Vikan


Vikan - 06.10.1960, Síða 18

Vikan - 06.10.1960, Síða 18
Stúdentar hafa lengi þótt blóta vínguðinn helzti ósleitilega. Þeim er kannski ekki láandi, segja sumir, -— þótt þeir hafi uppi glens og drykkju að loknu áralöngu striti, þegar hið akademíska frelsi blasir við þeim í allri sinni dýrð. En blótið vill halda áfram, og síðasti náms- áfanginn til embættisprófs hefur af þeim sökum reynzt þungur bratti mörgum istöðulitlum háskólaborgara. Þessi mynd er tekin á Gullfossi, — og það sakar ekki að tilkynna það hér, að Vikan mun bráðlega birta grein og myndir frá því ágæta skipi. Þetta var fyrsta daginn, og Gullfoss hefur líklega verið einhvers staðar út af Garðskaga, þegar myndin var tekin. Þeir voru að fara utan að afloknu stúdentsprófi, og hvítu kollarnir voru tiltölulega hrein- ir, þegar ferðin hófst. Þeir voru ákaflega þyrstir, og allir vita, að bjór er góður við þorsta, — sérstaklega danskur bjór. Þeim dugði ekki minna en heill kassi, og þeir settust með hann úti á lestaropinu til þess að hafa olnbogarúm. Svo fór að versna í sjóinn, og þá ólgar bjórinn í maganum, — einkum þegar ekkert er þar annað. Þeir héldu sig við kojuna, sem eftir var ferðarinnar, og hafa líklega haft kassann innan seilingar, — ef lystin hefur þá ekki verið farin að dofna. Sólheitur dagur í ágúst. Yfir gulleitri Sahara-eyöimörkinni er flug- vél á leiö til suöurs. Hún er langt aö lcomin og á enn eftir nokkurn spöl á leiðarenda Ferðinni er heitið til Kongó. og mennirn5r um borð hafa ekki komiö pangaö áöur. Þetta er ferö til hins óþekkta, ferö út í óvissuna. Þaö er ekki heldur víst, 'hvernig þeim reiöir af þar. Þeir eru aö vísu sendir í nafni friöarins til þess aö halda uppi lögum og reglu í landi, þar sem allt hefur logaö í ófriöi. Þaö gætir ef til vill nokkurs kvíöa, þótt þaö sé ekki látiö uppi, og menn hafa góöan tíma til aö hugleiöa, hvernig lífiö muni veröa á komandi dögum í Kongó. Þeir eru allir sænskir í flugvélinni, og þeir hafa merki SameinuÖu þjóöanna saumaö í ermina. Gillis Petterson frá Landskrona er einn af þessum ungu mönnum. Hann var svolitiö eftirvæntingarfullur fyrst í staö, en þegar ekkert sést nema endalaus eyöimörkin, finnst honum hann vera kominn nokkuö langt frá gömlu SvíþjóÖ, og þá tekur hann upp myndina af Birgittu, sem bíöur heima. Rakarinn sagði mér. — Ertu góður „bursta“-klippari? — Ja, ég hugsa, að ég sé ekki verri en sá, sem klippti jþig síðast, — sýnist mér. — Jæja. — Seztu í stólinn. — Það er rólegt hjá þér núna. — Það er það yfirleit um þetta leyti dags. — Eru liinir í mat? — Það eru engir hinir. — Nú, hefurðu ekki einu sinni lærling? — Nei, samkvæmt ■lögunum má ég ekki taka nema fyrr en eftir hálft annað ár. — Svo að það er anzi rúmt um þig hérna? — Já, enn þá, en ég vona, að eitt- hvað fjölgi siðar meir. — Það er vist mál til komið að spyrja þig að nafni. — Ég heili Hatlgrímur Þorsteins- son. — Reykvíkingur? — Já, í húð og hár. — Hefurðu haft þessa stofu lengi? — Síðan í byrjun ágúst. — Og gengið vel? — Já, ekki þarf ég að kvarta um lélega aðsókn, — hún hefur frekar verið