Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 4
34 SPEGILLINN SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefui’ undanfarin tvö ár verið að biða eftir að fá eina fjöður í bifreið sína, sem hefur orðið að halda kyrru fyrir og hafa það rólegt á meðan, þar eð hún flýgur ekki fjaðralaus, eins og fuglinn forðum. Timinn minnist á þetta undir fyrirsögninni: „Ein fjöður getur verið stórmál“. Satt er orðið, kollega. Að minnsta kosti fjöðrin, sem varð að fimm hæn- um forðum. MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið æsilegt simskeyti frá Bagdad, er hei'mir, að 35 þingmenn hafi sagt af sér þingmennsku „vegna þess, að þeir hefðu málfrelsi á þingi vegna hörku þingforsetans". Oss finnst 1) að Morgunblaðið ætti alveg að hætta að fá skeyti svona langt að, þar eð þau eru alls ekki blaðsins meðfæri, og fá þau t. d. heldur frá Súðavík, og 2) að Jón Pálmason ætti að senda þessum skelegga kollega sínum samúðarskeyti. FIMMTÁN Kópavogsbúar hafa verið'dæmdir í fésektir — 500 krónur hver — fyrir niðrandi aídróttanir í garð hreppstjóra síns, sem mun þó ekki vera neitt verri en slíkir plaga að vera. Er þetta hinn mesti uppsláttur fyrir hreppstjórann, því að með þessu móti kemst æra hans upp í 7500 krónur, en hefði verið bara 500, ef aðeins einn hefði orðið til þess að meiða hana. Sagnfræðingar telja, að þetta sé mesti mannfjöldi, sem sektaður hefur verið í Kópavogi í einu, og að minnsta kosti brúkuðu þeir ekki svona kjaft þar anno 1662. í DEGI lesum vér leiðréttingu á áðui' útgefnum leiðarvísi um skyrostagerð, og segir þar, að úr hafi fallið rjómi, sem mun hafa átt að vera ein af mörgum uppistöðum þessa ágæta osts. Býst höfundur við — og að von- um ■—■ að mörgum hafi þótt osturinn harður undir tönn, er rjómann vantaði. Síðast er tekið fram, að úr þessu megi bæta með því að hræra 1 ostinn salti og rjóvia. Vér verðum að segja, að oss finnst leiðrétting þessi öll hin lævíslegasta og minna mest á kolaverðið, sem Alþýðublaðið er svo sorrý yfir, að skuli ekki strax fara upp í 400 krónur, heldur þurfa fyrst að hvila sig dálítið á 310 krónum. BÆJARSTJÓRN höfuðstaðarins hefur undanfarið haft tvö stórmál á dagskrám sín- um, sem sé fjárhagsáætlunina og pyslusölu — ekki pylsusölu. Síðara málið hefur sýnt sig að vera vandasamara, þar sem það er óafgert enn, en áætlunin var hinsvegar hespuð af í næturvinnu. GENGI RÚBLUNNAR stórhækkaði nokkru áður en krónan okkar lækkaði, og má af því ráða myndarskapinn á hvorum staðnum um sig. Ei sagt, að Stalín hafi fund- ið upp á þessu snjallræði aðallega til þess að fá lækkun á námskostnaði erlendis. í AMERÍKU hefur nýlega verið fundið upp svonefnt .syngjandi símskeyti“, sem hefur þá náttúru, að ekki má afhenda það viðtakanda fyrr en sendillinn hefur sungið innihald þess yfir hausamótunum á honum, og er sér- staklega tekið fram, að hann syngi líka púnktana og strykin (sem nú annars er alls ekki þakkandi). Hér á landi vorum við ekki lengi að til- einka okkur þessa nýjung, þó í dálitið öðru formi sé. Hér er það send- andinn, sem rekur upp öskrið, þegar hann heyrir nýju prísana. FYRIR NOKKRU skeði það vestur í Long Beach í Kaliforníu, að einn kúnni steindrapst í rakarastólnum, og það úr hlátri yfir sögunni, sem rakarinn var að segja honum og var þetta litla smellin. Ekki skulum vér neita því, að oss þykir þessi saga óþarflega gagnsæ. Hún er sýnilega samin af nefnd frá heimssambandi rakara, til þess að afsaka þynnku rakarasagna yfir- leitt — þær séu hafðar svona þunnar af v'arúðarástæðum. TÍMINN minnist hins eftirminnilega skautakapphlaups hér í höfuðstaðnum, undir fyrirsögninni: „Múgur teppir skautakappa". Sem betur fer eiga hér iþróttamenn hlut að máli, svo að ekki getur verið um andateppu að ræða. Braziliu hér hefur tilkynnt, að Árna Friðrikssyni hafi verið boðið þangað til lands til þess að starfa þar að fiskrannsóknum í nokkra mán- uði. Frá Árna sjálfum heyrum vér svo, að hann muni ekki fara. Hins- vegar var ekki nefnt, hvort ástæðan væi'i sú, að hann vildi ekki láta þá Braziliumenn læra af sér listina, eða þá hitt, að hann langi til að fá í næstu útgáfu af „Hver er maðurinn?" eitthvað svipuð eftirmæli og Brynleifur gaf sjálfum sér í 1. útgáfu: „Boðinn til Brazilíu — fór ekki“. MATSVEINAR hafa í félagsskap sínum samþykkt tillögu þar sem skorað er á rétta hlutaðeigendur að leyfa bruggun áfengs öls. Að gefnu tilefni viljum vér upplýsa, að þetta er alls ekki af því að matsveinar séu drykkfelldari en aðrir menn, heldur mætti geta þess til, að kúnnarnir gleymi fremur bragðinu af matnum, ef þeir fá sterkt öl með honum. MIKILL ÁHUGI er nú vaknaður hjá ýmsum ábyrgum aðilum á því að fara að stunda fiskveiðar með rafmagni. Er veiðiaðferð þessi talin hin æskilegasta, einkum og sérílagi vegna þess, að smáfiskar þoli betur rafmagnið og sleppi því alveg, en stórfiskarnir hinsvegar steinliggi. í fljótu bragði líturTætta vel út, en af því ieiðir líka, að landlegudagar verða hjá öll- um flotanum í hvert skipti sem Sogið klikkar. Reyndar gerir það ekk- ert til, því að vér gætum hvort sem er ekki soðið fiskinn, þó að vér veiddum hann. TÍMINN segir í rammafyrirsögn: „Bæjarstjórnin selur Hæringi sjálfdæmi". Vér spyrjum: „Og borgar Hæringur?" í NEW YORK fór nýlega fram skoðanakönnun um það, hvaða mannskap ætti að setja á, þegar heiminum verður eytt með vetnissprengjunni. Fengu flest atkvæði þau Ingrid Bergmann, Einstein, Eisenhower og Jane Russell. Leiðinlegast er fyrir alla aðra að vera dauðir og geta ekki horft á, þeg- ar karlarnir fara að bjóða hvor öðrum hrossakaup.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.