Vikan


Vikan - 09.05.1963, Qupperneq 9

Vikan - 09.05.1963, Qupperneq 9
Gistihúseigandinn á Blönduósi, Þorsteinn Sigurjónsson rekur þar fyrirtaks gisti og veitingahús. StanzaS smástund að Brú í Hrútafirði. Þar er fyrirmyndar veitingastaður, og „allir stoppa þar“, sagði Stjáni. Bjarni Bjarnason stendur við hlið hans. Þráinn Jónsson, fulltrúi og afgreiðslumaður hjá P&V. Agnar Stefánsson var bilstjóri hjá P&V í 12 ár. Pétur og Valdimar eru hræður, og hreinræktaðir Norðlendingar. skjótt við, er þetta vitnaðist, og — lokað herberginu alveg af. Reyndu ekki einu sinni að opna til að sjá hvað um væri að vera. Siðan sóttu þeir hirgðir af vatni og klifruðu upp á þak með rifjárn og alls konar verk- færi, rifu járnið af þakinu fyrir ofan herbergið, komust þar beint niður á eldinn og slökktu hann á skömmum tíma. Þegar við sáum herbergið var það albrunnið að innan og allt, sem inni var, en með því að hleypa eldinum og liitanum beint upp og út, liafði þeim tek- izt að forða því að húsið brynni til grunna. Snarráðir guttar það, og með kvarnirnar á réttum stað. Ég komst að því þarna að Hreðavatni, að hestamannafar- sóttin, sem gripið hefur flesta broddborgara Reykjavíkur, er farin að breiðast út um landið, svo að jafnvel sveitamenn eru farnir að eiga reiðhesta. Þetta vissi Stjáni, enda er hann ekki barnanna beztur að þessu leyti. Hann heimtaði að fá að fara út í hesthús með Leopold, til að klappa hestunum hans og finna af þeim lyktina. Það kom svo í ljós að Stjáni á livorki me'ira né minna en fimm reiðhesta norður á Ak- ureyri, sem liann unir sér hjá allar sínar frístundir þar, riður út um allar nærsveitir, innanbæjar eða jafnvel inn- anhúss, ef timinn er naumur. Kristján hefur ekið stórum og þungum vöruflutningabíl- um milli Akureyrar og Rvikur undanfarin sex ár og rúmlega þó. Hann er ungur og ógift- ur — milli tvitugs og þrí- tugs —- og tekur lífinu léttilega þegar liann getur, kátur og gerir að gamni sinu, og kann sýnilega bezt við sig í góðum félagsskap. Hann er ánægður með starfið, en er dálitið far- inn að þreytast á þessum stöð- uga akstri svo langa leið, seg- ir að það sé farið að fara dá- lítið í taugarnar á sér. Hér áður fyi'r voru þeir tveir saman á bíl, sem var sérstaklega byggður fyrir tvo bíl- stjóra, það var raunar sami bíllinn og hann ekur ennþá. Þá óku þeir nótt og dag og skiptust á um að aka. Húsið er rúmgott, og fyrir aftan bílstjórasætið eru tvær kojur, sem með góðu móti er hægt að leggja sig í og sofa, ef maður getur á annað borð sofið i bil. Þar stóð hnífurinn i kúnni, þvi þeir áttu erfitt með að sofa, svo að þeir hvildust raunverulega ekki nema að hálfu leyti þótt þeir legðu sig í kojuna. Þeir héldu þessu striði áfram í heilt sumar, en svo gáfust þeir upp, og nú nota þeir plássið í stýrishúsinu til að taka með sér einn og einn farþega, ef til fellur. Þessir bilar hafa flestallir sendi- og móttökutæki, sem koma að ómetanlegu gagni fyrir bilstjórana, ekki sízt að vetrum þegar færð og veður eru misjöfn, og þeir þurfa aðstoðar við, annaðhvort upplýsingar um veginn og færð- ina, eða þá að þeir eru fastir og komast ekki aðstoðarlaust leiðar sinnar. Stjáni sagði mér mörg dæmi um þetta, misjafnlega al- varleg, um festu i snjó, útafakstur, veltur, slys, villur, eða annað af léttara takinu. Ekki hafði þetta þó komið fyrir Stjána sjálfan, nema sumt, en þeir vita allt hver um ann- an, strákarnir, og rabba saman á leiðinni eins og ég gat lika fylgzt með. Það er annars skrýtið hvernig menn tala allt öðruvísi i slíkar sendistöðvar, en þeir tala í síma. Síminn er orðinn svo algengur að menn rabba saman í síma eins og þeir væru báðir heima hjá sér í stofu. Það er allt annar stíll á sendistöðvarsamtölunum. Framhald á bls. 44 VIKAN 19. tu. — 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.