Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 7
REYNIÐ % ar, var í viðskiptaerindum og gekk það allt greiðlega. Eitt var það þó sem mér fannst athugunarvert og einkenni- legt í svo menntuðum bæ að vera, hvað bæjarbúar gera gys að blessuðum sveita- manninum, sem þjóðin á svo mikið að þakka. Hvers eigum við sveitamenn að gjalda? Erum við eitthvað öðruvísi en annað fólk? Eða hvers vegna brosir fólk svona undurfurðu- lega þegar það sér okkur? Ég segi nú ekki annað en það, hvar væru þessir broddborg- arar staddir, ef þeir fengju ekki smjör, mjólk og kjöt frá okkur? Ég er anzi hræddur um að þeir væru illa á vegi staddir. Þeir fengju þá alls ekki slátur á haustin né smjör um jólin. Með þökk fyrir birtinguna. Sveitakarl. Svar. Þið eigið skilið allt gott, en því miður er fólk alltaf svo ótugtarlegt, að það lief- ur gaman af því að brosa og hlæja aö náunganum og óförum hans, einkum þó ef maðurinn er eitthvað þSruvísi í hátt en hinir heimskingarnir. Afbrýðisemi. Kæri Fálki. — Ég á kærasta, sem er svo hræðilega afbrýð- issamur og þess vegna langar mig til þess að spyrja ykkur um leið og ég óska blaðinu alls góðs í framtíðinni: Hvað er eiginlega afbrýðissemi? Gógó. Svar. Hvimleiöasta tegund af eigin- girni. Röng tölublaðamerking. Ég safna Fálkanum og líkar blaðið vel, en mér þykir það undarlegt að síðast hefur kom- ið fyrir röng tölublaðaskrán- ing. Síðasta tölublað var nr. 42 en samkvæmt mínum út- reikningi á það að vera nr. 41. Safnari. Svar: Þetta er rétt hjá yður, en því miður gerði prentvillupúk- innt sá hinn leiSi og Ijóti fjandi, okkur slœman griklc. BlaSið átti aS vera nr. 41. — Biðjum viS hér meS afsökun- ar á þessum mistökum. HITUIM Ofninn með bláa loganum er ótrúlega sparneytinn og alveg lyktarlaus. 5 lítrar af steinolíu gefa 16 klukkustunda stöðugan hita. Grængráir, eða rjómagulir De Luxe og krómaðir. ALADDIN INDUSTRIES LTD., ALADDIN BUILDING GREENFORD, ENGLAND. Nú er farið að kálna KLÆBIÐ HÖItMX VEL KULDAÚLPUR á drengi, margar gerðir DRENGJAJAKKAR með loðkraga og lausri hettu DRENGJABUXUR, allar stærðir og gerðir SÍÐAR DRENGJANÆRBUXUR MITTISBLUSSUR, margar gerðir og allar stærðir Hinar vinsælu prjónapeysur frá Iðunni VERZLUMN STAKKUll Laugavegi 99, gengið inn frá Snorrabraut BLATT SKILAR HVITASTA ÞVOTTI X-OMO 100/EN-2445

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.