Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1938, Síða 2

Fálkinn - 05.03.1938, Síða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BlÓ ------------ San Francisco. Ein af stórfenglegustu og á- hrifamestu myndum sem enn hefir verið búin til. AÖalhlutverkin leika: JEANETTE MACDONALD CLARK GABLE SPENCER TRACY. Gamla Bíó sýnir um þessar mund- ir stóra og merkilega ameríska kvik- mynd, sem nefnist „San Francisco“. Mikil aðsókn er að myndinni vegna frábærs Ieiks og hugnæms og á- hrifaríks efnis. Myndin gerist í San Francisco ár- iS 1906. Borgin var þá enn ungur bær og þangað höfðu safnast saman æfintýramenn frá öllum l'öndum heims. í borginni þróaðist allskonar spilling og siðleysi, samfara óstjórn- legri skemtanafýsn almennings. Hugsandi menn í borginni eru á- hyggjufullir út af ljettlyndi fólksins, og þar á meðal er prestur einn, sem þjónar í fátækrahverfi borgarinnar. Vinur lians er veitingahúseigandi, algerlega trúlaus, en samt besti mað- ur i raun og veru. Þeir vinirnir höfðu alist upp saman í fátækra- hverfi i borginni. Dag nokkurn kem- ur ung söngkona á fund veitingahús- eigandans og leitar atvinnu. Hann veitir henni atvinnuna, en skilur ekki í þvi, að hún er öðruvísi en kvenfólk það, er liann hefir átt að venjast. Takast síðan ástir miklar með þeim. Hjer skal ekki farið frek- ar út í að lýsa efni myndarinnar. Um leikinn má segja, að hann er með afburðum góður, og þó sjerstak- lega hlutverk prestsins, sem leikið er af SpenCer Tracy. Clark Gable mun nú ,eins og svo ofl fyr heilla kvenfólkið, en hann leikur veitinga- húseigandann. — Söngkonuna leikur Jeanette MacDonald. Er hún fríðari en nokkru sinni fyr og söngröddin alveg einstaklega góð. Hún syngur ljett skemtilög, sálmalög og aríur úr óperunni „Faust“ og aríur eftir Puccini. Nýtur hún sín langsamlega best í aríunum og sýningarnar úr „Faust“ munu hrífa margan söng- elskan manninn. Áhrifaríkasti kafli myndarinnar er ))ó, er jarðskjálft- arnir miklu ganga yfir borgina. Hús hrynja, göfur klofna og vatns- og gasæðar springa. Fólkið ferst og slas- ast í hundaða tali, en frávita konur og menn æða um göturnar - í leit að ættingjum og vinum. Sýningarn- ar af jarðskjálftanum eru meistara- lega vel teknar og hljóta að hafa kostað of fjár og fyrirhöfn. Sankti Nikulás Mýra-biskup, sem ýmsar kirkjur eru helgaðar hjer á landi hefir margt á samviskunni því að hann er verndarvættur ýmra mis- jafnra sauða. Meðal þeirra eru ]>jóf- ar og bófar. „Riddarar St. Nikulás- ar“ er heiti á þjófgefnum mönnum. Hann er líka verndari veðlánara og sjóræningja. En svo verndar liann líka betra fólk, sjerstaklega sjómenn og piparmeyjar. Látið árin ekki líða án þess að gera það sein þjer getið til þess að við- halda unglegu útliti j?ðar. Nútímakonan notar Amanti snyrtivörur til að varðveita æsku sína og yndisþokka. snyrtivörur fást alstaðar. URANIA- RITVJELAR eru óviðjafnanlegar. Aðalumboð á íslandi Friðrik Berteisen Lækjargötu 6. — Sími 2872. l Dmkkiú Egils-öl ! o O -**J„ O —w-O 'V- O •» O • •■u.. o -H*- o SONARSONUR ROCKEFELLERS. Þessi ungi kringluleiti piltur heitir David, en ekki John D. og er son- arsonur Rockéfellers. Hann er erf- ingi að mestu eignum í heimi og er nú að nema hagfræði í Loiulon, til þess að læra livernig liann eigi að fara með