Spegillinn - 01.03.1950, Side 12

Spegillinn - 01.03.1950, Side 12
42 SPEGI LLI N N botna ég ekkert í jafn þjóðkunnum manni og Hjálmtý, að fjargviðrast út af rýrnun peninganna. Nú getum við þó sannarlega selt dollarana hærra verði en nokkru sinni fyrr. — Hálfdán, sagði Hallbjörg snaggaralega, — gáðu að því, að þú ert sama sem að tala við þjóðina, þar sem þessi maður er. Þetta fer allt í Hádegisblaðið og vel það. — Allt í lagi, Hallbjörg mín. Þegar ég nota orðið „við“ í þessu samhengi, þá á ég náttúrlega við bankana, þessa sam- eign okkar allra, þótt orðið „við“ geti átt við fleira. — í blaðaviðtali kemur alls ekki til greina að taka svona nokkuð alltof persónulega, þótt lesendurnir eigi það til að snúa út úr. Fyrir þjóðarinnar hönd finnst okkur blaðamönn- unum fengur í öllu, sem þjóðkunnir menn segja, einkum um hvert það mál, sem þannig er í pottinn búið, „sem hér heima ekki hefur fyrr heyrzt“, eins og Skagfield komst að orði í síðustu og snjöllustu gagnrýnisgrein sinni. En fleiri mál koma til greina í svona samtali, og eitthvað getur frúin víst sagt um ástandið í menningarmálunum, sem hefur orð fyrir að vera meðal okkar beztu menningarfræðinga. — Sem stendur finnst mér það einna merkilegast, að nú á að flytja rónana til Valhallar, skaut Hálfdán inn í. — Hvað er nú merkilegt við það? spurði frúin önug. — Eitthvað verður að gera, þegar allir eru orðnir þreyttir á að tala. — Mér finnst að þeir séu svo vanir að liggja í valnum að kvöldi og standa aftur upp að morgni, og Valhöll því ekki heppilegur staður fyrir þá. — Alltaf ertu jafn seinheppinn, þegar þú hættir að hugsa í dollurum, sagði frúin. — Ég vona að þú blandir þér ekki í umræðurnar, þegar hún Margrét mín kemur með stálþráð- inn, sem getur ekki dregizt lengi úr þessu. Ekki get ég skilið að hún fari með hann í Þjóðleikhúsið í þriðja sinn, enda þótt það sé fullkomnasta leikhúsið í smálöndunum fimm. — Þér farið náttúrlega á fyrstu frumsýninguna, frú Blind- skers? sagði fréttamaðurinn. — Ef ég lendi á annarri eða þriðju, þá hlýtur það að vera vegna þess,'að umsókn mín er komin á skjalasafnið í næsta húsi, því ég sendi hana nokkru eftir að byggingin hófst. En þjóðleikhússtjórinn segist ætla að fara eftir röð og verður því að athuga þennan möguleika um afdrif elztu umsókn- anna. Svoleiðis myndu sænskir gera, sem eru til fyrirmyndar um flesta hluti. En mikið hlakka ég til að sjá ljósaútbúnað- inn og alla tæknina og svo leiklistina líka. Ég vona að þetta verði til mikils menningarauka. — Já, finnst yður ekki skammt stórra högga í milli í menn- ingarmálunum, þegar við höfum svona í sama vetfangi eign- azt fullkomna symfóníuhljómsveit með því að flytja inn það, sem á vantaði? — Þér meinið líklega sinfóníuhljómsveitina, en „sin“ er víst miklu upprunalegra en „sym“ og því sjálfsagt að nota það svona í upphafi nafnsins úr því þeir ætla að ganga á snið við norræna nafnið, sem sé hljómkviðuhljómsveit, en það finnst mér hljóma svo einstaklega vel. Annars er það kannske þýðingarmeira að sjálf hljómsveitin hljómi vel, og það gerir hún sjálfsagt, þegar hún fer að þjálfast. Bara að hann Abra- ham verði ekki jafn hlédrægur framvegis eins og hann var um daginn, en hann hefur kannske verið feiminn, svona í fyrstu lotu. Ef til vill ætti svo tónlistarráðunautur sveitar- innar að ganga á snið við verndaða tónlist fyrst um sinn, K VÆÐI Á glugga liinnar gaslitnu þjáningar minnar rjálaði ég við leyndardóm lífs þíns eins og þríhyrndan hálfhring, sem kæft getur löngun mína eins og vatn. Meira vatn! P. S. Þjáning mín rann um þjáning þína í þjáiiing hins. En nátttröllið glotti og liélt atómsprengju að eyra mínu í svefnförunum og gall: „Upp með þig, það er glas“. Sandur Sandarr, skáld. Til að girða fyrir misskilning skal skýrt fram tekið, að ég hef ekki rjálað við ákveðinn glugga í ákveðnu húsi við ákveðna götu neinn ákveðinn dag. Sami, skáld. SPRENGINGAR urðu fyrir nokkru, svo að segja samtímis, í gistihúsinu á Reyðarfirði og í þinghöllinni í Finnlandi. Eru kjarnorkuvísindamenn nú sem óðast að rannsaka sambandið milli þessara tveggja sprenginga, og er útkom- unnar beðið með eftirvæntingu af báðum þjóðum. í ERINDI um daginn og veginn í útvarpinu hefur komið fram sú bráðsnjalla hugmynd að reisa fjögur fjórðungsleikhús hér á landi, en eins og nafn- ið bendir til, verða þau minni en heil leikhús. Lízt oss vel á þessa hug- mynd, þar eð leikarar, sem kannske þykja slappir í Þjóðleikhúsinu, gætu verið ágætir í fjórðungsleikhúsi. Væri þetta einskonar verðjöfnunar- starfsemi, sem mjög hefur tí'kazt undanfarið á ýmsum öðrum sviðum, þar á meðal kindasviðum. LÖGREGLAN í Leeds leitar nú að manni, sem hafi með höndum górillaháus, en þess- um haus var stolið af auglýsingamanni fyrir nokkru. Menn eru að velta því fyrir sér, hvernig maðurinn hafi getað kært þjófnaðinn, og er al- mennt álitið, að hann hafi orðið að gera það skriflega, þar sem haus- inn vantaði. svona kostnaðarins vegna, úr því að bæjarstjórnin fór að klípa af styrknum, sem ekki mátti minni vera. — En rekast þá ekki hagsmunir Jóns og Jóns á? Samtalinu var ekki lokið með þessari spurningu, en þess er nú beðið með eftirvæntingu í Hádegisblaðinu. Bob á beygjunni.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.