Vikan


Vikan - 06.10.1960, Qupperneq 8

Vikan - 06.10.1960, Qupperneq 8
Áður en ég lief þessa sögu, sæmir víst að segja, að Mlle Claude var götudrós. Ég ætla ekki að reyna að þræta fyrir það, en sannleikurinn er þessi: Mlle Claude er meira en það. Ég veit ekki hvað ég á að kalla hana. Ef til vill bara Mlle Cíaúdeí Það ætti að nægja. Móðursystir hennar var vön að bíða eftir henni á hverju kvöldi. Satt bezt að segja: jæssa sögu átti ég bágt með að gleypa. Móðursystir? Andskotinn hafi það! Öllu líklegra er, að það hafi verið maquereau hennar. En þetta kom henni auðvitað einni við ... Engu að síður olli þetta mér áhyggjum — þessi verndari hennar, sem vakti eftir henni og bjó sig ef til vill til þess að hundsa hana, ef hún kom ekki á tilsettum tima. Og hversu ástrík sem hún var (Claude kunni sannar- lega að elska, að minum dómi) stóð mér ávalit fyrir hugskotsjónum þessi blóð- suga, þessi ennissmái þorpari, sem sleikti rjómann af mjólkinni. Það er eng- in ástæða til þess að gera sér gylltar hug- myndir um götudrósir — ekki einu sinni þegar þær eru hvað örlátastar og undir- gefnastar, ekki einu sinni þótt maður stingi að þeim hundraðfrankaseðli — einhvers- staðar felst ætið dólgur i veiðihug, og sjálfur fær maður aðeins smjörþefinn. Sannið lil, hann fær lostætið! En seinna komst ég að því, að ímynd- unaraflið liafði hlaupið með mig i gönur. Nautnamiðlarinn var ekki til — ekki í lifi Claude. Ég er fyrsti miðlarinn hennar Claude. Og ég lit ekki á mig sem miðlara. Heldur verndara. Ég er verndari hennar núna. Ágætt. Hún var götudrós í París — en mig langaði til þess að nema hana brott úr þessu óþrifa- bæli og lifa með henni einhvers staðar í sól- inni, í herbergi með svölum, sem snéru að Ég minnist gjörla fyrsta skiptis, sem ég fór með hana inn á herbergið mitt — erkififl var ég. Ég geri mig alltaf að at- hlægi i návist kvenna. Firran er sú, að ég tilbið þær, og konur vilja ekki láta tilbiðja sig. Þær vilja ... nú, jæja, en hvað snertir þessa fyrstu nótt, og þið ráðið hvort þið trúið þvi — ég hagaði mér, eins og ég hefði aldrei séð konu fyrr. Enn þann dag í dag, skil ég ekki hvers vegna, en svona var það nú samt. Ég minnist þess, að jafnvel áður en hún beygði sig til þess að fara úr yfirhöfninni, stóð hún við rúmið og horfði á mig. Hún bjóst liklega við, geri ég ráð fyrir, að ég mundi gera eitthvað. Ég skalf. Allt frá þvi er við gengum burt úr kaffistofunni, hafði ég skolfið. Ég kyssti hana — á varirnar, held ég. Ef til vill kyssti ég hana á ennið: ég veit það ekki gjörla. Ég er að minnsta kosti maður, sem hegðar sér þannig —. gagnvart ókunnri konu. Einhvern veginn fannst mér hún sýna mér óskiljanlega nærgætni. fljóti, fuglum og blómum — við tvö ein, 4 alein! Áður en hún tók af sér hattinn, gekk hún að glugganum, lokaði honum og dró gluggatjöldin fyrir. Síðan gaf hún mér hornauga og tautaði eitthvað um að af- klæða sig. Sannleikurinn er sá, að ég var dauðkvíðinn. Ég hélt að hún mundi fara hjá sér, ef ég horfði ó hana, svo að ég fór að S VIKAM

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.