Spegillinn - 01.03.1950, Síða 18

Spegillinn - 01.03.1950, Síða 18
48 SPEGILLINN skulum segja — ,,yfirheyrslu“, en verður sleppt aftur, vegna ónógra sannana, eftir eina eða tvær innsprautingar af „játn- ingarmeðali“, þegar gamanið er búið.-------Nei, minnist þess heldur, herra doktor, að maðurinn minn er ráðherra í Al- þýðustjórninni. Minnist þess ennfremur, að konan yðar verð- ur einhversstaðar úti fram yfir miðnætti, enginn veit hvar. Og bílinn yðar þekkir hvert mannsbarn. Mér fyrir mitt leyti finnst engin ástæða til að auglýsa það um alla borgina, að við séum úti að skemmta okkur — eða hvað finnst yður ?“ Doktorinn leit á frú Sevaroff með aðdáun og svaraði hlæj- andi: „Svei mér, ef mér datt þessi möguleiki í hug. Vissulega eruð þið, konurnar, stórum vitrari í slíkum málum. — Viljið þér hringja á þjóninn yðar?“ Frúin gerði sem hann bað. Þjónninn kom með bukti og beygingum. „Sækið bílstjórann minn!“ skipaði doktorinn. Að vörmu spori kom hinn skrautborðalagði bílstjóri inn og laut húsbónda sínum í auðmýkt. „Náðu í leigubíl, og farðu svo heim!“ skipaði sendiráðs- ritarinn hranalega. Síðan sneri hann -sér að frúnni, brosti sínu blíðasta brosi og talaði í sínum elskulegasta málrómi: „Já, hvað þessa leik- húsferð snertir — það er góð hugmynd, en það eru fleiri möguleikar til“. Frúin kinkaði kolli og brosti. Þjónninn kom og tilkynnti, að bíllinn væri kominn. Frúin hringdi á einkaþernu sína til að hjálpa sér í kápuna. Því næst gengu þau út í bilinn. Þegar bíllinn var kominn af stað, mælti hún: „Já, möguleikarnir eru án efa margir. Ef þér hafið ein- hverja nýja tillögu, látið hana þá koma. Síðan getum við rætt möguleikann á því að finna grundvöll að undirbúningsum- ræðum viðvíkjandi væntanlegum samkomulagsumleitunum". IV. Klukkan í turninum á sendiherrahöll Móðurríkisins sló tólf. Glæsileg tólf manna drossía rann eftir steinsteyptum götunum. Þetta var spánnýr Stalna-bíll, með skrautmáluðu skjaldarmerki Alþýðustjórnarinnar á báðum hliðum. Skjald- armerkið var fagurlitað og táknrænt. Kort af landsvæðum þeim, er áður nefndust Evrópa og Asía, rann saman við gyðjumynd eina mikla og fagra, þannig að útlínur gyðju- myndarinnar umluktu þennan hluta jarðkringlunnar. Á brjósti gyðjunnar var lítið kort af Islandi og rann saman við mynd af ungbarni. Umhverfis gyðjumyndina voru gylltir staí'ir: M.M.B.S., en það útleggst: Móðurríkið Matar Börnin Sín. Umhverfis íslandskortið og ungbarnið voru þessir stafir í rauðum lit: E.H.M.M. eða Elsku Hjartans Mamma Mín. — Bíllinn nam staðar fyrir utan hús eitt á Gullmel. Siglinga- málaráðherra Alþýðustjórnarinnar steig út úr bílnum og leiddi konu eina upp að húsinu. Sú var klædd dýrindis loð- feldi og bar skartgripi, er nema myndu húsverði á Gullmel eða vel það. Hún var fremur lág vexti, dökk yfirlitum, en fjörleg og snör í hreyfingum. „Komið með inn rétt sem snöggvast“, mælti hún. „Er það vogandi?“ mælti hann. „Hví skyldi það ekki vera vogandi?“ „Maðurinn yðar“. „Maðurinn minn! Hvað um hann? I mínu landi þykir það sjálfsagður hlutur að eiginmaður og íhlaupamaður einnar konu finnist við og við, og fari saman, ef í það fer. Slíkt skerpir bara kærleikann í þríhyrningnum. En þið eruð nú ekki eins blóðheitir, þessir Kotlendingar norður hér“. „Aldrei þóttum við eftirbátar annarra í kvennamálum“, sagði ráðherrann. Niðurlag. Ritstjóri: Pdll Skúlason Teiknari: Halldór Pétursson Ritstjórn og afgreiðsla: Smóragötu 14 - Reykjavík Sími 2702 (kl. 12-13 dagl.) Argangurinn er 12 blöð - uin 240 bls. - Askriítarverð: kr. 42 Einstök blöð kr. 5.oo - Askriítir greiðist iyrirfram - Áritun: SPEGILLINN, Pósthóli 594 • Reykjavík • Blaðiö er prentað í Ísaíoldarprentsmiðju h.i.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.