Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 58

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 58
Þegar ég var beðinn að skrifa um óperu í þetta hefti, fannst mér að það yrði ekki erfiðleikum bundið. Það finnst mér raunar heldur ekki nú, því svo mikill er áhugi minn fyrir starfandi óperu á íslandi. Vandinn er aftur á móti að velja temað og halda sér við það í stuttri grein. Likt og neyðin kennir naktri konu að spinna gengur þróun andlegra verðmæta gegnum aldirnar, og þessi þróun heldur áfram þar til toppurinn er orðinn svo fingerður, að ekki hleðst lengur ofan á eða utan á hann, eða að meira gull heldur ekki áfram að gylla, eða þriðji möguleikinn, að yfirvigtin verði svo mikil að byggingin hrynur. Það sem stendur af sér öll gjörninga- verður tízku og tildurs var reist af sannri þekkingu og viti. Hrunið skildi að vísu eftir sögu, sem ætlazt var til að við lærðum af, en virðist oft á tíðum vera gleymdur lærdómur. Við munum Gregor mikla, sem vegna algjörs neyðarástands í tónlistarmálum kirkjunnar tók að safna saman brotunum, réð til sín færustu tónlistarmenn sins tíma til þess að vinna úr þess- um brotum og setti á stofn tónlistarskóla, þar sem krafizt var mikillar kunnáttu af nemendunum. Þetta starf páfa hafði viðtæk áhrif til tónlistariðkana og mun nafn Gregors páfa lengi uppi. Klausturskólarnir í Frakklandi og Þýzkalandi voru einnig stofnanir, sem hlutu að koma. Akurinn þarfnaðist orðið slíkra vísindastofnana, enda gleypti Suður- og Mið-Evrópa við uppfinn- ingum og menntunaráhrifum þessara stofnana. En í kjölfar menntunar og þekkingar sigla gjarnan peningar og prjál og þá er heldur ekki langt að bíða þess, að dansinn í kringum gull- kálfinn hefjist. ítölsku skólarnir, sem kenndir eru við Flórens, Feneyjar og Napolí, voru í byrjun stórkostleg átök, fyrst og fremst á sviði óperubókmennta og óperu-flutnings. En þessi til- raun sýndi sig því miður að vera of merkileg fyrir samtíða áheyr- endur, sem heimtuðu meiri ytri glæsileik, meira prjál, fleiri aríur, lengri kadensur, grennra innihald. Þessi dans hlaut að enda á einn veg. Hlutur hljómsveitarinnar varð stöðugt veigaminni og endaði hljómsveitin með þvi að verða algjörlega háð söngvaranum, og ekki leið á löngu þar til söngvararnir höfðu algert alræðisvald, jafnt gagnvart tónskáldunum sem hljómsveitunum. Hélzt þetta fyrirkomulag á Ítalíu, þó í nokkuð þverrandi mæli, fram á 20. öld. Og þrátt fyrir tilraunir margra merkra tónlistarmanna og tónskálda, tókst ekki að fullu að kveða niður drauga ítölsku skólanna. í Mið- og Norður-Evrópu varð þróunin önnur þrátt fyrir að ítalskur skóli og stefnur teygðu arma sína inn yfir tónlistarlíf Evrópu og héldu þar eðlilegri þróun niðri í járngreipum um nokk- urn tíma. „Trubadorar" og „Minne-“söngvarar, síðar Meistarasöngvarar, áttu lítið sameiginlegt annað en að vera nokkurskonar farand- söngvarar í báðum tilfellum. Trubadorarnir voru að vísu músik- alskir náungar með fallegar söngraddir oft á tíðum, en hvorki var textinn sem þeir fluttu sérlega merkilegur að efni né formi. Og þrátt fyrir að söngvar þeirra væru oft laglegir, voru þeir ekki samdir af mikilli þekkingu, og áttu aðallega að skreyta væminn texta og urðu því tímabundnar dægurflugur, sem fljótlega gleymdust. Hjá Minne-söngvurunum var gangurinn annar. Þeir sköpuðu sér fljótlega form til að vinna eftir. Textinn var allur annar og merkilegri en hjá trubadorunum og laglínan var bundin ákveðnum formum og lögmálum, sem fylgja varð. Meistarasöngv- ararnir komu upp hjá sér skólum, þar sem meistarasöngvara- efni gátu hafið sína göngu, en langur tími leið og mörg próf voru að baki áður en viðkomandi hafði lokið hinum þrem stigum námsins og varð viðurkenndur meistarasöngvari. Margt og mis- jafnt má vissulega segja um Meistarasöngvararegluna, sem furðu lengi hélt velli. En víst er, að tilvera hennar, með sínar ströngu reglur, var mikilsvert spor að þeirri forustu, sem Þjóðverjar náðu á sviði tónlistarinnar, og virðist sú forusta vera enn í dag byggð á haldgóðum undirstöðum. Ekki er ætlunin að orð mín séu skilin þannig, að fagrar söng- raddir trubadoranna og sönglínur, „sem komu frá hjartanu og náðu til hjartans," hafi verið einskis verðir hlutir. Góð og vel þjálfuð söngrödd er óvenjuleg eign, sem leggur eigandanum 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.