Vikan


Vikan - 06.10.1960, Síða 22

Vikan - 06.10.1960, Síða 22
Hr. Draumráðningamaður. Mig dreymdi að það kom maður til mín, þar seon ég lá í rúminu mínu. Hann sagði við mig að hann væri kominn með sængurver til að setja utan um sængina mína. Ég sagði honum að þetta sængurver passaði ekki utan um mina sæng, því hún er svo breið en verið var svo mjótt. Það var ekki við það komandi, hann setti það utan um sængina, og þá sá ég tvær hvítar dúllur í verinu, sem mér fannst alveg ofaukið, því verið var svo mjótt. Við það vaknaði ég. Fyrir hverju er þetta? Bára. Svar til Báru. Hér er um mann að ræða, sem hefur í hyggju að gera þér einhvern greiða en þú vilt ekkert með slíkt hafa af honum. Maðurinn er bersýnilega að framkvæma nokkuð, sem er algerlega óréttmætt, en það er vegna einhvers áhuga sem hann hefur á að gera þér greiða. Herra draumráðandi. Mig dreymdi að unnusti minn var að fara til vinnu á Kelfavíkurflugvelii, en hann vinnur þar. Ég spyr hann hvort hann hafi munað eftir að skiija eftir lykil svo við komumst inn. Mér fannst ég vera að vinna á næsta bæ úti við með börn- unum. Unnusti minn segir þá: „Ég var nærri búinn að gleyma að skilja eftir lyklana." Svo fékk hann mér marga lykla á stórri kyppu og aðra minni með þó nokkra lykla og billyklana. Var ég mest hissa á að hann afhenti mér þá líka og ýmsa aðra lykla á minni kyppunni, sem ég var mjög hissa á að hann skyldi afhenda mér. Mér fannst minni kyppan detta á grænt grasið við fætur mér og tók ég hana upp og hélt á báð- um í sömu hendi og var það svo margir iyklar að fyllti alveg út í hendina og meira til, en þó gat ég haldið á þeim. Með fyrirfram þökk. Sillý. Svar til Sillýar. Veljulega merkir lykill í draumi eitthvað nýtt tækifæri, sem opnast í lífi manns. Þegar manni eru afhentir lyklar f draumi táknar slíkt trúnaðartraust eða uppgjöf, eftir því hvernig kringumstæður draumsins eru. f ofanskráðum draumi verðum við að líta svo á að lyklaafhendingin tákni því giftingu ykk- ar. Ég álít að það að missa lyklana hafi ekk- ert að segja þar eð þú tókst þá upp aftur. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég var einhvers staðar stödd. Ég sá svo mikið vatn alls staðar umhverfis mig og ég var hálf hrædd við þetta vatn. Ég var að hugsa um hvernig ég ætti að forðast það því þar sem ég stóð var þurrt. Og þá heyrist mér sagl við mig að ég þurfi ekkert að óttast, þvi að ég eigi að skipta um heimili eftir nokkra daga. Ég sá örstutt bil, sem ég átti eftir að fara og þá vaknaði ég. Kærar bakkir. V. J. Svar til V. J. Venjulega táknar vatn í draumi veikindi. Draumur þessi yrði því túlkaður sem veik- indi fólks umhverfis þig, sem þú óttaðist að smitast af en mundir sleppa þrátt fyrir það. Framhald á bls. 35. HvaÖ segja stjörnurnar um %cefileika yöar, möguleika og framtíöf Viljið þér fá svar viö þessu þá sendiö upplýsingar um nafn, heimilis- fang og ár, fæöingarstaö og hvenær sólarhrings- ins þér fæddust ásamt greiöslu í umslagi merkt pósthólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yö- ur meö pósti. Lauslegt yfirlit (sólkort) ........ kr. 50.00 Lauslegt yfirlit meö hnattaafstööum .. — 100.00 Spádómar fyrir eitt ár kostar....... — 200.00 Nákvœmt yfirlit meö hnattaafstööum — 500.00 Aö gefnu tilefni tökum viö fram aö fæöingar- stund má lielzt ekki skakka meira en 15 mínútum. Þór Baldurs. Það var í Beykjavik í aprilmánuði, sólin skein og litlir skýjahnoðrar svifu um loftið. Enn há var fremur kalt f veðri, en þó gat engum dulizt, að sumarið var í nánd. Brumknappar furutrjánna voru teknir að springa út, grasfletir húsagarðanná að grænka og blómin að gægjast upp úr moldinni. Allt í einu syrti að með slydduéli, það dró fyrir sólina svo snöggt að engu var líkara en luin hefði horfið fyrir liorn. Élið streymdi úr loftinu góða'stund, en síðan hirti upn jafnsnögglega. Nú sltein sólin enn bá glaðar og end- urkastaði geislum sínum frá pollunum. sem myndazt höfðu, þökum húsanna, skúrunum í görðunum, grind- verkunum umhverfis ])á og sorptunnunum, svo að hver sá. sem leit móti sól, fékk næstum glýju í aug- un af ofbirtu. Þennan sama dag voru tveir drengir, annar níu, en hinn tíu ára, að gramsa eftir flöskum í sorptunn- um að húsabaki. Við hliðina á þeim lá hálftómur strigapoki. Þeir höfðu gengið frá einni tunnu til ann- arrar og nú voru þeir komnir út að húsinu á númer sautján. Þá tók sá yngri eftir rosknum manni, sem kom gangandi eftir sundinu. „Það er kall að koma," hvislaði hann. Eldri drengurinn hætti strax að gramsa í tunn- unni og nú stóðu þeir báðir með hendurnar á kafi „VERÐIR“ í buxnavösunum og biðu þess óþolinmóðir að mað- urinn færi fram liiá. Þeir reyndu að gera eins lítið úr sér og þeir gátu, horfðu ýmist á manninn eða þeir spyrntu fæti við nokkrum smásteinum og leit- uðust við að láta þá skjótast inn á milli tunnanna. Enda þótt þeir væru með allan hugann við manninn þessa stundina, konmst þcir ekki hjá að heyra glamr- ið í sorphreinsunarbílnum, svo var hávaðinn mikill. Mennirnir voru búnir að hvolfa úr tunnunum á BARNAGAMAN númer eitt I balana og voru farnir að mynda sig til við að hella úr þeim á hilinn. Drengirnir máttu þvi eiginlega ekki vera að þessu. Nú var um að gera að flýta sér, til að halda hílnum í hæfilegri fjarlægð. En þá breytti maðurinn skyndilega um stefnu og kom nú beint í átt- ina til þeirra. Hann var auðsjáan- lega ekkert að flýta sér, stanzaði beint fyrir framan þá og tók að spyrja þá að heiti og hvað þeir væru með i pokanum. Yngri dreng- urinn sagðist heita Gunnar, en sá eldri Þórður og að það væru flöskur í pokanum. Þá spurði hann, livar þeir hefðu fengið þær. „Við fundum þær bara i ösku- tunnunum,“ sagði Doddi. „Og livað ætlið þið að gera við þær?“ spurði maðurinn. „Við ætlum að selja þær,“ svar- ,-ði Gunni. „Hvað ætlið þið að gera við pen- ingana?“ spurði hann enn. „Kaupa dálk,“ anzaði Doddi. Sorphreinsunarbíllinn færðist nær og nær meðan maðurinn talaði, og ef hann færi ekki'fljótlega, myndu þeir verða of seinir að leita i tunn- unum, sem eftir voru. Að vísu voru þær ekki margar, en sennilega mundu einhverjar flöskur vera i þeim líka. „Munduð þið ekki vilja fallast á að hætta að hirða úr tunnunum, ef ég gæfi ykkur sinn hvorn fimmkrónaseðilinn?