Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 6
36 SPEGI LLl N N “Bæjarpósturinii,, Sit ég í sóllausum bragga í svellþykkri menningarbrók, og skoða ljósmynduð loforð í ljómandi fallegri bók. Allsstaðar blasa við augum íhaldsins sómastrik: Aukin og endurbætl loforð utan um gömul svik. Eigi skal draga í efa þau ummæli nafnkennds manns, að fegursta höfuðborg heimsins sé höfuðborg þessa lands. Bústaður minn er braggi, en í bókinni séð ég fæ alla þá rausn og ráðdeild, sem ríkir í þessum bæ. fróða. Fjölskyldufyrirtækið Hj0rvar & S0n fjölgaði hlut- höfum. Tímarit „til fróðleiks og skemmtunar" efndu til verð- launasamkeppni um lélegast þýddu smásöguna. Varð að skipta verðlaununum. Auglýsti Þjóðleikhússtjóri samkvæmt áskor- un eftir föstum frumsýningargestum í Þjóðleikhúsið, en frétt- ist síðar, að þá þegar hafði verið lofað 100 sætum fleira en húsið rúmaði. ‘Sendi _út boðskort á opnunarhátíð hússins til helztu menningarfrömuða á landinu. Töldust til þeirra stórt hundrað alþingismenn að frúm meðtöldum. Að sjálfsögðu og leikstétt landsins, en til hennar teljast allir, sem klifrað hafa upp á leiksvið í sambandi við leikþætti og sviðsetningu. Þá og forstjórar fyrirtækja, er menningu landsins efla með ódýrri framleiðslu. Or háskólanum var boðið rektor. Vísinda- leg frjóvgun færist í aukana í Mánudagsblaðinu: „30 þúsund börn fæðast, en karlmaður kemur hvergi nærri“. Þjóðviljinn fékk aftur trúna á óskeikulleik Stalíns, sem hann hafði misst í eftirvæntingu pennastriksins. Foringjarnir í Alþýðuflokkn- um vita, hvernig það er að vinna án þess að fara í „overalls". Verðlagsstjóri heldur sig mest á skrifstofu sinni til að ergja sig ekki á prísunum, sem hann heyrir út undan sér á götum úti. Verðtilboð í íslenzkan saltfisk lækkar enn hjá Bjarnason og Marabotti. Ný tegund skemmtana tekin upp í höfuðborg- inni og nefnd „gluggarjál". Þekktist áður austur á landi. Rónar samþykktu á ársþingi sínu, haldið að Hafnarstræti þann 19. marz, með yfirgnæfandi meirihluta að halda áfram að vera rónar næsta fjárlagatímabil. Helgi Elíasson flutti cftir sem áður barnakennarana í framhaldsskóla og fram- haldsskólakennara í tímakennslu. Og menn með háskólaprófi voru óráðnir sem áður. Þannig rættist í fyllingu tímans, sem skrifað stendur: „Ríkisstjórnin mun halda áfram troðnar slóðir". Álfr 6r Hól. „Ég veit ekki af vers konar völdum“, valt fram í huga mér dálítið döpur þenking rnn daglega lífið liér. Húsmæður klökkar krjúpa við Kristínar náðar stél; en Rannveig um bæinn rogast með ryksugu og þvottavél. Og dyggðugar jómfrúr draga dúk fyrir gluggann sinn, svo hvorki Páll — eða Pétur í prívatið sjái inn. Dansleiki lieldur Hreyfill svona hinsegin upp á grín. Þar innbyrðir Ingimundur ókeypis brennivín. Æskan, bæjarins aðall, eflist á marga lund. Hún innritast öll í Heimdall og ávaxtar þar sitt pund. Allskonar andlegt frelsi vér aðhyllumst flestir nokk. Far vel, sagði herra Haralz hafandi kvatt sinn flokk. Dóri. Vinsamlegt tilskrif Elsku Spegill! Mikið þakka ég þér vel fyrir síðast og allt gott mér til handa, fyrr og síðar. Ég sezt nú niður að hripa þér línur, svona að gamni mínu. Þegar ég heyrði nú á öldum Ijósvak- ans, að ólafur minn hefði ekki haft næði til að draga penna- strikið eins og hann vildi, heldur þurfti Hermann endilega að fara að hrista hann, svo pennastrikið gat ekki orðið rétt, en íhaldið sá sinn kost vænstan að skríða í eina sæng með Framsókn, sem alltaf er til í nýtt forhold, ef tækifæri býðst, þó aldrei hafi hún nú verið vígð í ektastand af séra Bjarna eða öðrum góðklerki, hefur bara búið svona uppá pólsku með hinum og þessum, stundum tveimur í einu (Er það nú talinn ósómi í þjóðkirkjunni?) og litið hýru auga til þess þriðja og jafnvel rjálað lítillega við gluggann hans. Já, þær eru nú svona fjöllyndar sumar — náttúrlega meina ég ekkert svo- leiðis til Rannveigar eða Kötu. Og svo er nú afkvæmið hjá Framsókn og íhaldinu ekki til minnkunar, með hálfu fleiri hausa en Geryones, sem þótti stórkall á sinni tíð, ef innrætið er eftir hausafjöldanum — sem ekki er að efa — verður krakkinn ekki síður frægur í sögunni en Geryones sálugi var. Steingrímur verður líklega ágætur forsætiss, enda hef ég

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.