Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.03.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2310. 3pin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstófa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. 31aðið kemur út tivern laugardag. vskriftarverð er kr. 1.50 á mántiði: cr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. 411ar áskriftir greiðist fyrirfram. iuglijsinfjaverð: 20 aara millimeter Herbertsprent. Skr aðdaraþanka r. Ofbeldi og órjettur hefir knúið fram það vandræðaástand, sem heimurinn lifir við nú. Margra alda þrælkun Rússa hafði varnað eðli- legum þroska þjóðarinnar. Þar var annarsvegar sýkt yfirstjett en hins- vegar ólæs bændasljett, kúguð af vanþekkingu og hnútasvipum um aldaraðir. Það er enginn vafi á þvi, að þessi þjóð hafði ekki stjórnmála- þroska til þess að koma á lýðræði og því fór sem ior. Hjá hinni einveldisþjóðinni, sem mest kveður að í Evrópu nú á dög- um var öðruvísi ástatt. Andstæð- urnar mætast. Þarna var ein gjör- mentaðasta þjóð Evrópu, s'efn að vísu átti ekki við fullkomlega frjáls- legt stjórnarfar að búa og liafði þann leiða ósið, sem íslendingar tii allrar lukku ekki kunna, að gera menn að goðum. Þegar goðið flýði land sitt á mestu ueyðarstund þjóðarinnar brast strengur í hjarta fólksins. Það áfall verður ekki bætt i tið þeirra, sem lifðu í uóvember 1918, og þangað má leila skýringar á ýmsu því, sem síðan hefir gerst i Þýskalandi. Svo bættist við þáttur sigurveg-. aranna. Þeir ætluðu sjer að gera mestu menningarþjóð lieimsins að undirtyllu og hornreku. Þeir reyrðu hana óviðjafnanlegum viðjum skuld- bindinga, lilóðu meiri kvöðum á hana en viðlit var að hún gæti staðið undir. Þessir miklu menn, sem liöfðu unnið stríðið voru óvitr- ari en lánardrottinn sem reynir að bjarga inneign sinni hjá skuldu- nautnum, ])ví að þeir gerðu svo miklar kröfur að skuldunauturinn sá sjer ókleift að uppfylla þær og sviftu hann í öðru lagi getunni til þess að borga. Veröldin öll tók að sjer lilutverk ábyrgðarmannsins og sýpur nú af því seyðið. Hafi heims- styrjöldin verið glappaskot, þá voru friðarsamningarnir i Versailles enn meira glappaskot. Það var örvæntingin sem knúði fram það ástand, sem nú er í Þýskalandi. Stjórnirnar sem tóku við þar eftir að friðarsamningarnir voru komnir í gildi reyndu að vinna ómögulegt verk — reyndu að upp- fylla kröl’ur og standa við samninga. En það var ómögulegt verk — ó- leysanlegur Gordionshuúlur. Hitler hjó á hnútinn og sigurvegararnir urðu af góða fengnum, sem þeir liöfðu hlakkað yfir og sitja nú eftir með það vandræðaástand, sem nú er í heiminum. Skaðabæturnar sem þeir fengu hjá Þjóðverjum hrökkva skamt til að kippa því i lag, sem Versailles- samningarnir komu í ólag. Sigrún Magnúsdóttir og Arnór Halldórsson. HLJÚMSVEIT REYKJHVlKUR: BLÁA KÁPAN Að undanförnu hefir verið sýndur hjer í Iðhó mjög skemti- legur og vinsæll söngleikur, „Bláa kápan“ eftir Hermann Feiner. Það eru þeir Haraldur Björnsson leikari og dr. Mixa, sem hafa gengist fyrir uppsetn- ingu leiksins, og stjórnar hinn fyrnefndi leiknum, en hinn síð- arnefndi söngnum og hljóm- sveitinni, sem leikur, en það er hin vinsæla Hljómsveit Reykja- víkur. Leikurinn hefst með for- leik, sem fer fram í gamla hirð- leikhúsinu í Potsdam árið 1815. fyrsti þátturinn gerist 30 árum síðar í sörnu borg, annar þáttur þremur mánuðum síðar og þriðji og síðasti þátturinn eftir 10 ár. Leikurinn nær þannig' yf- ir 40 ára tímabil og sýnir tvær kynslóðir greifaættarinnar Ran- how, hin mikilvæglegustu atriði i sögu ættarinnar, en sjerstak- lega örlög greifadætranna. Efn- ið er ágætlega fram lagt og nægileg'a viðburðarrikt og á- hrifamikið lil þess að gera leik- inn spennandi, alveg án tillits til söngs og hljómlistar, sem ofin er inn i liann og lyftir honum á hærra stig. Leikendurnir fara vel með hlutverk sin og sam- æfing þeirra er t hesta lagi. Leikendur eru þessir: Haraldur Björnsson, Óskar Guðnason, Svanhvit Egilsdóttir, Katrín .Mixa, Sigrún Magnúsdóttir, Pjetur Jónsson, Bjarni Bjarna- son, Valdimar Helgason, Ragn- ar Arnason, Magnús Sigurðsson, Lárus Ingólfsson, Arnór llall- dórsson, Elísahet Einarsdóttir, Henrik Berndsen og Auður Rútsdóttir. Meðal leikanda eru ágætir söngkraftar, eins og upp- talningin sýnir, enda tókst söng- urinn prýðilega. Einkum má nefna söng og leik Pjeturs Jóns- sonar, sem hvorttveggja var með ágætum, fer hann og með eitt af aðalhlutverkum leiksins. En þótt hann sje nefndur hjer sjerstaklega, þá er það ekki gert til þess að draga úr viðurkenn- Sigrún Magnúsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Katrín Mixa. Svanhvit Effilsdóttir og Bjarni Bjarnason. ingu annara leikanda. Val leik- anda og hlutverkaskipun hcfir tekist ágætlega vel i þessum ieik. Þýðingu leiksins hefir Jakob ,1. Smári arinast og far- ist það einkar vel úr hendi, svo sem vænta má af slíkum smekk manni á islenskt mál. Sýning „Bláu kápunnar" er merkiSviðburður í leikhússtarfi þessa vetrar hjer í höfuðstaðn- um. Pjetur Jónsson og Óskar Guðnason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.