Vikan


Vikan - 06.10.1960, Side 27

Vikan - 06.10.1960, Side 27
Frá skipstjóranum hurfum við til hinna neðri byggða, þar sem hávað- inn frá vélinni fór að verða áleit- inn. Við hittum Ásgeir Magnússon, fyrsta vélstjóra og borðalagðan í samræmi við tignina. Hann leiddi okkur til herbergja sinna, og það- an hefur hann greiðan aðgang að vélarrúminu. Maskínan var ekkert smásmíði og hávaðinn ærandi í nánd við hana. — Það er disill frá Burméister & Wain, sagði Ásgeir, og við vorum fegnir að þurfa ekki að vera mjög lengi 1 nábýli við hana. — Hún er tólf strokka, fimm þúsund hestöfl, og í kringum hana eru frystivélar og ljósavélar. — Þú ert liklega enginn viðvan- ingur við þess háttar maskinur, Ásgeir? — Ég byrjaði sem kyndari á gamla Selfossi, og siðan 'var ég á gamla Dettifossi, þar til hann fórst 21. febrúar 1945. — Hvernig atvikaðist það? — Það mátti alltaf búast við þessu á striðsárunum. Við höfðum verið í skipalest frá Ameriku til írlands, en svo voru þrir togarar með okkur þaðan. Það var kafbátur, sem við hittum, og hann sendi tundurskeyti, sem kom á siðuna, og skipið var sokkið eftir fimm mínútur. — Var engin viðvörun gefin, til þess að mannskapurinn gæti komizt í bátana? — Nei, alls ekki nein viðvörun. Það komst einn bátur á flot og svo tveir flekar. Við vorum hálfan annan tíma á reki, og svo var okk- ur bjargað. — Hvað fórust margir þarna með Dettifossi? — Það fórust 12, skipverjar og þrír farþegar. — Það eru nú orðin fimmtán ár síðan, og þeir, sem yngri eru, muna þetta ekki svo gerla. Varst þú ekk- «rt smeykur að fara á sjóinn aftur? — Það hafði engin áhrif á mig, — ég fór strax i siglingar aftur. — Hvað ertu svo biiinn að vera lengi hér á Gullfossi? — Ég er búinn að vera á honnm frá byrjun og fyrsti vélstjóri siðan 1953. Starfið er að miklu leyti fólg- ið í skýrslugcrðum. Það þarf að fylgjast með eyðslu vélarinnar og hvenær á að skipta um oliur og þvi ’um likt. — Hvað starfa margir við vélina? — Við erum 13 alls, sem störfum við vélina. Undirvélstjórarnir skipta með sér vöktum. Það ern f jögra tíma vaktir i einu og tvær slikar á hverj- um sólarhring. Störf undirvélstjór- anna er mikið fólgið i eftirliti, en auk þess vinna þeir að viðgerðum og standsetningum. Það er til dæm- is venja að taka upp einn strokk þann tima, sem skipið er i Kaup- mannahöfn. — Hefur vélin nokkurn tima bil- að, síðan þú komst? — Það hefur ekki komið fyrir. Það brotnaði einu sinni blað af skrúfu, af þvi skipið hafði lent i ís og blaðið hafði bognað. Annað man ég ekki, að hafi komið fyrir. — Þú verður auðvitað að vera til taks á öllum timum sólarhrings, ef eitthvað skyldi nú verða að? — Að sjálfsögðu. Það er ómögu- legt að hafa ákveðinn vinnutima í svona starfi. En ég kann nú vel við það samt og hef ekki áhuga á því ,að fá mér vinnu i landi. Við þrégðum okkur að lokum ' J <::;:i /r upp í brúna, þar sem Birgir Thor- oddsen, fyrsti stýrimaður, er á vakt. Við bjuggumst við því, að hann héldi um stýrið, en hann mændi út um gluggann og drakk kaffi úr hárri krukku og hafði joað huggulegt. — Við héldum, að þú stæðir sjálfur við stýrið, Birgir. — Það er vist nokkuð langt síðan stýrimenn stóðu við stýrið. Nú lát- um við hásetana annast jiað eða við látum þann sjálfvirka stýra — átópílotinn á ég við. — Og hann bregzt ekki — eða hvað? — Allar vélar geta bilað. — Stýrið þið ekki eftir korti? Þú fyrirgefur, ég er nefnilega land- krabbi i húð og hár. — .Tú, auðvitað notum við kort. Komdu með mér yfir f kortaklef- ann. Ég skal sýna jiér, hvar við erum núna. Það er hægt að sjá það upp á punkt. — Þið stýrimenn eruð þá i raun- inni sigiingafræðingar. —: Já, það má kalla það þvi nafni. Það eru merkismenn með mér hérna í stýrimennskunni á þessu skipi, Hannes Hafstein, alnafni og afkom- andi skáldsins, — hann er annar stýrimaður, og svo höfum við al- þingismann í þriðja sætinu, Pétur Sigurðsson. — Það verður nú að tjalda þvi, sem þjóðin á til, á svona skipi, — Og svo kveðjum við Gullfoss að Taskan síðan Framhald af bls. 7. — Uhu, sagði Pitso. og hvenær kallarðu big AJB? , — Kalla ég mig A J B? — Já, sagði Pitso og benti á tösk- una. Timi tók eftir st.órum upphafsst.