Vikan


Vikan - 06.10.1960, Síða 7

Vikan - 06.10.1960, Síða 7
Hún er að hugsa um síðustu sex-sjö árin sem hún hefur búið með hinum og öðrum manninum. Flutt með þeim úr einu herberginu í annað Smásaga eftir ANTON TSÉKOV 1 ódýrustu kytrunni á hótelinu býr stud. med. Stephan Klotjkov ásamt Anjútu, vinkonu sinni. Hann er að lesa undir próf og gengur um gólf, tuldrandi latnesk læknisfræðiheiti. Anjúta situr úti við gluggann og saumar rauðan krosssting í rússneska blússu. Hún hefur nokkur ár um tvítugt, —- fíngerð, dökk á hár, með mild, grá augu í fölu andlitinu. Klukkan í anddyrinu slær tvö. Þó er ekkert farið að taka til í herberg- inu, — allt á ringulreið, sængur, bæk- ur og föt. Á gólfinu stendur vaskaíat með óhreinu vatni. Sigarettustubb- arnir fljóta ofan á vatninu, og einn- ig liggja þeir á víð og dreif um gólfið. — Hægra lunga skiptist í þrjú hólf ... muldrar Klotjkov. Hann áttar sig ekki vel á því, sem hann er að lesa, og starir út um gluggann. En það hjálpar ekkert, og han nfer að þreifa fyrir rifbeinun- um á sér gegnum skyrtuna. — Ég get ekki lært þetta svona, ég verð að athuga beinin í lifandi manneskju ... Anjúta, lofaðu mér að sjá rifbeinin í Þér. Hún leggur frá sér saumana og klæðir sig úr treyj- unni. Klotjkov tekur sér stöðu fyrir framan hana og byrjar að telja rif- beinin. Heyrðu, af hverju hrekkurðu svona við? — Þér er svo kalt á höndunum. — Vitleysa. Vertu nú kyrr. Við vorum komin að f jórða rifbeininu ... Þú ert eins og beinagrind, Anjúta. Ég verð að fara yfir þetta aftur. Hér er annað ... þriðja ... Nei, ég get ekki gert mér nógu vel grein fyrir þessu. Ég verð að teikna þetta upp. Hvar er kolið mitt? —- Þarna, segir Anjúta og bendir á hilluna. Klotjkov tekur kolið og strikar á rifbeinin á Anjútu. — Ágætt, nú skil ég þetta, þegar að ég sé það svart á hvítu. En ég þarf að athuga þig betur. Stattu upp. Anjúta stendur upp og teygir fram höfuðið. Klotjkov er svo niðursokkinn í hinar læknisfræðilegu rannsóknir sínar, að hann veitir því enga athygli, að Anjúta er orðin blá af kulda. Hún kvartar ekki, því að hún vill ekki trufla vin sinn i þessum merkilegu tilraunum. — Nú er þessu lokið, segir hann. Sittu samt kyrr, og eyðileggðu ekki strikin á þér, því að ég þarf að fara einu sinni enn yfir þetta til þess að vera viss. Hann er farinn að æða fram og aftur um gólfið og þylja upphátt. Anjútu er kalt, en hún segir ekkert. Yfirleitt segir hún fátt, situr ein með hugsanir sínar. Hún er að hugsa um síðustu sex— sjö árin, sem hún hefur búið með hin- um og öðrum mönnum, flutzt með þeim úr einu herberginu í annað. öll hafa þau verið á borð við þessa kytru, sem þau hirast í núna. Þessir menn voru stúdentar eins og Klotjkov. Þeir hafa allir lokið prófum og komizt vel áfram. Maður, sem kemst til vegs og virðingar, gleymir stúlku eins og Anjútu. E'inn þeirra býr í París. Tveir eru læknar og hafa skrautleg nafn- spjöld á hurðum sínum. Sá fjórði er Þekktur málari. Og þessi, sem var næstur á undan Klotjkov, er að verða prófessor. Klotjkov er sá sjötti ... og siðasti ... Einnig hann tekur próf og kemst til manns ... Núna er hann ekkert, alls ekkert. Hann á ekki einu sinni te, ekki tóbak i pipuna sina, ekkert nema örfáa sykurmola. Hún verður að herða sig með útsauminn í rússn- esku blússuna, því að hún fær 25 kópeka fyrir, og þá getur hún keypt te og tóbak handa honum ... — Er nokkur heima? heyrist kall- að frammi. Anjúta kastar sjali yfir herðar sér. Listamaðurinn Fetisov gengur inn. — Viltu gera mér þann greiða að lána mér hina fögru gyðju þina um stund? Ég er nefnilega að gera gull- verðlaunamynd og verð að hafa fyrir- sætu. — Með mestu ánægju. — Æ, get ég ekki komizt hjá þvl? grípur Anjúta varlega fram I. — Að heyra til þín, segir Klotjkov. Þú ættir að vera hreykin af þvl að fá tækifæri til þess að fórna nokkrum klukkustundum af ævi þinni á altari listarinnar. Anjúta fer þegjandi í treyjuna. — Hvaða mynd ertu að gera? — Psyke, — vel heppnaða mynd, en ég get ekki unnið timunum sam- an án þess að hafa fyrirsætu. Að visu hafði ég eina í gær — með fætur, sem ’ voru bláir eins og blek. Hún sagði, að það væri sokkunum að kenna, þeir lituðu frá sér. Hvað er annars að sjá herbergið héma? Hvernig getið þið búið i þessari svína- stíu? — Hvað á ég að gera? Ég fæ að- eins 12 rúblur á mánuði. Treystir þú þér til að búa í höll með þjón á hverj- um fingri fyrir þá upphæð? — Auðvitað ekki ... það er ekki það, sem ég á við. Ég á við, að það er ekki leyfilegt að sökkva svona djúpt. Fullvaxta fólk verður að hafa fegurðartilfinningu. Það er höfmung að sjá, hvernig hér er umhorfs. Rúmið eins og orustuvöllur, — herbergið eins og sorphaugur. Þegar málarinn og Anjúta voru farin, kastaði Klotjkov sér upp í rúm og fór að rifja upp lexíur sinar, en sofnaði brátt. Þegar hann vaknaöi, Franxhald á bls. 27. — Fyrsta rifbeinið finn ég ekki ... Þetta hlýtur að vera annað. Hér kem- ur það þriðja ... og það fjórða. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.