Samvinnan - 01.10.1967, Page 53

Samvinnan - 01.10.1967, Page 53
álitið af mörgum listrænasta rit hans og nokkurskonar bibl- ía Nietzsche-sinna. Höfundi hættir til að knúsa stílinn, og fyrirmynd hans er blanda biblíustíls og upphafins róm- antísks stíls á köflum. Hann nær hæst í köflum þar sem laust mál jaðrar við bundið, en nær því ekki. Aftur á móti eru ljóðin ofhlaðin líkingum og oft knúsuð. Þessi ofhleðsla er af kyni rómantíkurinnar, og fátt angraði Nietzsche meir en að finna þetta hjá öðrum, svo sem hjá Wagner, og sem þjóð- ernisuppþembu með Þjóðverj- um. Þetta angraði hann því meir sem hann fann sömu ár- áttu hjá sjálfum sér. Svo er um öll verk hans; eins og áður seg- ir eru þau skrifuð af brýnni þörf, og fjandmaðurinn og am- lóðinn eru í honum sjálfum. Því verður hann ekki metinn fyrr en tekizt hefur að sigta hismið frá hveitinu. Hingað til hefur verið nóg gert að því að vúlgarísera Nietzsche. Ýkjur hans og fantasíur, sem byggð- ust á sýktum huga, voru eink- um notaðar af mönnum með enn sýktara hugarfar. Nietzsche lagði í rúst sið- ferðilegan og háspekilegan grundvöll þess þjóðfélags, sem hann ólst upp í, og auk þess segja verk hans sögu anda, sem gat ekki sætt sig við neinar grundvallarreglur né þjóðfélag. Hann lét eftir sig drög að þjóð- félagi og siðmenningu framtíð- arinnar, en þessi mynd hlaut að vera „útópísk", þar sem drögin voru verk manns, sem fjarlægðist stöðugt meir og meir raunveruleikann og lifði að mestu í eigin heimi. Sagt hefur verið, að kveikja skáld- skapar sé barátta skáldsins við sjálft sig. Hugsanir Nietzsches áttu sömu kveikju, og því má nefna hann skáldheimspeking fremur en heimspeking. Þessari baráttu lauk aldrei. Sumir Nietzsche-sinnar gátu tekið út úr verkum hans vissa þætti og gert hann að spámanni þýzkr- ar hernaðarstefnu, þjóðernis- stefnu og þjóðernislegs mikil- mennskubrjálæðis. í þeim her- búðum skorti algjörlega þann heiðarleik, sem einkenndi af- stöðu Nietzsches til sjálfs sín, „andlegan þrifnað" hans og af- neitun á allri sjálfslygi; því var þessum hópi manna auð- velt að láta sér sjást yfir það, sem Nietzsche skrifaði um Þjóðverja í Ecce Homo: „Ég set stolt mitt í það að vera álitinn mesti fyrirlítari Þjóðverja. Tuttugu og sex ára gamall lét ég í Ijós van- traust mitt á Þjóðverjum; ég afskrifa þá algjörlega. Þegar ég hugsa mér einstakling, sem sé mér algjör andstyggð, hlýtur þessi einstaklingur alltaf að vera þýzkur. Það fyrsta, sem ég athuga í fari manna, er hvort viðkomandi sýni öðrum afskiptaleysi, virði persónurétt annarra, skynji mun stétta og mann- gerða, og beri af öðrum; allt þetta einkennir séntilmann- inn. Þeir, sem eru án þessara eiginleika, teljast til skrílsins, dónanna, sem eru viðmóts- glaðir, eins og Þjóðverjar eru, kumpánlegir. Maður smækk- ar sjálfan sig í umgengni við Þjóðverja, þeir fletja allt út . . . Ég hef ekki notið samveru- stunda með Þjóðverja svo mikið sem eina stund, að und- anteknum nokkrum lista- mönnum og einkum Richard Wagner. . . . Ef mesti andi allra tíma fæddist í Þýzka- landi, myndi einhver þýzk „belja“ fullyrða, að hún væri honum á engan hátt síðri . . . Ég þoli ekki þennan þjóð- flokk, maður er alltaf í af- leitum félagskap innan um þennan lýð, sem ber ekkert skyn á fíngerðari tilbrigði mannlegs eðlis . . . Það er óhamingja mín að vera fædd- ur með þeim ósköpum, en Þjóðverjar, þeir kunna ekki einu sinni að ganga . . . Þjóðverjar hafa ekki hug- mynd um hve hversdagslegir þeir eru, svo hversdagslegir að þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir að vera Þjóð- verjar. Þeir vilja hafa rétt fyrir sér í hverju máli . . . Þeir þykjast hafa ráð á að gefa úrskurði, jafnvel um mig . . Þessi gagnrýni er ýkt og vafasöm, en ýkjur og stóryrði voru hluti stílbragða hans. Lýsing hans á sjálfum sér sem manni sálrænna blæbrigða er hárrétt, og þessi blæbrigði voru vissulega notuð. Miguel de Unamuno lýsir Nietzsche á eftirfarandi hátt: „Hjarta hans krafðist eilífð- arinnar, en höfuð hans sannaði honum tómleikann. Hann varð- ist, brauzt um og barðist allt- af gegn sjálfum sér; hann fordæmdi það, sem hann elsk- aði heitast. Hann vildi vera Kristur, og bölvaði honum þeg- ar hann gat það ekki. Hann vildi verða eilífur og gerði sér gervi-eilífð; hann vorkenndi sjálfum sér svo mjög, að hann afneitaði og afsagði alla vork- unnsemi. Og menn segja, að heimspeki hans sé heimspeki hinna sterku. Hún er það ekki. . . . Kenning hans er heimspeki Málverk eftir norska málarann vesalinga sem þrá styrk, en Edvard Munch af Friedrich ekki kenning þeirra sterku.“ Nietzsche Nietzsche var málsvari sam- einingar Evrópu; hann hvatti menn til að láta af þröngri ættjarðarhyggju og undirbúa sameininguna. Hann spáði því, að breyting yrði á siðferðis- hugmyndum við það að missa þann bakhjarl, sem hann sagði þær hafa í trúnni. Þessi breyt- ing var hafin fyrir daga Nietzsches, en það er ekki fyrr en nú á dögum að afleiðingar þessa hafa komið í ljós. Nietzsche var einn þeirra þýzku höfunda, sem voru meira og minna úr tengslum við sam- tíð sína, en voru sjáendur. Þýzkar bókmenntir eftir daga Nietzsches verða ekki lesnar nema með hliðsjón af Nietzsche; hann er lykillinn sem lýkur þeim upp. Þótt rit hans séu við fyrstu sýn vill- andi og mótsagnakennd og hafi verið notuð til framdráttar margvíslegum kenningum, þá hafði hann meiri áhrif á þýzk- ar bókmenntir en nokkur af samtímamönnum hans, og á andlegar hræringar bæði í Þýzkalandi og öðrum hlutum Evrópu. Glöggskyggni hans í sálfræði, grunur hans um þá heima, sem Freud og Jung luku upp, lagði grundvöllinn að flestum þeim kenningum sem nú eru uppi á teningnum. 53

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.