Vikan


Vikan - 06.10.1960, Qupperneq 2

Vikan - 06.10.1960, Qupperneq 2
Valið á „vinsælnstu lögunum“ Mér þótti aldeilis bragð af viðtalinu við Jón prófessor Heigason í Kaupmannahöfn. Það er eitthvað það skemmtilegasta, sem ég hef lesið í Vikunni og gaman væri að fá meira af við- lika efni ... Þorbergur Jónsson. Kæra Vika. Þið voruð nú dálitið ósvífnir við Jón Helga- son. Ég trúi varla, að hann svari svona fyrir sig, þegar ókunnur maður á í hlut og þar að auki blaðamaður. Samt var það nógu sérvizku- legt til þess að geta verið satt ... ÓI. Jónss. Vikan, Rvk. Jón Helgason var hræddur um, að þið mund- uð digtera og skrökva eftir sér. Sýnduð þið honum viðtalið, áður en það birtist? Einn að norðan. Jón fékk að sjá viðtalið áður en það birtist og var ánægður með það, enda var það allt sannleikanum samkvæmt. Ritstj. FJÖLL EBA EKKI FJÖLL? Kæra Vika. Mig langar til að ræða nokkuð bréf eitt og svar við þvi, sem birtist í Vikunni 25. ágúst s.l. Stúlka nokkur spurði hvort það væru fjöll í Vestmannaeyjum; kvað það hafa orðið þrætu- mál með sér og kunningja sínum, en einnig langaði hana að vita heiti fjallanna. Og henni var svarað: Fróðir menn hafa tjáð okkur að samkvæmt liinni almennu túlkun á hugtakinu „fjalla“ séu ekki talin vera nein fjöll í Vestmannaeyjum. En ég vil benda þér og þessum fróðu mönn- um á það, að það er nóg af fjöllum í Vest- mannaeyjum. Ég á heima þar og allir, sem til -¥• Eftirþankar um Jón ★ Fjallafílósófía -k Heyrnarlaus og laglaus oddamaður ★ Þjóðhátíð i Eyjum Eyja koma, dást að fjöllunum. Eyjan er ekki flöt pönnukaka. Það eru fjöll og eyjar allt í kringum og við Vestmannaeyjar, t. d. get ég nefnt eftirfarandi nöfn á fjöllum þar: Heima- klettur, Helgafell, Klif, Blátindur, Sæfell; Dal- urinn, þar sem þjóðhátiðin er haldin, er um- luktur fjöllum nema í suður. Og svo eru margar úteyjar, t. d. Hani, Hæna, Bjarnarey, Elliðaey, Grasleysa og margar fleiri. Svo að mér finnst ekki rétt að segja að ekki séu nein teljandi fjöll þar. Og ekki má gleyma Stórhöfðanum sjálfum. En hvað þessir menn þykjast vera fróðir. Mér sárnaði þetta mjög. Annars likar mér Vikan vel, að öllu leyti. Ég vona að þú reynir að leiðrétta þetta. Svo þakka ég þér fyrir allt skemmtilegt og gott. Einn Eyjarbúi. Svarið, sem um getur í bréfinu, var ekki meint niðrandi á neinn hátt, heldur var þar aðeins birt skilgreining „fróðra manna“ á orðinu „fjall“. Samkvæmt málvenju Vest- mannaeyinga er nóg af fjöllum í Vestmanna- eyjum, eins og bréfritari tekur fram, sam- kvæmt skilgreiningu þeirra, sem pósturinn sneri sér til, og leggja munu málvenju ann- arsstaðar á landinu henni til grundvallar, eru þar ekki nein fjöll; þarna er því um að ræða einungis, að málvenjur stangast á, en hvorki verða „fjö|llin“ í Eyjum lægri né reisn og fegurð þeirra mitini þar fyrir. Gott dæmi um það hvernig skapast staðbundnar málvenjur, er að finna hjá bréfritara sjálf- um: „Það eru fjöll og eyjar allt í kringum og við Vestmannaeyjar", segir hann, en meinar Heimaey, því að vitanlega er ekki hægt að segja að Vestmannaeyjar séu kring- um Vestmannaeyjar — þarna hefur stað- bundin málvenja villt fyrir honum. í sjávar- þorpi einu hér á suðurströndinni hafði kom- izt á sú venja að láta ströndina ráða áttum, austur og vestur, enda þótt hún lægi ekki nákvæmlega í austur og vestur; eftir að átta- vitar komu þar í báta var lengi talað þar um tvennar áttir, „kompásátt" og „rétta átt“, og til voru fullorðnir menn þar, sem kváðust „gefa fjandann í kompásáttina“. Engu að síð- ur þarf staðbundin málvenja ekki að vera röng, þótt oftast fari svo að almenn mál- venja hafi betur fræðilega — það getur því verið nóg af fjöllum í Eyjum, þótt almenn málvenja utan Eyja viðurkenni þau ekki.. . VINSÆLUSTU LÖGIN ... Kæra Vika. Vinsælustu lögin í útvarpsþáttum eru alls- staðar mikið atvinnuspursmál fyrir bæði dæg- urlagahöfunda og dægurlagasöngvara. Það velt- ur því mikið á að allt sé gert rétt og ekki neitt svindl á bak við tjöldin, en það hefur víða komizt upp. Nú eru margir hissa á því hvernig er með þessi vinsælustu lög hér, en ekki skal þó neitt sagt um það hvort þar ekki ekki allt með felldu. Hitt væri viðkunnanlegra fyrir þá, sem stýra þættinum, að leyna ekki neinu en leyfa til dæmis fulltrúum dægurlagahöfunda og söngvara að fylgjast með hvernig þessu er hag- að. Stjórnendurnir geta ekki haft neitt við það GLASSEXPORT PRAHA CZECHOSLOVAKIA Bæheimskur krystafl dýrmætasta gjöfin Nýtísku form og glæsilegur stíll er einkenni alls krystals, sem framleidd- ur er í Tékkóslóvakíu. Spyrjið um hann í sérverzlunum. Höfum á. boðstólum fagra listunna öskubakka og kertastjaka í gjafaumbúðum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.