of mikil. — Nú? — Menn snúa oft við í dyrunum, þegar þeir sjá, að margir bíða, en aðeins einn maður við afgreiðsluna. — Þá er að fá sér „partner“. — — Nei, ég held, að það borgi sig ekki. — Er ekki dýrt að setja upp rakarastofu? — Það kostar ótrúlega mikið, þótt ekki sé um umfangsmeira fyrirtæki að ræða. Svo kvænt- ist ég og byrjaði að húa um sama leyti og ég opnaði stofuna, svo að þú sérð, að maður hefur ekki verið í vandræðum með að koma pening- unum í lóg. — Jæja, til hamingju. Hvar býrðu í bænum? — Ég er nýfluttur í Hamarsgerði 6. Annars hef ég alltaf átt heima á Laugavegi 128. — Er það ekki einhvers staðar hér nálægt? — Jú, hérna uppi á lofti. — Nú, já. — Jæja, er þetta ekki orðinn fínn „bursti“? — Jú, ég held, að þetta sé óaðfinnanlegt. Hvað á ég að borga? — Ætli þú sleppir ekki með venjulegt gjald, — þó að þú sért blaðamaður ... Mathias missir keppnisréttirdin Bob Mathias var aðeins 17 ára, þegar hann sigraði í tugþraut á Ólýmpíuleik- unum í London 1948. Hann varð aftur sigurvegari á Ólýmpíuleikunum fjórum árum siðar í Helsinki og setti heirr.smet i tugþrautinni. Það met hefur að visu verið bætt, síðan Mathias hætti að keppa, en hann er þó aðeins 29 ára nú og gæti þess vegna staðið á hátindi frægðarinnar. Hins vegar hafa þau tíðindi heyrzt, að keppnisréttindi hafi verið dæmd af Bob Mathias, sökum þess að hann kom fram í sjónvarpi og gerjr enn. Þykir mörgum það harðsnúið, þar sem vitað er, að helztu Iþróttastjörnur heimsins eru yfirleitt atvinnumenn, enda þótt það sé falið. Bob Mathias er kvæntur sænskri leikkonu, Elke Sommer, sem er honum hér á hægri hönd. Hún er mjög fögur eins og fleiri þokkagyðjur, sem Svíar hafa eftirlátið þeim í Ameríku. Hins vegar vitum við ekki, hver sú dökkhærða er; sennilega er hún bara hjákona, enda horfir hann mun meira á hana. Hér er Halldór Kiljan Laxness að segja eitthvað bráð- snjallt við kollega sinn, Ivar Lo-Johansson rithöfund, og hinn síðarnefndi er alveg hugfanginn af frásögn skáldsins frá Gljúfrasteini. Kiljan mun allvel kunnugur Lo-Johans- son, enda gefa þeir út bækur sínar hjá sama forlagi í Stokk- hólmi. Lo-Johansson er nú farinn að eldast, en hann er einn af kunnustu rithöfundum Svia og ekki sízt fyrir Kóngs- götuna, sem vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir bersögli og varð til þess, að lögreglan upprætti að einhverju leyti ólifnað þar við Kóngsgötuna. Hammarskjöld í útilegu. Dag Ilammarskjöld hefur verið mjög á dagskrá undan- farna mánuði, ekki sizt vegna Kongó og atburðanna þar. Hann þykir alls staðar koma fram af mikilli stjórnvizku og þykir hafa haldið vel á spilum Sameinuðu þjóðanna og eflt þá stofnun að valdi og virðingu. Hammarskjöld er piparsveinn og einrænn á stundum. Fjöll eru yndi hans og ánægja, og þegar lóm gefst, leitar hann einveru á fjöllum uppi og liggur þá i tjaldi og mallar i sig sjálfur. Meðfylgj- andi mynd er tekin af Hammarskjöld, meðan hann átti heima i Svíþjóð. Hann er þarna önnum kafinn við mat- reiðslu á öræfum Lapplands. 1 B VIICAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.