“ spurði maðurinn og leit um leið á drengina rannsakandi en, þó vingjarnlegu augnaráði. Hann sá, að þeir hikuðu og hélt því áfram: „Það eru alls kyns bakteríur -— LWy'Wi iíSÍÍM 22 VLKAH annars 4? ♦ Hversvegna eru Gyðingar hataðir. — í þessu blaði er grein um hinar ógnarlegu ofsóknir á hendur Gyð- ingum í stjórnartíð nazista í Þýzkalandi. Hvaða ástæður liggja fyrir þessu hatri. Um það er grein í næsta blaði. ♦ Taskan, smásaga frá Suður-Afríku eftir Bruno Esekei. ♦ Gullfoss, flaggskip íslenzka flotans. Grein og myndir af skipinu og af lífinu um borð. ♦ Uppgötvunin mikla. Matthías Jónasson ræðir þá spurningu, hvort sálfræðileg þekking auki á ham- ingju mannsins. ♦ Fjórði þáttur í Verðlaunakeppni Vikunnar. Brugðið á leik. Annar þáttur hinnar bráðskemmti- legu ferðasögu eftir Öskar Aðalstein. $ Takmörk fjögurra veggja. — Þáttúr um hús og húsbúnað. í þessum tunnum og þið getið orðið veikir og kannski dáið, það væri ekkert skemmtilegt." Drengirnir hugsuðu sig um stundarkorn, en síðan jánkuðu þeir því feginsamlega. Bæði var það, að þá væru þeir húnir að fá meira en nóg fyrir dálkunum og svo hitt að billinn nálgaðist þá ískyggilega liratt. Maðurinn rétti þeim sinn hvorn fimmkrónaseðilinn, „hérna, liafið þetta,“ sagði hann. Drengirnir þökkuðu fyrir sig, án þess þó að rétta honum hendurnar, sem voru óhreinar eftir gramsið í tunnunum. Hann sagði, að þeir væru góðir drengir, og gekk síðan' leiðar sinnar. Þeir flýttu sér að drösla pokanum heim, tlndu flöskurnar úr honum og röðuðu þeim siðan í pappakassa, sem var hálffullur fyrir. Það var safnið eftir vikuna. Því næst settu þeir kassann á bögglaberann á Framhald í næsta blaði. T eikniþraut Það er alls ekki mein- ingin að þú leysir þessa þraut sjálfur, heldur áttu að láta næsta mann hafa fyrir því. Byrjið á að gera nákvæma eftirmynd af tunglkarlinum, að undanskildum stjörnun- um fjórum, þær eiga ekki að vera með. Kúnst- in er svo að teikna fern- ing utan um myndina af karlinum þannig, að hver hlið ferningsins sé dreg- in í gegnum einn af svörtu punktunum, og auk þess á hver hlið hans að snerta eitt horn myndarinnar. Stjörnurnar fjórar sýna hvar horn ferningsins eiga að vera. v.v.v.v. Ba VI matt tyrir alia mum ekki iata bugast at smavæguegu mótlæti. Á hinn bóginn leikur lífið við þér á vinnu- stað. Þar muntu lenda í skemmtilegu ævintýri, lík- lega fyrir helgi. Þér gefst einstakt tækifæri til þess að láta ijós þitt skína um helgina. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Það gerist ýmis- legt í vikunni, sem kynni að taka á taugarnar. Ef þér hættir til að gera úifalda úr mýflugu, verður vikan þér næsturn óbærileg. Hinsvegar getur vilja- sterkt fólk gert sér mat úr öllu, jafnvel versta mót- læti. Vertu þess jafnan minnugur i vikunni. Föstudagurinn er mikill heilladagur fyrir ungt fólk og ógift. Taktu það ekki illa upp, þótt vini þínum verði á smávægilegt glappaskot. Krabbamerkiö (22. júni—23. júli): Gerðu nákvæma áætlun um þessa viku, og reyndu að láta stjórnast sem minnst af ráðleggingum annarra. Gamall ást- vinur þinn skýtur skyndilega .upp kollinum, en hætt er við að hann valdi þér nokkrum vonbrigðum. Að ölium likindum kemur þú fram opinberlega eða tekur þátt i mikilvægum fundi, og verður þú að búa þig vel undir, til þess að sæta ekki gagnrýni. Heillatala 3. Ljónsmerkiö (24. júli—23. ág.): Vikan verður allt öðruvísi en þú hafðir vonast til, en engu að siður verður hún afar ánægjurík. Ung hjón munu lenda í næsta furðulegu ævintýri. Þú munt skemmta þér óvenjumikið i vikunni, og átt þú það fyllilega skilið. Taktu ekki mark á ráðleggingum manna, sem þú þekkir lítið. Kona ein verður til þess að þú breytir nokkuð áætlunum þin- um, og máttu vel við una. