Spegillinn - 01.03.1950, Page 9

Spegillinn - 01.03.1950, Page 9
SPEGILLINN 39 Faraldur segir frá Mesta íslending í heimi (Hittir einn forsætiss í Vesturvegi, sem hlakkar til að sjá ,,Icelandic girls“ — hópa af „lcelandic girls“. — Segir frá merkilegum íslendingi, sem getur allt. Mesti íslendingur í heimi sveiflar pókal og ætlar sér að verða forseti á erlendri grund.) Síminn hringdi í morgunskímunni. Það var Bjarni. — Ég ætla að biðja þig að skreppa vestur á Nýfundnaland og tala eitt orð við hann Björgvin. Ég er búinn að sjá þér fyrir fari. Ég kann betur við að hafa auga með honum — svona á bak við tjöldin, þú skilur. Hann er nú okkar flokks- maður. — Nú, þú ætlar þá að fara að senda út tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu ? — Skýrslan er tilbúin og rannsókn er lokið. En ég kann nú samt betur við að doka svolítið við, þangað til þú ert búinn að hafa tal af honum. En það fer ekki fleiri í milli. Hann er nú okkar flokksmaður eins og þú skilur, sagði Bjarni. — Já, þú ert meistari í skýrslugerðum og tilkynningum, Bjarni minn, sagði ég. — O-já, maður ætti nú að hafa lögfræðmennt til þess, sagði Bjarni og hló við. Og svo var samtalinu lokið. Ég eins og kólfi væri skotið fram úr rúminu, hnýtti á mig nýtt amerískt bindi í skærum rauðum og gulum litum með mynd af fylfullri meri á hjólaskautum (65 kr. á svörtum), kastaði tannburstanum í töskuna og eins og faraldur niður á flugvöll. Þegar ég kom til Nýfundnalands, gekk ég strax á fund Forsætiss og hneigði mig og sagði: „How do you do“, maður kann sig sko orðið í enska heiminum. En hann rétti mér hönd- ina með blíðu brosi og sagði: „Sælir“ á hreinni íslenzku. — Ég hef sko lært þetta orð af landsmanni yðar. Já, við höfum hérna annað eintak af íslendingi. Það er merkilegur maður, mesti íslendingur í heimi, segir hann. Og svo leiddi Forsætiss mig til sætis. — Já, ég kem nú beina leið frá Bjarna svona aðeins til að vita, hvernig honum líður, sagði ég. — Hvaða Bjarna? spurði Forsætiss. — Nú, Bjarna Ben. Þekkið þér hann ekki? — Ben — Ben, endurtók Forsætiss og strauk skeggið. -— Er það sama og Big Ben? — Nei, nei, flýtti ég mér að segja. He is the Little Ben. — Jæja, jæja, sagði Forsætiss. — En Our Icelander, ja, við köllum hann það venjulega, hann Mr. Bjarnason, ætlar að hjálpa okkur með fiskframleiðsluna. Hann segist geta hækkað hana um 50%. Hann kom hingað með 4 skip, en þar er bara sýnishorn. Hann á allan fiskflota ykkar, segir hann. — Humm, nú já, sagði ég og þurfti að ræskja mig og laga svolítið bindið mitt til þess að finna viðhlítandi svar. — Og — og ætlar hann svo að koma með flotann hingað ? sagði ég. — Já, það er nú meiningin, svona smám saman, sagði For- sætiss. — Our Icelander segir, að þið hafið ekkert að gera með hann, því að hann borgi sig ekki. Og svo ætlar hann að flytja hingað „Icelandic girls“ — hópa af „Icelandic girls“. Hann segir, að þær geti allt og séu ómetanlegar. — Og ætlar hann að flytja hingað allar íslenzkar stúlkur? spurði ég. — Þá held ég mér sé bezt að hraða mér aftur heim. Ég á þar nefnilega svolítilla hagsmuna að gæta. — Verið þér rólegur, sagði Forsætiss. — Við eigum enn eftir að semja. Mér þykir þær nefnilega nokkuð dýrar. En þið kvað hafa lítið með þær að gera. Our Icelander segir, að þið séuð búnir að flytja inn kynstrin öll af þýzku kvenfólki. En það er bara þetta, ég er ekki enn búinn að fá markað fyrir okkar kvenfólk. — En fyrirgefið þér, herra Forsætiss, ég held ég þurfi að flýta mér að ná tali af Björgvin. Eða var það nokkuð meira, sem hann ætlaði að selja ykkur? — Nei, ekki ennþá. Við þurfum líka að hafa auga með ríkissjóðnum, svo við förum ekki á hausinn aftur. En hann er snúinn kaupsýslumaður, svo að ég verð að hafa mig allan við. Our Icelander er víst Forsætiss hjá ykkur eða eitthvað svoleiðis. Ég gæti vel trúað því, að hann væri mesti íslend- ingur í heimi. Ég beið ekki eftir meiru, en þaut eins og faraldur um alla borgina, þangað til ég fann Björgvin á ríkmannlegu hótel- herbergi sveiflandi pókal. — Ertu orðinn vitlaus, maður, sagði ég án þess að kasta kveðju minni á hann. — Ætlarðu að selja allt fast og laust á íslandi til Nýfundnalands? Hann Bjarni vill tala við þig. — Set þig og drekk og vertu glaður, hver sem þú ert, sagði Björgvin. — Hér er ég mesti íslendingur í heimi. Það er eng- inn mikill íslendingur, fyrr en hann er kominn út fyrir poll- inn. — Já, en þú ert búinn að selja allan skipastólinn okkar og kvenfólkið, og svo sendirðu karlmennina kauplaust heim. Hvar á þetta að lenda? Hann Stefán Pétursson er rétt far- inn að lesa þér pistilinn í Alþýðublaðinu og Bjarni er að komast í mestu vandræði út af þér. — Skál, lagsmaður, sagði Björgvin. — Þið eruð allir sam- an kotungar, sem ekki skiljið sveiflurnar á heimsmarkaðin- um. Hvað kann Stefán Pétursson inn á útgerð? Hann getur gert út Helga Sæmundsson og Hannes á horninu, en það kalla ég nú lélegt úthald. — En þeir segja sko, að skipin séu íslenzk atvinnutæki. Auk þess kostuðu þau íslenzkan gjaldeyri, svo að Bjarni er hræddur um að heppilegra sé að koma með þau aftur, þó að hann vilji náttúrlega ekki missa þig sem flokksmann. — Vertu óhræddur, Bjarni minn eða hvað þú nú heitir. Það, sem ég á, það á ég. Og gjaldeyririnn var löglegur, og þó að ég taki hann með mér, þá geta þeir ekki hengt mig upp á því. Þá eru það fleiri, held ég, sem þarf að rannsaka hjá, og

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.