Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Side 6

Fálkinn - 05.04.1965, Side 6
Þórólfur Beck hefur a3 vonum verið mildð á dagskrá að undanförnu. Fálkinn birtir hér stutt spjall við Þórólf ásamt nokkrum myndum. Að auki höfum við fengið þá Hall Símonarson og Frímann Helgason til að skrifa um Þór- ólf og knattspyrnuferil hans. Hallur lýsir einkum skrifum skozku blaðanna en Frímann gerir m. a. samanburð á Þórólfi og öðrum kunnum íslenzkum knattspymumönn- um. Eins og sakir standa er ekki líklegt að Þórólfur leiki með íslenzku liði í sumar, en á leikjaskránni í sumar er m. a. gert ráð fyrir landsleik við Dani, heim- sókn Sjálandsúrvals og heimsókn liðs frá London. Eins og flestum mun kunnugt, er Þórólfur Beck í hópi þeirra pilta, sem hlutu fyrstu gullmerki KSÍ — hinir eru Örn Steinsen og Skúli B. Ólaísson. sem er hœttur að iðka knattspyrnu. Strax og leikur hefst er taugaspennan úr sögunni í einbýlishúsi í útborginni Paisley í Glasgow búa þrír ungir íslendingar. Tveir þeirra hugsa mest um knatt- spyrnu, en sá þriðji hugsar um velferð Flugfélags íslands; þeir heita Þórólfur Beck, Eyleifur Hafsteinsson og Þor- gils Kristmanns. Það fer vel um þá þremenningana í þessu húsi, þeir leigja með húsgögnum og hafa að sjálfsögðu nútíma þægindi eins og sjónvarp og síma. Paisley er heimabær St. Mirren manna, íbúar um 100 þúsund. Tíðindamaður Fálkans hitti Þórólf Beck á heimili hans fyrir skömmu og spurðist fyrir um hagi hans og hvernig hann ver venjulegum degi. — Hvenær ferðu á fætur? — Um hálfníu. Það tekur á að gizka þrjú kortér að komast á milli til Ibrox leikvangsins. Æfingar hefjast kl. 10 og standa yfir í tvo tíma. Að æfingum loknum förum við niður í bæ að borða og síðan komum við við hjá skrifstofu Flugfélagsins og lítum í íslenzku blöð- in sem liggja þar frammi. Við borðum á tveim til þrem veitingahúsum til skiptanna. Eftir hádegi förum við 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.