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú verður að hugsa þig vandlega um, áður en þú leggur í eitthvað, sem þú ert ókunnugur, ellegar getur það orðið til þess að þú biðir þess aldrei bætur. Þú færð heimboð úr óvæntri átt, og skaltu þiggja það ef þér frekast er unnt, enda þótt þú kviðir dálítið fyrir því. Stúlkur innan við tvitugt munu lifa eina mestu sæluviku ársins. Heillatala 6. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Loksins lánast þér að ráða fram úr vandamáli, sem hefur valdið þér áhyggjum undanfarið. Verður einn félagi þinn að að mestu til Þess að allt fer vel. Sýndu honum, að þú metur vináttu hans. Giftu fólki hættir við af- brýðisemi, sem er algerlega á misskilningi byggð. Þér verður komið skemmtilega á óvart á þriðjudag. Heillatala 7. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv ): Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur verða þeir dagar, sem skipta þig mestu í vikunni. Bak við tjöldin verður tekin mikilvæg ákvörðun, sem snertir þig mjög. E’ndalok þess máls verða þér í hag. Þér mun hollast að vera sem mest heima við i vikunni, þótt ekki skaði að fara út að skerpmta sér svo sem einu' sinni. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú hefur þann leiðinlega sið að láta fólk fara í taugárnar á þér, og gætir Þess einmitt sérstaklega i Þessari viku. Þú verður að læra að skeyta slíku fólki engu, þvi þú angrar með þessu móti sjálfan þig af ástæðulausu. Það verður leitað til þín í vikunni, og ef þú hefur nokkurn tíma aflögu, skaltu verða við óskum þess, sem leitar til þín. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Það mun reyna á þolinmæði þína i vikunni. En um helgina gerist dá- lítið,. sem kemur þér til að gleyma öllu mótlæti. Á vinnustað gerist einnig dálítið óvenjulegt, sem kem- ur þér i gott skap. Kona ein er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér, en hún vill þér allt annað en vel. Þú lest eða heyrir eitthvað, sem kveikir í þér brennandi áhuga á einhverju efni. Miðvikudagurinn er heilladagur vikunnar. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Það gerist að vísu lítið í þessarri viku, en ekki er hægt að segja, að hún verði leiðinleg. Ef þú hefur lag á því að gera þér mat úr smámunum, verður vikan jafnvel mjög ánægjurík. 1 sambandi við búferlaskipti gerist dá- litið óvenjulegt, sem engan hafði órað fyrir. Þér berst bréf í vikunni, og skiptir það miklu að þú svarir um hæl. Fiskamerkiö (20 feb.—20. marz): Þú munt sinna einu áhugamáli þínu óvenju r.iikið í vikunni, en i vikulokin gerist dálítið, sem verður til Þess að Þú _____ verður einmitt að forðast þetta áhugamál Þitt. Þér verður á smávægilegt glappaskot í vikunni, og hætt er við að þú gerir allt of mikið veður út af því. Þér býðst ó- venjuleg skemmtun um helgina. Farðu sparlega með peningana bessa dagana. Heillatala 7. Heillalitur rautt. m QjX-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.