Samvinnan - 01.10.1967, Page 36

Samvinnan - 01.10.1967, Page 36
að eiga nokkur bein skipti við þýzk stjórnarvöld, en fól svissneska „sósíalíska alþj óðasinnanum“ Fritz Platten að sjá um alla samninga fyrir sína hönd. Jafn- framt fékk Lenín því til leiðar komið, að hópur meiriháttar vinstrisinna frá Þýzkalandi, Svíþjóð, Póllandi og Sviss undirritaði yfirlýsingu þess efnis, að hann hyrfi aftur til Rússlands til þess að starfa fyrir hina alþjóðlegu öreiga- byltingu, hann hefði í huga að aðstoða öreiga Þýzkalands og Austurríkis í bar- áttu þeirra gegn ríkisstjórnunum í þess- um löndum, og væri hann af þessum sökum tilneyddur að nota tækifærið, sem þetta tilboð Þjóðverja byði honum. Fyrir hönd Leníns krafðist Platten þess að gera skriflegan samning við þýzku stjórnina um ferðina yfir Þýzkaland. Þegar von Romberg barón, sendiherra Þýzkalands í Bern, heyrði um skilmála Leníns, hafði hann orð á því, að það væri heldur óvenjulegt, að ein- staklingur, sem óskaði eftir að ferðast um ríki, segði viðkomandi ríkisstjórn fyrir um ferðaskilmálana, en eigi að síður féllust yfirvöld í Berlín í einu og öllu á skilyrði Leníns. Eitt þeirra var það, að engum skyldi leyfast að stíga inn í vagn Leníns án leyfis Plattens, meðan lestin væri í Þýzka- landi. Annað skilyrði var, að þýzkum yfirvöldum væri óheimilt að rannsaka vegabréf eða farangur Leníns og ferða- félaga hans. Það mun hafa verið þetta skilyrði, þar sem um undanþágu var ræða sem var annars einungis veitt sendi- ráðsstarfsmönnum, sem kom á kreik sögunni um innsigluðu lestina. * * * Brottförin til Bern hafði út af fyrir sig verið nógu ævintýraleg. Á þeirri stundu, er Lenín bárust af því fregnir, að samningsumleitanir Plattens hefðu bor- ið árangur, vildi hann helzt halda þegar í stað áleiðis til Bern, svo að hann gæti hitt þar aðra útlaga frá Rússlandi og ákveðið ferðaáætlunina til heimalands- ins. Eða eins og Krúpskaja orðar það: „Iljítsj stökk á fætur. „Við skulum taka fyrstu lest.“ Það kom í ljós, að sú lest átti að leggja af stað eftir tvær stundir. Á þeim tíma urðum við að pakka niður búslóðinni, sem reyndar var ekki stór, borga húsaleiguna, skila bókum á bóka- safnið, búa okkur og svo framvegis. „Far þú núna, ég kem á morgun," sagði ég, en Iljítsj heimtaði, að við færum bæði. Eft- ir tvo klukkutíma var öllu lokið, bækurn- ar komnar niður í töskur, sendibréf eyði- lögð, nauðsynlegur fatnaður og annar farangur tilbúinn, búið aö ganga frá öllum málum og við náðum í lestina til Bern.“ Núna, viku seinna, hafði svo verið ráð fyrir gert að Lenín og ferðafélagar hans hyrfu á brott frá Sviss með leynd, en nálega hundrað rússneskir pólitískir útlagar af báðum kynjum birtust þó á brautarstöðinni í Zúrich til þess að kveðja ferðalangana. Margir Rússanna á brautarpallinum tóku undir, þegar fé- lagar þeirra uppi í lestinni tóku að syngja Internationalinn. Aðrir — og samkvæmt sumum heimildum voru þeir nógu fjöl- mennir til þess að yfirgnæfa sönginn með öskrum og hrópum — ávörpuðu ferða- langana með nöfnum eins og „júðaþjón- ar,“ „æsingamenn,“ „Þjóðverjaagentar.