Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Side 20

Fálkinn - 05.04.1965, Side 20
BIEDERMANN Á FLATEYRI v:ð vandasamt verkefni. Hér erum við r innt á það, að amatörleikhúsið hefur aðrar hliðar en takmarkanir og klaufa- skap, það getur með markvissri stefnu r sið meir en upp í gæðaflokk atvinnu- nennskunnar því það er laust við fordóma og kæki atvinnumennskunnar. Og einnig' þetta gæti gérzt hér úti á íslandi. í hlénu setur Fálkinn upp blaðamanns- eyrun og hlerar tal manna. Fram á gang- inum er þröngt og menn tala ekki mikið. Úti er sama lognið og fólk stendur í smá- hópum framan við samkomuhúsið. Kliður raddanna berst út í rakt og svalt nætur- loftið. í tröppunum standa yfirmennirnir af varðskipinu og einn þeirra segir: „Það er alveg furða hvað þau ráða við þetta.“ Við húshornið standa tveir menn og ræða saman. „Mér finnst varla koma nógu skýrt fram í upphafi hver Biedermann er og hver staða hans í þjóðfélaginu er. Þess vegna er erfitt að átta sig á viðbrögðum hans.“ „Efnið er náttúrlega talsvert óvenjulegt, en það á fullan rétt á sér og vek- ur til umhugsunar," segir hinn. Þriðji maðurinn hefur staðið hjá og blandar sér nú í samræðurnar. „Manni dettur eitt og annað í hug í sambandi við þetta. Til dæmis þegar Biedermann er að tala um eldsvoðana — og alltaf sáma sagan, segir hann — þá komu mér í hug fjárglæframálin í seinni tíð.“ „Ég var nú meir að hugsa um fortíðina,“ segir sá sem fyrr hafði varið efni leiksins, „og viðvíkj-; andi Biedermann fyndist mér nær að hafa hann með regnhlíf. Hanp minnir mig á Chamberlain.“ „Þetta er kommúnismi og á ekkert skylt við raunverulegt líf,“ segir dimmraddaður maður og verður ögn skrækur á seinustu orðunum. Hvell kvenmannsrödd segir: „Ég botna ekkert í þessu en skemmti mér samt konunglega," og það fylgir innilegur hlátur. Hin dygga sveit, sem stendur vörð um bæinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.