Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1938, Síða 4

Fálkinn - 05.03.1938, Síða 4
4 F Á L K i N N Frú Chang Kai Shek. að nýtt tímabil í veraldarsög- unni, límabil sem aðeins væri hægt að likja við stórveldis- stofnun Rómverjá fyrir 2000 ár- um og landnám hvítra manná í Ameríku fvrir þrjú hundruð árum“. Þetta er í fyrsta skifti, sem Evrópu hefir stafað ótti af Austurlöndum síðan fyrir átta hundruð árum, er liinir óvinn- andi herskarar Djengis Khán æddu vestur yfir Asíu og inn i Pólland og Ungverjaland. Fyrir einum mannsaldri bjó Vilbjálm- iir Þýskalandskeisari til glam- uryrðið „gula hættan“, en það er ekki fvr en í dag, að Jáp- anar hafa gefið þessum orðum innihald. Áður voru þau innan- tóm. Japanar ætla ekki aðeins áð leggja undir sig Kina heldur jafnframt að gera hervéldi úr hinum 450 miljónum manna, sem i landinu búa. Þessi her á fyrst og fremst að reka hvérf einasta hvítt mannsbarn úl úr Asíu og síðan að leggja undir sig hvorki meira nje minna en allan heiminn. Milli Japana og þessara heimsyfirráða stendur í dag ekki annað en hin granna og brosandi frú Chiang Kai Sliek. Hún er fyrst og fremst Kín- verji en ank þess er hún ame- ríkanskur meþódisti og það er Amerikumenningin og meþód- isminn sem fyrst og fremst er bolviðurinn i baráttu Kínverja gegn Japönum. Án f rúarinnar mundi manni hennar líklega hafa farist likt og kinverskum hershöfðingjum hefir farið fyrr og síðar hann hefði beygt sig undir kröf- ur fjandmannanna. En hann getur ekki gert þetta meðan frúin hefir mál og rænu, jafn- vel þó honum virðist ósigurinn óhjákvæmilegur. Það mátti sjá skugga ófar- anna nálgast hinn afleiðinga- rika dag í Shanghai, þegar liin fræga 88. herdeild Chiang Kai Sheks varð að flýja úr Chapei, ÖRLÖG HEIMSINS í HENDI KÍNVERJA Eftir HUBERT R. KNICKERBOCKER. FRÚ CHIANG KAI SHEK ER SÁLLN I VÖRN KÍNVERJA. IIÚN GERIR SIG EKKI SEKA í SÖMU FLÓNSKUNNI OG HAILE SELASSIE: AÐ FLtJA LAND. Kína hefir beðið ósigur, en stríðinu lýkur ekki fyr en Japanar hafa tekið höndum konuna, sem bannar Kínverjum að gefast upp. Það er hún, sem stjórnar landinu í raun og veru, þó að hún sje að nafninu til ekki annað en kona forsetans. Hún er merkilegasta kona, sem heimurinn hefir þekt sið- an ekkjudrotningin í Kína dó, eða Victoria Englandsdrotning eða máske Elísabel drolning. Hún leikur tvísýnan leik og undir úrslitum hans eru örlög alls heimsins ef til vill komin. Mei Ling Soong, eða frú Chi- ang Kai Shek lokkar, laðar, örf- ar eða neyðir ættjörð sína til þess að gefast ekki upp í taflinu við Japana, jafnvel þó að horf- urnar sjeu orðnar-næsta litlar á því, að Kínverjar geti unnið sig- ur eða náð sæmilegum friðar- skilmálum. Orsökin til þess að „frúin" eins og hún er kölluð um alla Asíu — heldur fast við þessa stefnu er mál sem varðar oss alla. Hún heldur, að ef hún geti fengið manninn sinn til þess að verjast nógu lengi, þá bljóti annað tveggja að verða: að England, Bandaríkin og Rússland eilt þeirra tvö - eða öll að bendlast við stríð- ið, eða: að Japanar geti ekki varist fjárhagshruni og bylt- ingu. Það er áberandi atriði í rök- semdafærslu frúarinnar, sem Inin hjelt fram í samtali við mig i Nanking', rjetl áður en Japan- ar tóku höfuðstaðinn herskildi: sannfæring hennar um það, að Japanar muni nota Kína til þess að búa sig undir nýjar land- vinningar og árásir, og að stór veldunum á vesturlöndum far- ist heimskulega að skerast ekki i leikinn nú þegar, meðan Jap- anar eru bundnir í báða skó af ófriðnum við Kinvérja, í stað þess að bíða þangað til þeir hafa frjálsar hendur í Kína og gela ráðist á Evrópuþjóðirnar með fullum krafti „Örlög veraldarinnar eru í rauninni i hendi Kínverja“, sagði frúin. „Setjum svo, að Kínverjar ákvæðu að gefast upp. Þá mundi heimurinn, i orðsins eiginlegu merkingu byrja nýja öld, sem slæði ekki ár eða áratugi heldur þúsundir ára. Því að algerð undirokun Japana á Kína mundi þýða það, Eitt af borgarhliðunum i Nanking. fjallið. Þar er minni Gegnnm hliðið sjest smerki Snn Yat Sen. á Pnrpura Minnisvarði og grafhýsi Sun Yat Sens við Nanking. Það var hann, sem kom á byltingunni J912 og var fyrsti maður ,,hins nýja líma“ í Kina. HEIMSSTYRJÖLD ER YFIRVOFANDI

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.