“ „Þið verðið allir hengdir!" hrópaði ung- ur Rússi. Lenín og Platten lentu báðir í ryskingum við menn úr hópi þeirra, sem stóðu að mótmælaaðgerðunum, og þegar Lenín kom upp í lestina, komst hann að raun um, að einn þeirra hafði komið sér fyrir í klefa hans. Sjón- arvottur skýrir svo frá: „Maðurinn hafði greinilega hrósað sigri of snemma. Við sáum Lenín grípa í hálsmál hans, og á einhvern óskilj anlegan hátt var hann búinn að koma honum út á brautarpall- inn eftir örskotsstund." Lestin hélt síð- an af stað til Bern nokkru eftir hádegið. En hverjir voru ferðafélagar Leníns? Enn þann dag í dag veit enginn með fullri vissu, hve margir fylgdu bolsévíka- leiðtoganum á þessari ferð hans, og ekki heldur er með öllu ljóst um stjórnmála- skoðanir allra í hópnum. Að minnsta kosti 30 manns fóru af stað og ekki færri en tveir eða þrír í hópnum voru meðlim- ir í Bund-flokknum, en það var rússnesk- pólskur sósíaldemókratískur gyðinga- flokkur, stofnaður 1897. Frá árinu 1906 hafði Bund-flokkurinn haft náið sam- starf við mensévíka-arminn í rússneska Sósíaldemókrataflokknum, og flestir fé- lagar flokksins fylgdu mensévíkum í því að vera tortryggnir gagnvart hinum æsi- kenndu stefnumálum og starfsaðferðum bolsévíka-armsins, sem Lenín stýrði. Lenín vildi auðsjáanlega, að í hópi ferða- félaga hans til Rússlands væru fulltrúar frá sem flestum af hinum byltingarsinn- uðu öflum í landinu. Það er hugsanlegt, að hann hafi óttazt, að rússnesk yfir- völd myndu vera hikandi við að hleypa inn í landið hópi manna, sem eingöngu samanstæði af bolsévíkum, en samt eru flestir sagnfræðingar þeirrar skoðunar, að í hópnum hafi að mestu verið bolsé- víkar, og kona Leníns segir svo frá, að „einungis bolsévíkar tóku áhættuna af ferðinni gegnum Þýzkaland" á þeim tíma. (Mánuði seinna fylgdu þó um 200 útlagar, margir af þeim mensévíkar, í fótspor Leníns sömu leið til Rússlands.) Grígorí Zínovíev og kona hans voru í hópnum. Aðrir af ferðafélögunum, sem nefna má, voru Grígorí Sókolníkov, georgíski byltingarleiðtoginn Mikha Tskhakaja, Georgí Safarov, og á landa- mærum Þýzkalands bættist við Karl Radek. Þar voru og nokkur börn, þeirra á meðal Róbert, f jögurra ára gamall son- ur meðlims Bund-flokksins. Róbert var félagslyndur, hafði glaðlega rödd (en talaði bara frönsku), og barnlaus kona Leníns gat varla haft af honum augun. í vagni Leníns var einnig 35 ára gömul frönsk kona, sem dvalizt hafði langdvöl- um í Rússlandi og hét Inessa Armand. Hún hafði snúizt til fylgis við bolsévíka, og nokkrir af ævisagnariturum Leníns geta þess til, að hún hafi áður en hér var komið sögu verið fylgikona hans í París. En öllum heimildum — jafnvel Krúpskaju — ber saman um, að Inessa Armand hafi verið aðlaðandi kona, bæði gáfuð, lagleg, hlý í viðmóti og fjörmikil. Frá Zurich hélt lestin sem leið lá til Schaffhausen, og þar fór hún yfir landa- mæri Þýzkalands. Lenín og kona hans höfðu klefa út af fyrir sig, svo að Lenín bjóst við að geta haldið áfram vinnu sinni án þess að eiga á hættu að verða fyrir truflunum. En honum varð samt sem áður ónæðissamt. Þegar kona nokk- ur í næsta klefa hló of oft og of hátt að skrýtlunum, sem Radek sagði henni, kom Lenín inn og leiddi hana við hönd sér inn í annan og fjarlægari klefa. Margir bolsévíkarnir reyktu, og fljótlega varð andrúmsloftið svo mettað af bláum tóbaksreyk, að Lenín, sem ekki reykti, gaf út munnlega tilskipun, sem takmark- aði allar reykingar við setustofuna; hann gekk svo langt að gefa út aðgöngumiða að setustofunni, og leyfði hver miði handhafanum að setjast þar inn einu sinni til þess að reykja. Mestan hluta leiðarinnar var Lenín þungbúinn á svip og annars hugar. Þýzki matsveinninn í lestinni fram- reiddi góðan og ríflegan mat. Krúpskaja ól með sér þann grun, að Þjóðverjarnir væru að „reyna að sýna okkur, að þeir hefðu nóg af öllu,“ þrátt fyrir styrjöld- ina. Sjálf vissi hún betur. Þegar hún leit út um lestargluggana, veitti hún því eftirtekt, hve fáir menn voru sýnilegir. 36

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.