðið, sem notuð var til að gera áætlanir og íhuga málin, hélt hópurinn aftur til Zúrich, þaðan sem hin mikil- væga ferð heim til Rússlands var hafin. Þau héldu frá Zúrich 9. apríl og komu viku seinna til Rússlands, en þar voru þá páskahátíðahöldin í fullum gangi, þar sem júlíanska tímatalið gilti þar enn og rússneska rétttrúnaðarkirkjan hafði rétt lokið hátíðahöldunum, sem fylgdu páskadeginum. * * * Það er ein af hinum meinlegri tilvilj- unum mannkynssögunnar, að Lenín, sjálfur efnishyggjumaðurinn og guðleys- inginn, skyldi fara þessa för einmitt á þeim tíma, þegar kirkjan minntist Krists, boðbera friðarins, og upprisu hans frá dauðum. Lenín var í raun og veru í augum margra samlanda sinna hinn eini og sanni boðberi friðarins og frelsari á sinn hátt. Fyrir hina tryggu bolsévíka fól heimkoma hans — að vísu ekki frá dauðraheimum, heldur úr tíu ára út- legð í fjarlægum löndum — í sér endur- vakningu flokks þeirra sem virks afls í rússneskum stjórnmálum. „Áður en Lenín kom aftur," sagði einn bolsévík- anna mörgum árum seinna, „ráfuðu all- ir félagarnir um eins og í myrkri." Og

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.