Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 8
3B SPEGILLINN Enda eru þeir í dag ekkert annað en íhaldskurfar, þótt enn hafi þeir á sér fram- sóknargæruna til þess að villa heiðarlegum framsóknarmönh- um sýn. AefiU- ’Va hérna í vor, og hann fékk um daginn bréf frá Isafoldarmönn- unum og leiðbeiningar um undirbúninginn. Pabbi þorir ekki að láta mömmu sjá þetta bréf, af því hann heldur að hún mundi hlæja svo mikið að honum, en hann les það stundum úti í hlöðu og kann það víst bráðum utanað. Pabbi hefur líka verið að tala dálítið við kallana á bæjunum og reyna að kristna þá, og les yfir þeim ræðu úr bréfinu, sem hann fékk sunnan- að, en kallarnir bara 'kíma og segja að það sé bezt að bíða þangað til eftir strik, af því nú er allt miðað við strikið. Pabbi hefur voðamikla trú á þessu striki og hlakkar til að sjá það, og um daginn orti hann kvæði eða sálm um Ólaf og strikið og lofaði okkur mömmu að heyra það frammi í eld- húsinu, og kvæðið var svona: Ég mín stefjamál flyt gegnum Framsóknar-þyt um hinn fíldjarfa sjálfstæðisrekk, er í skeleggum móð hann af skítblankri þjóð leysir skuldanna blýþunga hlekk. Þetta er játningin mín. Ekkert gaspur né grín, heldur grimmasta alvörumál: Þú ert Forsætiss minn — ég sem fulltrúi þinn berst við Framsóknar alræmda tál. Gegnum dýrtíðarél — gegnum gjaldeyrishel fara gunnfánar þínir um land. Eftir augnabliks hik kemur almáttugt strik — lendir undir því verðbólgugrand. Svona var nú þetta kvæði og pabbi var ósköp ánægður með það og sjálfan sig, en mamma glotti og sagði: Fleiri gerast nú skáld en ég hugði. Svo man ég ekki fleira og vertu alltaf blessuð. Þín Stefanía. BARNAGÆLA „Hættu að gráta, hringagná“. Haltu kjafti, Stína. Bráðum gefur þér gull í tá galdrastrikið fína. Stilltu þig aðeins augnablik, anganóru greyið. — Aldrei hefur annað eins strik áður verið dregið. Ef þú grefur gullin þín og grenjar svona mikið, aldrei kemur, ástin mín, Ólafur Thórs með strikið. Láttu heldur gleðjast geð, gamla væluskjóða. Bráðum kemur, pabbapeð, pennastrikið góða. Fjandinn liafi fjármál lands. Farðu að mínum ráðum: Stattu upp og stígðu dans. Strikið kemur bráðum. Dóri.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.