öf- unum. Pitso horfði á hann glettnis- lega. — Nú. sagði Timi, frænka mín á Þessa tösku. — Timi óskaði þess innilega, að hann gæti strokið burt betta heimsku- lega glott af andlitinu á þessum ónjdj- ung. Seinna minntist hann þess, hversu máttvana hann hafði verið bessa stundina. Því að Pitso og glot.tið voru eitt, Pitso var síglottandi með stóru ginínu. Timi óskaði þess, að hann væri ekki svona vandræðalegur gagnvart Pitso. — Þú verður að afsaka, Pitso, en konunni liður ekki sem bezt, svo að ég verð að halda heim. Timi lagði af stað. Pitso horfði á vin sinn og reyndi ekki að aftra hon- um. Enn var glottið eins og málað framan í hann. Chevrolet-bíll hemlaði við hlið hans. — Halló! heyrði Timi hrópað, og hann leit til vinstri. Bilstjórinn veifaði til hans. — Stanzaðu, maður! Þarna voru þeir, tveir hvítir lög- regluþjónar og maður i jakkafötum í aftursætinu. Timi var ljóst, að það væri hreinasta vitfirring að taka til fótanna. Hann nam staðar. Bílstjór- inn steig út, gekk til hans og tók af honum töskuna. Hann veitti enga mótspyrnu. Lögregluþjónninn greip í handlegg honum og leiddi hann að bílnum, opnaði bakdyrnar og ýtti honum inn. Bíllinn ók rakleiöis til lögreglustöðvarinnar. Timi var eins og lamaður, þegar hann leit á manninn í aftursætinu, Þetta var maðurinn, sem hafði hald- ið því fram í strætisvagninum, að hann getti ekki töskuna. Guð minn góður, ,— lét þessi maður sér í raun- ,inni svj> annt um lög og rétt, að hann hafði hugrekki til Þess að kalla Guð sér til vitnis! Þar að auki á nýárs- kvöld. Eða var hann leynilögreglu- maður? Maðurinn leit snöggt á Timi. Hann horfði síðan fram fyrir sig með réttlætissvip. Timi gramdist þetta. Þetta var ögrun. Hann átti að svara í sömu mynt. Lánið mundi ef til vill enn elta hann. Og hann fann, að nú þurfti hann á öllu því láni að halda, sem forsjónin hafði upp á að bjóða. Á lögreglustöðinni tóku lögreglu- þjónarnir tveir töskuna og hurfu inn um dyr. Eftir nokkrar mínútur komu þeir aftur, og Timi fann, að þeir horfðu einkennilega á hann. — Jæja, góði, sagði annar lög- regluþjónninn. Hann var vingjarnlegur í bragði. Hann rétti Timi töskuna. — Hver á þetta veski? — Ég. — Hvað er í því? — Ýmislegt, sem konan min á. — Og hvað er það? — Ég geri ráð fyrir, að það séu einhver föt. — Hvers vegna gerirðu ráð fyrir því? —■ Jú, hún setti niður í töskuna í flýti og bað mig að fara með Það til frænku sinnar. Ég sá ekki, hvað hún setti í töskuna. — Hm. Ég býst við, að þú kannist við eigur konu þinnar? — Eitthvað af þeim að minnsta kosti. Hvers vegna var þetta svona auð- velt? Og hvers vegna var þessi kaldi glampi í augum hvíta mannsins? Hinn lögregluþjónninn opnaði og tók að taka upp úr henni. — Á konan þín þetta? Þetta var tætt klæði. — Já, svaraði Timi. — Og betta? Og þetta? Timi svaraði öllum spurningunum játandi. En hvers vegna voru þeir að rífa upp þessar tjásur? Lögreglu- þjónninn tók enn upp úr töskunni. Timi vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hvaða grikk var forsjónin nú að gera honum? Honum fannst ekki allt með felldu. Var hann fallinn í gildru? Lögregluþjónninn tæmdi töskuna, siðan benti hann á eitthvað á botni hennar. — Og á konan þín líka þetta? Timi leit niður í töskuna. Þetta var skelfileg sjón: Lík af smábarni, sem virtist nýlátið, — nak- in, hvít mynd dauðans. Timi varð óglatt og var næstum fallinn I öng- vit. Lögregluþjónninn hrinti honum fram á borðið, um leið og hann leysti frá skjóðunni. Hann sagði allan sannleikann. Hann vissi, að hann hafði teflt við forsjónina — og tapað. Þetta mundi kosta hann átján mán- aða refsivinnu — fjarri konu sinni og börnum. -fc- Svuntur Framhald af bls. 1G. ig, að hann sé mátul. í mitti og við strenginn. Saumið strenginn við svuntuna, og festið á hann króka. Frá hliðinni má ganga á marga vegu aðra, t. d. setja rennilás í opið eða búa til klauf, sem heill renningur er saumaður i, og síðan búin til hnappagöt á strenginn og festar á hann tölur. Brjótið nú 1 sm inn af að neðan, og stingið 2 mm frá brún í sauma- vél; brjótið siðan 5 sm upp og þræð- ið. Saumið með ósýnil. faldspori í höndum. Saumið nú saman axlasaumana, og ákveðið, hvort rennilásinn á að fara á öxl eða bak. Eigi hann að fara á öxlina, er bezt að sauma hann strax vinstra megin. Ef rennilásinn á að fara niður bakið, verður að klippa 20 sm langa klauf niður frá hálsmáli og setja rennilásinn þar i. Gengið er frá yztu brúnum á efri hluta svunt- unnar með skárenningi, sniðnum úr efnisafgöngunum. Ágætt er að sauma renninginn á frá réttu um Vi sm frá brún og brjóta hann síðan yfir á rönguna, jjræða niður og sauma með ósýnilegu faldspori. Saumið hnappagöt eftir merk- ingu á sniði, festið tölurnar á strenginn að framan, og hneppið síðan efri hlutanum á svuntunni við strenginn. Ljósar blússur með rykktum ermum fara mjög vel við svunturnar og einnig vítt „skjört“. ★ VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.