Vikan


Vikan - 06.10.1960, Side 32

Vikan - 06.10.1960, Side 32
Moskva Framhald af bls. 11. fæst skýring á því, hvers vegna svo margar konur eru eins klæddar. Afgreiðslustúlkan i ilmvatnsdeild- inni liefur 600 rúblur í kaup á mán- uði. Fyrir það er hægt að kaupa skó eða baðmullarkjól. Á hverjum morgni fer hún á fætur klukkan 6.30, borðar á matstofu fyrirtækis- ins, fær lánað lestrarefni á bóka- safni stofnunarinnar og fer með neðanjarðarlestinni síðla dags í skólann, þar sem hún nemur ilm- vatnstækni. Afgreiðslustúlkan býr i tveggja herbergja íbúð ásamt eld- húsi með foreldrum sinum. Þótt gerðar séu víðtækar byggingaráætl- anir í Moskvu, eykst mannfjöldinn svo hratt, að yfirvöldin hafa engan veginn við. Aðeins helztu brodd- borgarar eiga rúmgóða íbúð. Með neðanjarðarlestinni höldum við til háskólans, sem stendur á Lenínshæðum. Neðanjarðarlestir Moskvu eru aðdáunarverðar. Stöð- in, sem skreytt er af miklum íburði, hefði allt eins getað verið safn. Og eiginlega mætti kalla hana það. Gangarnir minna á hallargöng, og í birtunni frá ljóskerunum sjást málverk og myndastyttur, sem lofa dýrð byltingarinnar og orðsti verkamannsins. Ferð i einni af fjór- um neðanjarðarlestunum kostar 30 kópeka. Háskólinn er mikil og glæsileg stofnun. Þarna er efnilegt æskufólk uppfrætt í öllum hugsan- iegum fræðum, listum og tækni. Innan veggja stofnunarinnar hrær- ast fjórar ])úsundir stúdenta. Há- skólinn, sem var vigður árið 1953, hefur gerbreytt umhverfinu á Leninshæðum. Miklir grasfletir og glæstir stígar þekja hina 100 hekt- ara stóru lóð háskólans. Turninn á aðalbyggingunni er þrjátíu og þriggja hæða. Hinar byggingarnar — 37 talsins og allt frá tveimur upp í átján hæðir — umlykja aðalbygg- inguna, svo að minnir á pýramída. Nú höldum við til skeiðvallarins Centralný, og loks er staldrað við í hinu mikla Lenins-bókasafni. Við fáum okkur leigubíl til hægðarauka og borgum fyrir hann rúblur í stað kópekanna í neðanjarðarlestinni. Volgabíll, sem er í næsta verðflokki fyrir neðan lúxusbílana, — hann kostar um 40.000 rúblur, — flytur okkur á skeiðvöllinn. Ódýrasti Pobedabillinn kostar um 30.000 r.úblur. Það tekur allt að þremur árum að fullgera nýja bíltegund, áð- ur en hún kemur á markaðinn. Skeiðvöllurinn er í engu frá- brugðinn öðrum skeiðvöílum. Fólk- ið veðjar, vinnur og tapar og æsir sig upp engu minna en forföllnustu fjárgiæframenn á Longchamps-vell- inum í Paris. Leníns-bókasafnið er nýtízkuleg bygging á horni Kalínins- og Kokhóvajagatna. Þetta er stærsta bókasafn í Sovétríkjunum, og í því eru 19 milljónir mismunandi bóka, blaða og timarita og auk þess 30.000 handrit. (í bókasafni Bandarikja- þings, — tábrary of Congress, — eru 36 milljónir titla, þar með taldar hljóm- og talplötur og mikrófilm- ur!) Þrátt fyrir kuldann aka íssalar vögnum sinum um snævi þaktar göt- urnar. Þótt hörkufrost sé, kaupa Moskvubúar engu að síður ís. I-ítil börn, — i Moskvu er ótrúlegur fjöldi barna, — koma hlaupandi, sum hver í einkennisbúningum skóla sinna, önnur i sunnudagafötunum. Þarna eru litlir dýragarðar, lítil hring- leikahús og leikhús fyrir ungviði Moskvuborgar. Nemendurnir eru all- ir félagar „Æskufrumherjanna“. Þeir koma saman í sérstökum frum- herjahúsum, þar sem iðkaðar eru alls kyns íþróttir. Þegar börnin eld- ast, fá þau aðgang að æðri stöðum og verða um leið Komsómolsfélagar. Krústsjoff er tíður gestur hjá Komsómolsfélögunum ásamt öðrum valdamönnum. Þetta æskufólk, sem lifir eftir ströngum reglum, er, þeg- ar á allt er litið, hamingjusamt æskufólk, sem nýtur tífsins á sinn hátt i leit sinni að þekkingu. Þessu æskufólki er treyst fyrir framtíð landsins, þetta eru væntanlegir upp- hyggjendur komandi sælurikis. Um kvöldið komum við við á Praha-veitingahúsinu, þar sem broddborgarar Moskvu koma saman og dansa eftir bandarískri tónlist. Þar