Vikan


Vikan - 09.05.1963, Qupperneq 29

Vikan - 09.05.1963, Qupperneq 29
ur,“ sagði hún. „Hvernig skyldi standa á því?“ „Nú, úr því að þér minnist á það, þá finnst mér í rauninni, að ég sé eins og nýr maður,“ sagði hann. „Vitið þér, hvað mig var að dreyma?" „Nei, segið mér frá því.“ „Mig dreymdi, að ég væri kominn heim aftur. Er það ekki einkenni- legt, þegar á það er litið, að ég hefi. eiginlega aldrei átt. almennilegt. heimili?“ „Viljið þér, að ég vorkenni yður?“ „Nei, þér eigið bara að vera eins. og yður er eiginlegt," sagði hann. „En nú er röðin komin að yður. Segið mér, hvers þér leitið hér í sjúkrahúsinu?" „Ekki annars en þess, sem ég hef þegar fundið hér,“ sagði hún snöggt. „Ég er einungis hjúkrunarkona, og ég hef nautn af að gæta sjúklinga.“ Andy geispaði og leit brosandi á hana. „Og yður langar alls ekki til að ná yður í mann eða fá betri stöðu eða ef til vill hvorttveggja?“ „Nei, mér þykir fyrir því, en það hljómar dálítið leiðinlega,“ sagði hún, ,,en ég er í rauninni fullkom- lega ánægð með lífið eins og það er.“ „Ég trúi ekki einu orði af þessu,“ sagði hann. „Og þér trúið því held- ur ekki sjálf!“ „Þá segjum við það. Látið mig bara viðurkenna, að mig langar til að eiga eitthvað út af fyrir mig ein- hvern daginn. Ekki aðeins heimili og mann, heldur sjúkrahús langt héðan — á einhverjum stað, þar sem hægt væri að einbeita sér við að lækna þá sjúku, án þess að hugsa um peninga eða ...“ Hún þagnaði skyndilega, þegar hún sá bjarma kvikna í augum hans; hafði hún ef til vill hætt sér út á bannsvæði? „Þér ættuð að hitta hann bróður minn,“ sagði hann. „Timmie myndi samstundis bjóða yður stöðu.“ „Mig hefur alltaf langað til Flor- ida,“ sagði hún. „Er hann líka læknir?“ „Timmie er sálarlæknir," svaraði Andy. „Séra Timothy Gray. Hann hefði getað fengið hvaða embætti, sem hann hefði viljað, með háum launum og samsvarandi viðurkenn- ingu, en hann hefur kosið að reisa altari sitt í litlu þorpi í Florida, þar sem helmingur sóknarbarna hans eru fátækir, grískir fiskimenn. Getið þér séð hann fyrir yður?“ „Mjög greinilega," anzaði Júlía. „Mig myndi langa til að kynnast honum almennilega.“ „Timmy hefir þörf fyrir sóknar- hjúkrunarkonu," sagði hann. „Mund- uð þér fús til að segja upp stöðu yðar hér til að hjálpa honum?“ „Ætlið þér ekki sjálfur að fara aftur — einhvern tíma?“ „Verið ekki að svara með nýrri spurningu ...“ „Ég hef engan áhuga á að verða rík, og ég hef heldur enga löngun til að brjótast áfram hér við sjúkra- húsið.“ „Þér hafið ekki svarað mér enn.“ „Ég mundi gjarna vilja verða að- stoðarhjúkrunarkona yðar!“ Hún flýtti sér að segja það, áður en hún léti hugfallast. „Ef þér bjóðið mér þá stöðuna.“ „Svona formálalaust?“ „Hvers vegna ekki? Ég hef séð yður vinna. Ég veit, að þér munduð geta unnið afrek þar.“ „Ég neita því ekki, að mig hef- ur dreymt um að fara heim,“ sagði hann með hægð. „Ég hef meira að segja gert uppdrátt af sjúkrahúsi, sem ég vildi gjarna reisa við hliðina á hinni traustu kirkju Timmies. Þetta er fallegur og saklaus draum- ur, er það ekki? Það er leiðinlegt, að hvorugt okkar getur látið hann rætast.“ „Hvers vegna ættum við ekki að geta það?“ „Einfaldlega af því, að það, sem þér sögðuð áðan, stendur ekki heima. Af því að við viljum bæði vinna mikil afrek.“ „Hefur bróðir yðar þá ekki gert það þarna suður í Florida?" „Jú, í ríkum mæli — eftir mæli- kvarða hans. Hann er bara heldur minni en minn mælikvarði. Ég er hægri hönd Martins Ash, og ég verð sennilega einhvern tíma arftaki hans. Alveg eins og þér munuð síð- ar taka að yður stöðu Emily Sloanes. Ef þér eruð þá ekki nægilega hygg- in til að giftast einhverjum hinna ríku sjúklinga okkar.“ „Munduð þér kæra yður um að verða eins og Martin Ash? Öfundið þér hann raunverulega?“ Hann leit þrjózkufullum augum á hana. „Vitið þér, að við Patricia Reed erum að hugsa um að gifta okkur? “ Hann langar til að særa mig, hugs- aði hún. Hann er að reyna að hrekja mig á brott úr lífi sínu, en árang- urinn er einungis sá, að mér finnst, að ég tengist honum nánari bönd- um með hverju orði, sem hann seg- ir. „Ég hef heyrt ýmsar flugufregn- ir,“ sagði hún svo. „En enginn hefur sagt, að þér séuð trúlofaður." Hún sá, að hann rétti úr sér — eins og dauðadæmdur afbrotamað- ur á leið í rafmagnsstólinn. „Ég get gengið að eiga hana, hvaða dag sem mig langar til.