Samvinnan - 01.10.1967, Page 60

Samvinnan - 01.10.1967, Page 60
En arfi höldumvér SIÐBÓTIN 450ÁRA 3I.0KTÓBER Eftir séra Guðmund Óla Ólafsson sóknarprest í Skálholti Hvað kemur í hugann, þegar siðbótin er nefnd? — Hinar 95 setningar, er Lúter negldi á dyr Hallarkirkjunnar í Witten- berg kvöldið fyrir allra heilagra messu árið 1517 — árás hans á aflátssöluna — og svo hins vegar aftaka herra Jóns Ara- sonar 33 árum síðar í Skálholti? — Marg- ur landi lætur þar við staðar numið. Aðrir hafa orð á því — og þykjast djarf- ir í hugsun og tali — að siðbótin hér á landi hafi verið óþjóðleg og óholl þjóð- inni. En hvenær verða rit Lúters kynnt á íslandi og hvenær má vænta þess, að fræðimenn riti eitthvað af vandvirkni og óhlutdrægni um íslenzku siðbótina? Aflát til sölu. Sumarið 1954 kom ég í dómkirkjuna í Aachen, einhverja merkilegustu og sér- kennilegustu kirkju í Þýzkalandi. Elzti hluti hennar er frá dögum Karls mikla. Og hún á auk þess að líkindum hið mesta og dýrasta safn helgigripa og dýrgripa, sem til er norðan Alpafjalla. Ég skoðaði þetta safn, þ. e. a. s. þann hluta þess sem til sýnis var þá. Hinir helgustu gripir kirkjunnar eru aðeins sýndir sjöunda hvert ár, en þá streyma pílagrímar að hvaðanæva, einkum rómversk-kaþólskir menn, er leita sér afláts. í anddyri kirkj- unnar var, er ég kom þar, skilmerkileg skrá yfir, hversu mikið aflát fengist fyr- ir að líta hvern einstakan hinna helgu gripa og veita honum lotning. Aflátið er sem sé í fullu gildi í rómversk- kaþólsku kirkjunni enn í dag — þó með nokkuð öðrum hætti en tíðkaðist á dög- um Marteins Lúters. Hvað er aflát? — Kaþólskir nútíma- guðfræðingar neita því harðlega, að það sé hið sama og syndafyrirgefning eða henni skylt, heldur sé það eftirgjöf tím- anlegrar (jarðneskrar) refsingar, erkirkj- an hafi vald til að leggja á syndarann, er hann hefur játað synd sína og hlotið fyrirgefningu. Þó kenna þeir, að sálir í hreinsunareldinum geti einnig notið af- láts, en þá aðeins vegna fyrirbæna lif- enda, því að kirkjan hafi ekki vald til þess að leysa eða binda þá, sem í hreins- unareldinum eru. í hreinsunareldinn fara sálir trúaðra, sem yfirgefa jörðina og eru þó ekki hæfar til þess að ganga inn í Guðs ríki, vegna þess að þær hafa fyrirgefanlegar syndir á samvizkunni eða hafa ekki tekið út þá tímanlegu refs- ingu, er Guðs réttlæti krefst, þótt þær hafi hlotið fyrirgefningu. Það er með öðrum orðum kenning rómversk-kaþólskrar kirkju, að fyrir- gefningin leysi manninn ekki undan því að bæta fyrir brot sitt með einhverjum hætti eða taka út refsingu. Jafnframt kennir hún, að staðgengill hins brotlega geti gjört þetta í hans stað. í aflátinu öðlast syndarinn þannig sér til góða hlut- deild í verðleikum Krists og heilagra dýrlinga. Aflát er tvenns konar, fullkom- ið aflát eða aflát að hluta. Með fullkomnu afláti veitist algjör eftirgjöf refsingar. Það veitir kirkjan nú einkum á sérstök- um hátíðum, en auk þess er það bund- ið við sérstök trúarleg félög, bræðralög og ákveðnar guðrækilegar iðkanir. Á síðmiðöldum var kenning kirkjunn- ar um aflátið ekki svo ljós og einföld, enda mun skilningur almennings á því hafa verið allur annar þá en hér var lýst. í hjarta mannsins vakti þá eins og nú spurningin: „Hvað á ég að gjöra til að eignast eilíft líf?“ Hin skólastíska guð- fræði átti nóg svör við henni. Hún hall- aðist að semipelagíanisma og siðbótar- öldinni — eins konar samstarfi Guðs og mannsins við hjálpræðið. í rauninni varð hlutur mannsins þar öllu stærri. Hann gat í rauninni allt í hjálpræðissökum, ef hann vildi; þó með nokkurri hjálp Guðs. Þannig var hugsun manna leidd inn á brautir verkaréttlætis. Verðleikar manns- ins fyrir Guði skiptu öllu máli. Því var fyrir öllu að stunda góð verk. En hugtakið „góð verk“ hafði nokkuð aðra merkingu þá en það hefir nú á íslandi. Hin góðu verk voru þá fyrst og fremst trúarlegs og guðrækilegs eðlis: bænir, föstur og ölmusur og líknarverk. Og þau voru eins konar gjaldmiðill, er gilti á himnum uppi. Pyrir þau mátti kaupa bænheyrslu, Guðs náð og blessun, fyrirgefning synda og eilíft líf að lokum. Því valt á miklu að eiga álitlegan góðverkasjóð sér til fram- færis í lífi og dauða. Ekki stóðu þó allir jafnt að vígi í góð- verkasöfnuninni. Hin andlega stétt, klerkar, munkar og nunnur, var að sjálf- sögðu miklu verðugri alls góðs frá Guðs hálfu en leikmenn. Hún átti miklu hæg- ara um vik að stunda messuna — sem í rauninni var hið æðsta góðverk manns- ins — hreinlífið og hvers konar guð- ræknilegar dyggðir. Sá var helgastur, er lengst gekk í því að hafna öllum hvers- dagsleika og veraldargæðum og þjaka sjálfan sig á allar lundir. Leikmenn urðu því flestir lítið heilagir, en mikið syndug- ir, því að alltaf vilja misfellurnar verða margar í daglegu lífi. Og harla erfitt varð Háskólabœrinn Wittenberg eins og hann kom listamanni fyrir sjónir árið 1546 60

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.