Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 10
4G SPEGILLINN á meðan verð eg orðinn Forsætiss hér á Nýfundnalandi. En nú sé ég að kominn er tími til að líta á skipin mín. Ég fer sko alltaf á vissum tíma niður að höfn til að fólk geti safnast saman á götunum og horft á mig. Þeir vita að ég er mesti ís- lendingur í heimi og ætla að hefja nýsköpun á Nýfundna- landi. Og svo gengum við niður að höfn að skoða skipin, og alls- staðar var fullt af fólki, sem hrópaði húrra, og börn, sem köstuðu blómum, en Björgvin heilsaði til beggja hliða og bandaði hendinni eins og herforingi. — Sko, sjáðu til, sagði Björgvin, þegar við horfðum á fána- skreytt skipin. — Hér í útlandinu getur maður allt. Þú getur sagt þeim það í útvarpinu heima. Ég sagði þeim bara, að þetta væri örlítið sýnishorn, af því að ég ætla mér að verða For- sætiss. Hér getur maður allt bara með því að veifa pening- um. Ég ætla bara að senda hingað 100 stúlkur til að byrja með. Kannske 200. Ég hugsa að það verði nóg. Ég er búinn að lofa þær svo mikið, að ég þori ekki að flytja fleiri. Og svo vantar mig góðan mann til að velja þær. En nú skulum við koma einhversstaðar inn og fá okkur pókal. Ég borga. Og svo fórum við á fínustu vínkrá, og tveir þjónar komu og hneigðu sig. Björgvin baðaði út hendinni og pantaði „drinks, extra fine“, og lofaði þeim um leið íslenzkri „girl“, kannske tveim, ef þeir væru fljótir. En þjónarnir gengu aft- ur á bak og hneigðu sig langt fram í sal. Þegar við höfðum sveiflað pókölunum og drukkið dús á ís- lenzka vísu, hvíslaði Björgvin að mér, að ég skyldi skila til Bjarna, að allt væri í lagi með sig, hann væri búinn að svæla hér út hálfa aðra milljón króna til að losa sín sjóveð, og ef þeir skyldu fara að ybba sig meira heima, þá bara að birta skýrsluna um rannsóknina. Hann Bjarni kann að orða svo- leiðis. Slyngur lögfræðingur Bjarni. Og segðu þeim, að ég verði alltaf Sjálfstæðismaður, enda-þótt ég verði hér For- sætiss. Sko, hér í útlandinu er gaman að vera Islendingur. Skál upp á það. í SKOTLANDI er hundur, seni eigendurnir haida fram, að geti tala? — meðal ann- ars segir segir hann halló, hátt og svo skýrt, að það minnir mest á ,,hás- an páfagauk", Eru eigendurnir að reyna að koma seppa að við símann þar í iandi. Moi'gunblaðið, sem birtir þessa fregn, er annars ekkert unp- næmt fyrir þessu og segir frá skrifandi hundi, sem hafi sent því b’ < f. Er bréfið birt þarna og er sízt verr stílað en annað í blaðinu; mi rl annars virðist seppi hafa sloppið við þágufallssýkina. TÍTÓISTUM fjölgar í Póllandi, segja blöðin. Virðist svo sem félagi Stalín hafi alveg gleymt, að þeim getur fjölgað eins og öðru fólki, og jafnframt, að gera viðeigandi ráðstafanir því til hindrunar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.