Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 31
brotið hann, og vita hvort henni hefði ekki snúist hugur. En hann frétti brátt, að nú hefði hún látið allmikið ofan, því að hún var þunguð og vildi barnsfaðir hennar ekkert með hana hafa. Fór hann brátt á fund Guðrúnar sólar og vildi giftast henni og gangast við barni hennar. En foreldrar hans og þó sér- staklega móðir hans þvertók það alveg, og kvað það ekki ná nokkurri átt, að hann kvæntist stúlku, sem væri þung- uð eftir annan mann, og allir vissu, að hann gæti ekki verið valdur að þunga hennar. Varð svo ekki meira úr sam- bandi milli hans og Guðrúnar. Hún giftist síðar lítilsgildum manni og lifði við armóð. Eftir heimkomuna settist Jón að á Hólum og stundaði talsvert lækningar á milli þess sem hann blótaði Bakkus. Orð fór mikið af lækningum hans og leitaði fólk til hans við ýmsum mein- um og kvillum. Sagnir eru til af lækn- ingum hans og eru þær fremur þjóð- sögukenndar. í Miklabæ í Óslandshlíð bjó efnaður bóndi, Hann var sullaveikur og þjáðist mjög af veikinni. Hann leitaði til Jóns um lækning meina sinna. Mælt er að Jón hafi tekið bónda vel og skoðað hann eftir beztu getu. Að skoðuninni lokinni fékk hann bónda meðul nokkur, sem hann átti að nota í hálfan mánuð, en koma að þeim tíma liðnum aftur og og láta vita, hvaða áhrif lyfin hefðu. Að hálfum mánuði liðnum kom bóndi aftur og hafði ekkert batnað. Lét Jón hann þá fá aðra tegund af lyfjum, kvað þau myndu eyða meinlætunum, ef það væri á annað borð mögulegt. Bónda batnaði heldur af þessum lyfjum og minnkaði fylli hans. En þegar kom fram á veturin versnaði honum aftur og sótti í sama far og áður um veikindi hans. Leitaði bóndi þá enn á ný á fund Jóns. Jón tók honum vel sem fyrr, en lét hann hverfa meðalalausan heim til sín. En kvaðst bráðlega koma til Miklabæjar og athuga hann betur, Þegar liðið var mjög á góu, bjóst Jón til ferðar og kvaddi með sér Ólaf Hóla- ráðsmann. Stefndu þeir ferð sinni til Miklabæjar og var þeim fagnað vel er þangað kom. Jón tók bónda á eintal í stofu og gætti þess vandlega, að enginn heyrði á mál þeirra. Hann tjáði bónda, að hann væri þangað kominn til að bjóða honum tvo kosti annað hvort að hætta við allar lækningar við hann eða að hann gerði á honum holskurð. Kvað hann áhættu af aðgerðinni allmikla, og yrði bóndi að hætta á hvort hún tækist eða ekki. Bóndi tók seinni kostinn. Þar næst kvaddi Jón Ólaf bryta til aðstoðar og bjó út borð á miðju gólfi, svo að hægt var að ganga allt í kring- um það, Lagði hann síðan bónda á borð- ið og hóf undirbúning að aðgerðinni. Gaf hann bónda lyf nokkur, svo hann féll í ómeginn. Að því loknu tók hann upp hnua sína og risti sjúkling sinn á kviðinn. Siðan tók hann glerílát lítið og jós úr bónda miklu af vatni að undr- un sætti Þegar hann þóttist hafa ausið nóg af vatni úr bónda, saumaði hann kvið bónda saman aftur, og bar lyf að vitum hans og leysti band af litla fingri hans, sem hann hnýtti fyrir að- gerðina. Bóndi raknaði brátt við og hafði holskurðurinn tekizt vel. Hag- ræddi hann bónda í rúmi í baðstofunni og hjúkraði honum í þrjá sólarhringa. bóndi komst brátt á fætur og til fullrar heilsu og kenndi aldrei framar sulla- veiki. Jón Bergmann gleymdi aldrei Guð- rúnu sól. Fyrsta ástin varð honum þungur harmur, sem olli honum óham- ingju svo að honum varð lífið óbæri- legt, þrátt fyrir það, að aðstaða hans væri hin bezta til frama og veraidar- gengis. Eftir