Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 99

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 99
andvaiu STÚLKAN VIÐ HOKKINN 97 liólstað 23. ágúst, og þetta sama kvölcl kom séra Sæmundur þangað að finna heitmey sína. Var Stefaníu nú þorrið allt óyndi, og hefur hinum ungu hjóna- efnum eflaust sýnzt Hlíðin fögur þetta kvöld, ekki síður en Gunnari, er honum varð litið upp til sveitarinnar af aurun- um við Markarfljót, enda þótt bleikir akrar gleddu ekki lengur búmannsaugað. Það var nú afráðið, að þau Stefanía og séra Sæmundur skyldu gefin saman f hjónaband um réttaleytið um haustið. Um svipað leyti bárust Stefaníu allir þeir peningar, sem Björg fóstra hennar hafði heitið henni. Ilún var ekki sú kona, að hún efndi ekki orð sín, þótt væri hún ráðrík og harðskiptin og vildi að gömlum sið hafa hönd í bagga með gerðum ungviðisins. Stefanía gerði þegar ráðstafanir til þess að kaupa uppsegjan- leg, konungleg skuldabréf, útgefin 11. desember 1801, fyrir þessa peninga. Þeir attu ekki að liggja vaxtalausir í kistu- handraða í Hraungerði. Hjónavígslan fór fram á Breiðabólstað eins og ráð hafði verið fyrir gert. Séra Skúli Gíslason, tengdasonur Sigríðar, vildi ekkert gjald þiggja af brúðgum- anum fyrir þetta embættisverk sitt, en hrúðurin gaf honum í pússunartoll hring, sem hún átti. Þegar brúðhjónin voru komin heim að Hraungerði og farið var að kyrrast l'nr hjá þeim, skrifaði maddaman unga Páli frænda sínum tíðindin: „Þér sjáið hér af, að ég er ekki lengi húin að vera hér og get því Jítið sagt yður af mér hér, nema vellíðan mína í alla staði, °g að ég er svo vel ánægð, sem ég held, a,N| nokkur maður geti verið, og get ég víst aldrei fullþakkað það góðurn guði, hvað gott hlutskipti hann hefur útvalið mér“. Og þótt skammdegið færðist yfir Suðurland, varpaði það engum skugga a anægju prestsfrúarinnar: „Mér líður mikið vel. Hg hef nú haft meira en rokkinn minn mér til skemmtunar í vetur“. Þó hvarflaði hugur hennar stundum til Húsavíkur: „Ennþá legg ég hér með bréf, sem ég ætla að biðja yður að reyna að koma norður, ef einhver ferð skyldi falla.“ En það var ekki til verzl- unarstjórans, heldur fóstru hennar, er nú var setzt alveg að hjá honum. Séra Sæmundur í Hraungerði var mætur maður og höfðingsklerkur, svo að Stefanía mátti vel una hlutskipti sínu. En nokkuð hélt hann fast um skild- ingana sína. Konunni hans þótti jafnvel nóg um, hve vandlega hann gætti þeirra. Rúmu ári eftir að hún kom að Hraun- gerði skrifaði hún Páli þessi orð: „Ég ætla að biðja yður stórrar bónar, og það er að kaupa fjögur stearinljós og einar sardmuöskjur eða dósir. Ég bið um þetta af því, að þessi nýi sýslu- maður okkar, ásamt Thorgrimsen, ætlar að gera okkur heimsókn eftir nýárið, en ekki samt mér til ánægju. En af þvi maðurinn minn er eklci heima, þá verð ég nú líka, þó skömm sé að, að biðja yður gera svo vel að borga þetta fyrir mig, því maðurinn lætur mig ekki hafa peninga undir höndum, en mér þykir það tortryggni við mig — sýnist yður það ekki lílca?" Aðra bliku delckri dró um skeið á hinn bjarta himin, sem hvelfdist yfir Hraungerði. Þegar séra Sigurður Thor- arensen var látinn, fór Sigríði Pálsdóttur að lengja eftir því, að séra Sæmundur semdi við sig um tekjur þær, sem hún átti að njóta af Ilraungerði — ekkju- peningana. Ekki olli það þó óþreyju hennar, að henni væri fjár vant, þvi að séra Sigurður hafði verið stórauðugur maður. En gamla konan var þannig gerð, að hún vildi hafa sitt, við hvern sem var að skipta. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.