Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1938, Page 14

Fálkinn - 05.03.1938, Page 14
14 FÁLKINN ,,Þriggja herbergja (búð“ á Krýningarflóa. Opin fgrir ofan innganginn eru ekki gluggar, heldur hafa þau verið gerð til þess að auðveldara væri að ná út farangri. Ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar. Hinn frægi landi vor, Vil- hjálmur Stefánsson, heí'ir ekki aðeins getið sér ódauðlega frægð fyrir rannsóknarferðir sinar um hin norðlægu heims- skautalönd, heldur og einnig sem snjall og gáfaður rithöfundur. Hann hefir ritað stórar bækur um ferðir sínar og rannsóknir, sem gefnar liafa verið út i tug- þúsundum eintaka og Iesnar með liinni mestu athygli og eft- irtekl fjölda manna af öilum stjettum. I hókum þessum lýsir Vilhjálmur Stefánsson löndum og þjóðum, sem áður voru lítt kunnar eða ekki. Iíann segir ýt- arlega frá ferðum sínum, tilhög- un allri um útbúnað sinn og lýsir ])ví, hvernig ferðamenn á norðurslóðum geta bjargast á- frain um hin torfæru og lítt bvgðu heimskautalönd með því að beila jafnt gætni og forsjálni sem framtaki, hyggindum og dugnaði. 1 þeim efnum hefir Vilhjálmur Stefánsson hina víð- tækustu reynslu, og mun vera meira af honum að læra lield- ur en fleslum ef ekki öllum öðrum heimskautsförum. Þá lýsir hann vandlega löndum þeim, sem hann hefir farið um og rannsakað, Jandsliáttum og lífsskilyrðum og sjer i lagi þeim einkennilegu þjóðflokkum Eskimóa, sem hann hefir kynt sjer allra inanna hest, dval- isl með árum saman, iært mál þeirra og öðlast traust þeirra og vináttu. Ilann hefir því orðið fröðari um þessa þjóðflokka en flestir aðrir hefðu nokkurn líma getað orðið. I>ví kann hann frá undramörgu og merkilegu að segja um siðu þeirra og háttu, trú þeirra og venjur, afkomu þeirra og dag- legl líf. Þessar frásagnir Vil- hjálms Stefánssonar eru skemti- iegar og fjörlega ritaðar, krvdd- aðar smásögum um ýms atvik og fróðlegum dæmum. Eigi er þvi undarlegt, þótt bækur hans sjeu vinsælar meðal þeirra, sem lesið hafa og fylgst með afrek- um höfundarins og hinum drjúga skerf, sem hann hefir lagt fram til þess að auka þekk- ingu vora á hinum óþektustu ia nvrstu ibúum jarðarinnar Auðvitað eru bækur Vilhjálms Stefánssonar ritaðar á enska tungu. Hafa íslendingar því miklu minni kynni af þeiin en þær eiga skilið og vera myndi, ef þær fengist á islensku. Því hefir Arsæll Árnason bókbind- ari ráðist í það fvrirtæki að þýða og gefa út rit Vilhjálms á islensku. Ársæll Árnasonlhef- ir mikinn áhuga fyrir norður- förum og heimskautarannsókn- um og hefir kynt sjer það efni vel. Stendur hann að því leyti mörgum betur að vígi uni þetta verk, vegna þekkingar sinnar og kunnugleika á viðfangsefn- inu. Islenska þýðingin verður ein 1 bindi, sem koma út í heft- urrt, og' verða þar lekin öll þrjú höfuðrit Vilhjálms, „Veiðimenn á hjara heims“, „Meðal Eski- móa“ og „Heimskautalöndin unaðsiegu“. Lokið er þegar út- gáfu I. bindis, „Veiðimenn á hjara heims“. Utgáfan er mjög smekkleg, prýdd myndum og fylgir bindinu uppdráttur til skýringar á ferðum þeim, sein greinir frá í bindinu. Útgáfa II. bindis er nú um það bil hálfnuð. Ársæll Árnason á þakkir skild ar fvrir að ráðast í þessa útgáfu. Og ekki aðeins það, heldur líka fyrir að gera hana svo vel úr garði, sem raun er á, án þess að verðið geti talist hátl eftir því, sem hjer er venja. Þetta hafa menn lika kunnað að meta, því að ritið hefir selst afar mikið, og það svo að með eins- dæmum mun vera á svo skömm um tiraa. Guðni Jónsson. Sig.urjón Pjctur.sson, verksmiðju cigandi, Álafossi, verður 50 árn Samúe.l Pálsson, kaupm. á Bíldu 9. \>. m. dnl, verður 60 ára 6. þ. m. HITLEU HERSTJÓRI. Hjer er síðasta mynd af Hitler, sem nú er voldugri en nokkru sinni áður, eftir að liann hefir hreinsað til í hernum og tekið sjálfur að sjer yfirstjórn allra her-, flota og flug- mála. Vjek hann frá embætti 13 hershöfðingjum, en sumum veitti hann „lausn i náð“ og sendi þeirn Jiakkarbrjef fyrir góða samvinnu. Ennfremur gerði hann von Ribben- trop vin sinn að utanríkisráðherra, en fyrv. ulaníkisráðherra sinn, von Neurath gerði hann að formanni leyndarráðs fyrir utanríkismátin, sem hann stofnaði um sama leyti. Þá hafði liann sendiherraskifti í Austurríki og margar fleiri breyting- ar gerði hann. Þáð hefir komið á daginn, að ýmsir æðstu menn hersins vildu hafa sjálfstæðar skoðanir og höfðu verið mótfallnir Hitler í mörgu. Þannig vildu þeir engin afskifti liafa af Spánarstyrjöldinni og yfirleitt halda vinfengi Englendinga.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.