að honum var meinað að eiga Guðrúnu sól féll hann í þunglyndi og lá við geðtruflun. Móðir hans og móður afi höfðu fengið aðkenning að slíkri veiki. Ekki bætti það úr, að móðir hans vildi koma honum í farsælt hjóna- band, og láta hann ganga að eiga hefð- armey við hans hæfi, sem hann hvorki vildi heyra né sjá. Jón var stórbilaður maður eftir heimkomuna og þungar raunir af völdum misheppnaðar ástar og svalls námsáranna í Kaupmanna- höfn. Þar kom að hugarvíl sótti svo á Kærii Astró. Ég les alltaf þætti þína og hef gaman af. Ég er fædd í Reykjavík klukkan 1.50 að nóttu til. Síðar fluttist ég ásamt foreldrum mínum út á land í smáþorp, þar sem ég bý enn. Ég verð í 3. bekk í Gagn- fræðaskólanum í vetur. Ég hef unnið í frystihúsi í sumar. Mér finnst gaman að fara á böil og fer oft. Ég hef verið i sveit og þar var strákur, sem fæddur er 1944, og er ég aga- lega hrifin af honum. Ég hef verið slæm í augunum og hef þurft að fara suður til Reykja- víkur til læknis. Nú langar mig að vita eitthvað um fram- tíðina og þá helzt ástamálin. Vinsamlega birtið ekki neina fæðingardaga og ár. Nú bíð ég með óþreyju eftir svari. Með fyrirfram þakklæti, Lóa. Svar til Lóu. Þú fæddist þegar sólin var 0° 15’ í merki Nautsins. Þú ert því að nokkru gædd hæfileik- um þessa merkis, sem helzt eru dugnaður við öflun ver- aldlegra fjármuna. Samt er margt fólk fætt hér sérstak- lega næmt fyrir litbrigðum og tónum, en helzta einkennið er ákveðni. Samt sem áður eru höfuð einkenni þín mörkuð af stöðu mánans í Bogmanns- merkinu og staða hins rísandi merkis er einnig þar. Þú ert því gefin fyrir heimspekileg- ar hugleiðingar og trúarlegar og ættir að vera talsvert góð- um hugrænum gáfum gædd. Þessar afstöður gera þig glað- lynda og létta í skapi og þér ætti að sækjast skólanámið létt. Langskólanám mundi verða þér til mikilla heilla, en ég reikna ekki með að af því verði hjá þér, þar sem margt bendir til þess að þú munir finna maka þinn nokkuð snemma. Um hjúskaparmálin er ým- islegt að segja, t.d. bendir margt til þess að þú munir verða tvígift, þar sem Tví- buramerkið er hnígandi við fæðingu og er því ráðandi yf- ir sjöunda húsi, sem stendur fyrir makann. Kynni þín af fyrri manni þínum hefjast skömmu eftir nítjánda af- mælisdag þinn, en það er ým- islegt sem þú verður óánægð með í fari hans og sérstak- lega að þér mun finnast hann standa í vegi fyrir frama þín- um og þar af leiðandi mun hjónabandið leysast upp og nokkru síðar muntu giftast öðrum manni, sem þér fellur betur og þú velur af betri þekkingu og reynslu. Á þrítugasta til þrítugasta og sjöunda aldursári verður þér meira umhugað um heils- una heldur en önnur ár. Þessi ár verða líka öðrum fremur ár vinnu og erfiðis hjá þér, en þrítugasta og níunda árið mun marka tímamót í líf-i þínu, með hliðsjón af annarri giftingu. — Augnsjúkdómur þinn virðist vera þess eðlis að hann hverfi á löngum tíma. Árin frá tvítugu til þrítugs verða mjög ánægjuleg ár að mörgu leyti. full af skemmt- unum, frístundum, börnum og gleði. Þetta er vafalaust ánægjulegasti þátturinn i lífi þínu. Þegar þú ert átján ára mun þér áskotnast mjög margt frá vini, sem þú munt þó ekki tengjast. Hann er eldri en þú og er vel efnum búinn. Þegar þú ert þrjátíu og sex ára liggur fyrir þér löng sjó- ferð til annarra landa, ásarnt nýjum vini þínum, sem þú svo stofnar síðar til hjóna- bands með. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.