sem næturlíf er óþekkt í Moskvu, snæðum við i flýti og höld- um í leikhús. Fólkið er vel til fara og virðist lifa i mestu lystisemdum þessa lífs i andstöðu við fólkið, sem við sáum á götunum. Að sumu leyti á þetta leikhús alls ekki heima þarna, þar sem þar eru leikin leikrit eftir Shakespeare, Moliere og Schiller. Við náum i leigubíl, sem ekur okkur á einn nýjasta matbarinn, s^m er í nágrenni við háskólann. Barinn heitir Spútnik. En að innan er barinn alls ekki eins nýtízkuleg- ur og nafnið bendir til. Ungir menn i íþróttabúningum sötra þarna „koniak“ og lilusta á hljómana frá plötuspilaranum: In the Mood. — En við megum ekki vera að því að fá okkur „koníak“, því að nú er klukkan orðin tólf og Moskvuborg hljóðnar og biður nýs dags. Hún keypti 10 þúsund börn - - Framhald af bls. 6. Nú skyldi hann lofa henni að safna börnunum saman og koma þeim út að landamærunum, biðja og hóta, og að lokum mundi hún verða að koma til hans aftur. — Nú — jæja, frú Wijsmuller, þér skuluð fá börnin, — öll tíu þúsund. Þér skuluð fá pappíra fyrir sex hundruð stykki, og ef yður tekst að koma þeim inn í England eða eitthvert annað land, þá skal ég sleppa hinum líka. Samtalið tók þrjá siundarfjórð- unga, og frú VijsmuIIer fannst sem hún hefði fengið góða jólagjöf, — ef þetta tækist. Næstu sólarhringa ferðaðist hún fram og afiur um Þýzkaland til þess að undirbúa mál- ið, og allt gekk vel. Hinn 11. des- ember kom hún með börnin til Kölnar. — Ég las dagblöðin, sagði hún, og þar var sagt frá atburðum í Austurriki. En það var ekki minnzt á alla þá foreldra, sem stóðu i röð- um dag og nótt með börnin sin og lyftu þeim upp i lcstirnár. Þau voru með litla bakpoka með hreinum föt- um og nokkrum smákökum i nesti. — Guð veri með þér, Rakel, og vertu nú góð stúlka ... — Þurrkaðu nú af þér tárin, Benni minn, og reyndu að vera dug- legur, hvar sem þú lendir ... — Gráttu ekki, Rosy litla. Þetta er þér sjálfri fyrir beztu, og kannski koma pabbi og mamma seinna til þín ... Klukkan 8.15 að morgni hinn 11. desember var það ljóst, að frú Wijsmuller hafði snúið á Eichmann. Lestin með hinum fyrstu sex hundr- uð var komin á stöðina i Nijmegen í Hollandi, en þá kom fyrir óhapp. Tuttugu börnum hafði verið smygl- að í lestina umfram hina leyfilegu tölu. Þau höfðu engin skilríki. Frú Vijsmuller gat ekki komið i veg fyr- ir það, að þau yrðu send til baka. En annars hélt Eichmann loforð sitt, þegar hann sá, að hann hafði van- metið frú Wijsmuller. Þá lét hann á engu bera og þóttist hafa gert þetta af eintómri hjartagæzku. Þessi tíu þúsund ættu, hvort eð væri, ekki að skaða þýzku þjóðina svo mikið. Vonandi kæmu börnin ekki framar til Þýzklands, og þá var alla vega tíu þúsund Júðum færra. En frú Wijsmuller vann sleitulaust að þvi að litvega börnunum heimili og dvalarstaði. Þau voru mjög hrjáð, þessi vesalings börn, með merki- spjöld um hálsinn, eins og sést á myndinni, sem hér fylgir ineð. Hin minnstu grétu oft. Þau skildu hvorki upp né niður í neinu. Þau voru far- in frá pabba og mömnm, og þeim leið illa. Þess vegna grétu þau. Hin stærri grétu ekki éins mikið. En þ'au voru mjög döpur og innilokuð. Svipur þeirra lýsti ótta og örvænt- ingu. Frú Wijsmuller fann þessum litlu skjólstæðingum sínum dvalar- staði í Englandi, Spáni, Frakklandi og í Ameríku. Síðar, þegar Þjóðverj- ar liernámu Holland, byrjaði nýr kapítuli hjá frú Wijsmuller. Þar voru lika Gyðingabörn, sem þurfti að koma undan. Hún vissi, hvað biði þeirra i fangabúðunum I Dachau og Belsen, og hún sýndi mikla liug- dirfsku. Bétt fyrir striðslokin náði Gestapó henni og fangelsaði hana, en henni tókst að komast undan. Hún er enn þá á lífi og starfar fyrir liollenzka rikið. ★ Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hveríisgötu 103 — Sími 11275. VIKÁN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.