Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 7
SPEGILLINN 37 Kæra Gudda mín! Ég get nú víst ekki sagt þér neitt í fréttum af því það ger- ist ekkert hérna, sem þú hefur gaman af að heyra. Við vorum afskaplega spennt fyrir bæjarstjórnarkosningunum, og pabbi var búinn að lesa Bláu bókina þrisvar upphátt fyrir okkur mömmu og miklu oftar fyrir sjálfan sig, og sagði að þarna sæjum við hvort Isafoldarmennirnir kynnu ekki að stjórna oinni höfuðborg, en mamma bara glotti og sagði að þeir kynnu að minnsta kosti að gefa út áróðursbækur. Svo hlust- uðum við á umræðurnar í útvarpinu og pabbi kinkaði alltaf kolli þegar ísafoldarmennirnir voru að tala, en hristi haus- inn þegar hinir töluðu og sagði: þvættingur, þvættingur. Þá hló mamma og sagði að hann skyldi leggja sig á meðan hinir væru að tala, hann þyldi svo illa að heyra sannleikann, en pabbi spurði þá bara eins og Pílatus gamli: hvað er sann- leikur ? Svo fór pabbi að líta í ísafold og sýna okkur mömmu helztu ritningarstaðina, og sagði að þetta væri sko málstaður allrar þjóðarinnar, þarna væri sko rætt um málin af víðsýni og glöggri hugsun, hérna væri sko andlegt frelsi ríkjandi. En mamma sagði að andlega frelsið hjá Valtý væri nú ekki á marga fiska þessa stundina meðan honum væri stjórnað að westan, hann gerði náttúrlega eins og honum væri sagt, manngreyið, en það væri nú svo sem ekki mikið andlegt frelsi hjá honum. Þá varð pabbi vondur svo um munaði og sagði: þú ert nú bara versti kommúnisti, svona talar enginn nema kommúnistar, sem vita upp á sig skömmina að vera á mála hjá Stalín. Þeir geta svo sem talað fallega og látið mikið þeg- ar fyrirskipanirnar koma að austan og svo fá þeir kaup fyrir að útbreiða rússneska málstaðinn, og þeir eru hreinræktaðir landráðamenn allir saman, sagði pabbi og stappaði soldið í gólfið. Það skyldi þó ekki vera að fleiri vissu uppá sig einhverja skömm, þegar hæst syngur í tálknunum, sagði mamma, og ætlaði að segja meira, en þá fór Sigurpáll að tala og við fór- um að hlusta á hann, og mamma sagði að hann hefði víst ekki lesið Bláu bókina alla úr því hann fann ekki nema 57 loforð svikin, en pabbi sagði að hann hefði áreiðanlega ekki fundið eitt einasta svikið loforð í þeirri bók úr því hann vildi ekki segja hver þau væru, og mér finnst þetta nú ekki svo vitlaust hjá pabba, af þyí Sigurpáll hafði líka svo lítið þarfara að segja. — Svo skrúfuðum við fyrir þegar Jón Axel kom, af því við vorum orðin svo syfjuð og það var Jón víst líka, og svo er víst óttalega dýrt að hlusta á menn, sem tala í nætur- vinnu. Svo komu nú úrslitin úr kosningunum og þá birti nú svei- mér yfir sumum. Pabbi er nú farinn að undirbúa hreppsnefndarkosningar iafnan hugsað mér hann líkan einhverjum göfugum kóngi, sem kallaður var hinn mildi og matarilli. Þá er ekki amalegt "ð Eysteinn skuli vera orðinn fjári aftur. Hann hefur æf- inguna í fjármennskunni allt frá því hann var tómthús- málaráðherra hérna um árið. Og þá held ég hann Her- mann minn forstandi sig upp á búnaðarmálin síðan hann var í mýrinni í gamla daga. Ekki er hætt við öðru en hann slengi öllum erfiðleikum bændanna á klofbragði eða mjaðm- avhnykk. Bjarni passar náttúrlega að hafa allt eins og þeir vilja í Ameríku, en Björn sér víst um heildsalana og ekki trúi éy því að hann fari að svíkja sína stétt, þó hann fari með verziunarmálin. En bezt þykir mér samt, að hann Ólafur minn Thors á að sjá um Veðurstofuna. Ekki verður hætt við neinum bölvuðum fúlveðrum meðan hann ræður þar, ef The- resía verður þá ekki með einhverja bölvaða fýlu, eins og í allt fyrrasumar. En ég treysti þó Ólafi til að hafa heldur létt- skýjað, svona oftast nær, þó loftið yrði kannske eitthvað í þynnra lagi, og aldrei lætur hann lægðirnar í'ista mikið dýpra cn hann gerir sjálfur. Hvað sem Einar Olgeirsson segir sný ég ekki til baka með það, að nú höfum við þó fengið góða stjórn, þar sem hún Steingríma litla er, og jafnvel betri en Stefanía sáluga var. En bágt er reyndar til þess að vita, að hann Jón á skyldi ekki fá að vera ráðherra áfram og yrði að hætta áður en hann gæti sjálfur áttað sig á því, hvílíkt stórmenni hann er og Húnvetningum til mikils sóma, hvar sem hann fer. Nú verður líklega að skipa nefnd til að koma Jóni í skilning um cigin verðleika. Jóhann Þ. getur stundað fýlatekju í Eyjum. með- an Stefán Jóh. stendur vörð um það, sem hann kann að finna af stefnu Kratanna. Vertu nú mai'gblessaður, elsku Spegill minn, og bei'ðu Páli Sóff, Hermanni og Gamla Manninum kæra kveðju. Þinn einl. vinur Eysteingrímur.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.