Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Qupperneq 41

Fálkinn - 05.04.1965, Qupperneq 41
• Tom Joites Framh. af bls. 37. lífi, skýrt henni satt og rétt frá ástæðum og hefði hann þar engu að leyna. Þótti ung- frúnni þetta að vonum óskiljan- leg ráðgáta og var þar engu nær, þó að hún læsi bréfið aftur og aftur, enda varla við því að búast. Þetta sama kvöld var Soffía tilneydd að fara í söngleikhús- ið með frænku sinni, hvað henni þótti lítil upplyfting eins og á stóð, og ekki bætti það úr skák, að hún vissi að þær mundu hitta lávarðinn þar. Að vísu bætti nokkuð úr skák sú hugarfarsbreyting, sem orðið hafði hjá jómfrú Western, en það var aldrei að vita, hve lengi hún stæði. ÞRÍTUGASTI OG NÍUNDI KAFLI. Ekkian rœðir við herra Alworthy Frú Miller var sannkallað tryggðatröll, ein af þessum manneskjum, sem aldrei reyn- ast betur vinum sínum, en þegar þeir eiga í einhverjum erfiðleikum — og því betur, sem erfiðleikarnir eru meiri og torleystari. Hún gerði ekki ekki heldur endasleppt við Tom Jones, vin okkar, í raun- um hans. Eftir að hún hafði borið ungfrú Soffíu bréfið og talað máli Tom Jones við hana svo um munaði, sneri hún sér þegar að herra Allworthy, er heim kom og hóf enn máls á því, hve illa væri komið fyrir Tom Jones, og hve ranglátt það væri, að annar eins öðlings- ijnaður skyldi verða að þola alla þessa ógæfu. Minnti hún herra Allworthy á það í allri auðmýkt, að áður fyrr meir hefði hann oft minnst á Tom Við sig eins eins og hann ætti hann, og áreiðanlega ætti hann nokkrar skyldur við hinn unga mann að rækja. Lauk hún máli sínu á því, að einhvern tima mundi herra Allworthy komast að raun um það, og færi betur að það yrði áður en það væri um seinan, að sumir Ungir menn, sem hann hefði hið mesta dálæti á, ættu það síður skilið en Tom Jones. • • • • Framh. í næsta blaði. HANDBÓK 1965 HUSBYGGJENDA Yfir 200 síðna bók í stóru broti. Sniðin fyrir húsbyggj- endur og þá sem vinna að húsbyggingum. Skrifuð af sérfróðum mönnum um húsagerð. Kynning á byggingarefnum og skrá yfir seljendur vöru og þjón- ustu fyrir byggingariðnaðinn Seld í bókabúðum gegn póstkröfu. — Verð kr. 198,50 (söluskattur innifalinn). HANDBÆKUR H.F. Póstbox 268 —Reykjavík. FALKINISi 41

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.