þær, þegar þar að kemur. Undrabarnið Christian Heinecken í Liibeck var altalandi 8 vikna gamalt og kunni Mósebækurnar 13 mánaða. ----x---- Eugene A. Myers í Scranton svaf á hverri nóttu samfleytt í sama rúm- inu og liann fæddist, í 75 ár. ------- NVJA BIÖ. ------------- Lioyds í London. Stórfengleg og fogur söguleg mynd frá dögum sjóhetjunnar Nelsons. Aðalhlutverkin leika: FREDDIE BARTHOLOMEW, TYRONE POWER, MADELEINE CARROLL, SIR GUY STANDING, VIRGINIA FIELD. Sýnd í næstu viku. Nýja Bíó sýnir í næstu viku eina af hinum áhrifamestu og beztu kvik- myndum, sem hjer hafa sjest, „Lloyds í I.ondon“, en það er söguleg mynd frá Napoleonstinuimim, sem sýnir þætti úr þrójinarsögu hins mikla I.loyds vátryggingafjelagsins á hin- um erfiðu ófriðartýnum. Myndin hefst árið 1770 með því að tveir drengir í Nordfolk, Jonathan Blake og Horatio Nelson, sem svarist hafa i einskonar fósthræðralag, komast að því, að sjómenn tveir, sem flytja dýran gullfarm, leggja ráð á um það að sökkva skipinu, en flytja gullfarm inn yfir í annað skip og fá síðan út- borgað vátryggingarfjeð og ná auk þess guilinu sjálfum sjer til handa. Drengirnir fara s'íðan um horð í skipið og verða áhorfendur að þvi, er gullið er fiutt yfir i annað skip. Þar heyra þeir ræningjana tala uin Idoyds í London sem eigi að borga vátryggingarféð. Drengirnir eru svo kjarkmiklir, að þeir ákveða að ganga alla leið til London tii þess að skýra Lloyds frá þessu. En þegar til kem- ur, getur Horatio lilli ekki farið, hann á að fara í siglingar á her- skipi. Litlu vinirnir kveðjast og sjást aldrei framar i lifanda lífi, þótl vinátta þeirra hjeldisj og ætti að lok- um mikinn þátt í örlögum Englands, • Nelson var löngu síðar orðinn að- miráll, en Jonathan einn af áhrifa- mestu mönnum Lloyds. Jonathan fer því einn til London og nær þar fnndi eins af helstu mönnuin Lloyds og tjáir honum svikin. Alt reynisl eins og liann segir, og Angerstein forstjóri verður svo hrifinn af drengn um, að hann tekur hann í þjónustu sina. Jonathan reynist svo vel, að hann gerist einn af forstjórum Lloyds, er tímar líða. Meðal annars finnur liann upp áhald til frjetta- sendinga milli Dover og Calais, sem gerir fjelaginu fært að ná í 4—5 daga nýrri frjettir en venjulega. Þegar dregur fram á ófriðarárin, verður i'ill vátryggingarstarfsemi erfiðari og áhættusamari en áður. Frakkar siikkva liverju skipinu af öðru. For- stjórar og eigendur Lloyds fara ioks fram á það við flotastjórnina, að versiunarskipum sje fen-in fylgd herskipa þeim til verndar. .4 móti því berst Jonathan, vegna þess að hann veit, að Nelson, hinn gamli vinur hans má ekki missa þau, er lil úrslitaorustunnar kemur. Það er ekki rúm til að rekja þetta hjer nán- ar eða hina fögru ástarsögu, sem fljeltuð er inn í iíf Jonathans. Mynd- in er mjög fögur og áhrifamikil, vafalaust í hópi hestu mynda, sein hjer hafa sjest. Áletrunum á sumum enskuin leg- steinum er viðbrugðið og ])ykja þær ekki beinlínis guðrækiiegar. Þessi er af legsteini i kirkjugarðinum í Edwalton: — Hjer hvilir frú Fre- land. Hún drakk gott öl, púns og vín og varð 99 ára gömul. ----o---- Ino A. Wilson í Texas er 94 ára gamall og hefir þó ekki mist einu einustu tönn. Hann hefir aldrei komið til tannlæknis.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.