Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 27
3 4acfAinA öm JARÐGÖNG I REYKJAVÍK Eins og elztu menn bæjarins mun reka minni til, ofbauð flestum þegar ákveðið var stæði þeirrar götu, sem nú er frægust allra gatna í Reykjavík. Þessi gata er Miklabrautin, og það, sem mönnum ofbauð, var breidd hennar. Hún var svo breið, að gamalt fólk varð að hvíla sig á miðri akbrautinni til að geta komizt alla leið yfir. Hinir yngri og fótfrárri áttu auðveldara með að komast yfir á hlaupum. Þetta var þó allt barnaleikur, meðan gatan var enn á bernskuskeiði, því seinna flattist hún meira og meira út og var innan tíðar komin alllangt út í Klambratúnið. Margir komust þá í lífsháska við yfir- ferðir og sumir báru þar beinin. En svo var hafist handa um að mal- bika þessa miklu götu og ganga frá henni sómasamlega til frambúðar. Komust verkfræðingar þá að því, að jarðvegurinn undir götunni var svik- inn, líklega frá tíð dönsku einokunar- kaupmannanna, og nauðsynlegt reynd- ist að skipta um jarðveg, áður en hægt væri að festa á bikið. Var athugað með innflutning á traustum jarðvegi, en horfið frá því aftur, þar sem sandur fannst annars staðar á voru ástkæra landi. Gekk verk þetta fljótt og vel, enda stormasamt í Hlíðunum og mikið af hinum illræmda jarðvegi þá þegar kominn veg allrar veraldar. Brátt teygði hinn myndarlegi vegur úr sér út og suður svo unun var á að horfa, og ennþá meiri unun að aka á ólöglegum hraða. En við aukinn hraða bifreiðanna óx enn lífshætta þeirra, sem leggja þurftu leið sína yfir þetta mannvirki, frá einni gangstéttarbrún til annarrar. Enda var það orðin eina skemmtun bílstjóra í tilbreytingarleysi aksturs á eggsléttri og þráðbeinni götunni, að herða ferðina þegar þeir sáu vegfarendur voga sér út á strætið. Oft á dag varð þannig veslings fólkinu skotinn skelkur í bringu, en því má auðvitað ekki gleyma, að stjórn- endur ökutækja höfðu af hina beztu skemmtun. Bæjaryfirvöldin, sem vaka yfir vel- ferð borgaranna, jafnt gangandi sem akandi, fengu brátt pata af þessum erf- iðleikum Hlíðabúa að komast yfir Miklu. brautina, og mun það hafa átt sinn þátt, að einn bæjarstarfsmanna kom eitt sinn hálftíma of seint til vinnu en það er fátítt á skrifstofum bæjarins. Starfs- maðurinn gaf þá skýringu við stranga yfirheyrslu, að hann hefði ekki komizt yfir Miklubrautina. Var þegar sezt á rökstóla og fundin leið til þess að fyrir- byggja, að slíkt gæti endurtekið sig. Ymsar leiðir voru ræddar til að koma fólki heilu og höldnu yfir torfæruna, en loks var það ákveðið, að öruggast myndi að grafa jarðgöng undir braut- ina, þar sem vegfarendur gætu rólegir gengið í gegn. Var strax byrjað á verk- inu en það hefur farið mest fram á nóttunni til þess að lítið bæri á því, vegna þess, að yfirvöldin ætla að koma Hlíðabúum á óvart og færa þeim jarð- göngin í eins konar eftir-afmælisgjöf 5 tilefni af nýafstöðnu afmæli höfuðborg- arinnar. Það á að koma algerlega á óvnrt. svo að fólk verði yfir sig undr- andi og hrifið. Bæjarstjórnin hefur verið svo vin- samleg að lofa mér fyrstum allra að skýra ykkur frá væntanlegri opnun og vígslu jarðganganna. Göngin sjálf hafa margt að geyma, ,sem undrun og aðdá- un mun vekja. Má þar til dæmis nefna tröppur veglegar, bæði niður í göngin og upp úr þeim, ágætis lýsingu og svo síðast en ekki sízt, rúmgóð salerni, bæði fyrir konur og karla. Fáa mun víst hafa dreymt um það, að þeir ættu eftir að sitja þarna undir bílaumferðinni og létta á líkamlegri spennu á nýtízku salerni, í stað þess að fyllast andlegri spennu og angist á vegarbrúninni, bíðandi eftir færi að komast yfir götuna án þess að verða undir einhverjum bílnum. Vígsludagurinn verður sannarlega hátíðisdagur fyrir Hlíðabúa. Forseti og ráðherrar munu verða þar viðstaddir auk forráðamanna bæjarins og fjölda annarra stórmenna. Fyrst verður farið í skrúðgöngu frá Miklatorgi og að göng- Framhald á bls. 32 FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.