“ Júlía krosslagði handleggina og leit alvörugefin á hann. „Hvers vegna notar hún enn föðurnafn sitt?“ „Af því að hún —■ hvað sem fyr- ir kann að koma — mun alltaf halda áfram að verða hin auðuga Patricia Reed.“ „Líka, ef hún giftist yður?“ „Já, það getur víst énginn maður komið í veg fyrir það.“ „Og ætlið þér að taka hana með til Florida?" „Það verður líklega frekar hún, sem tekur mig með — til Palm Beach. Að minnsta kosti fer hún ekki með mig til þess hluta skag- ans, þar sem bróðir minn býr.“ „En þér munduð halda áfram að starfa sem læknir hér norður í landi, er það ekki?“ „Vitanlega. Ef til vill fengi ég hana til að kaupa sjúkrahús handa mér.“ Hann stóð snögglega á fætur -— eins og leikari, sem hefur sagt loka- setninguna, áður en hann á að hverfa af sviðinu. En Júlía sat kyrr og hélt honum fast með einbeittu augnaráði sínu. „Segið mér aðeins eitt til viðbótar, Gray læknir. Gerið þér ráð fyrir, að þér verðið hamingjusamur í þess- um hjúskap?" „Ég býst við, að ég hafi nóg að gera,“ anzaði hann. „Að ég hafi svo mikið að gera, að ég hafi ekki tóm til að leggja þá spurningu fyr- ir mig.“ „Þér gætuð orðið hamingjusamur í Florida. Það veit ég nú.“ „Ef til vill hefur læknir enga heimild til að vera hamingjusamur. Ekki ef hann setur starf sitt ofar öllu öðru. Hafið þér aldrei hugsað um það?“ Þau horfðust í augu, en það var hann, sem leit undan. „Ef þér vild- uð aðeins skreppa með mér um deildirnar," sagði hann, „þá skal ég á eftir fylgja yður til hjúkrunar- kvennabústaðarins." Þau sögðu ekkert, þegar þau gengu hlið við hlið í draugalegu, bláu ljósinu út úr handlækninga- deildinni, sem var þögul sem gröfin síðustu stundirnar fyrir dögun. Við hvílu mannsins með brunasárin miklu námu þau andartak staðar og hlustuðu á erfiðan andardrátt hans. Júlía var ekki í neinum vafa um, að maðurinn væri að dauða kominn og leit spyrjandi á Andy, en hann horfði aðeins á spjaldið, þar sem líkamshiti mannsins var sýndur, svo og á segulbandstækið. Úti í horni sat lögregluþjónninn eins og vaxbrúða og starði tómlega á þau. Júlía hafði vitanlega, eins og aðrir starfsmenn sjúkrahússins, heyrt flugufregnir þær, sem gengu um þetta óhugnanlega slys, en hún hafði ekki tekið mark á þeim, talið það aðeins bull og vitleysu. Nú virt- ust helzt horfur á, að sjúklingurinn myndi taka leyndarmálið með sér í gröfina. Þau héldu göngunni áfram. I einkaherberginu stóra, þar sem Bert Rilling hafði verið komið fyr- ir voru þau aftur minnt á samstarf sitt og sigur í skurðstofunni. Við rúmstokkinn sat einkahjúkrunar- kona, og ölgerðarmaðurinn svaf vært, síðan hann fékk síðustu sprautuna af herapin og dicoumarin — þeim lyfjum, sem áttu að minnka storknunarhæfni blóðsins og draga þannig úr hættunni af frekari sega- myndun. Fyrir klukkustund hafði sjúklingnum auk þess verið gefið digitalis og önnur hjartastyrkjandi lyf, sem Plant læknir hafði mælt fyrir um. Nú var ekkert annað að gera en að bíða — og gera sér von- ir um, að mjúkt hjarta Rillings tæki aftur til starfa með eðliegum hætti. Klukkan í Schuyler-turninum hátt yfir höfði þeirra var líkust tungli, sem óð í skýjum, þegar þau gengu yfir grasflötina, sem aðskildi deildirnar frá hjúkrunarkvennabú staðnum. Júlía þorði ekki að líta á klukkuna. Á morgun er nýr dag- ur, sögðu menn, það hljómaði svo fallega. En eins og venjulega var „á morgun“ komið, áður en húi hafði áttað sig. Hún nam staðar á neðsta tröppuþrepinu og rétti hon- um höndina. „Þér farið samt áreiðanlega til Florida einn góðan veðurdag," sagði hún. ,,Og þér farið til hinnar réttu hliðar skagans. Það er ég viss um!“ „Ég þakka yður fyrir að hafa trú á mér,“ sagði hann. „Ég vildi óska, að ég gæti það líka.“ „Hafið þér þá alls ekki trú á sjálf- um yður, Andy?“ „Einungis þegar vinna mín er annars vegar — því miður.“ „Ég hef ekki heyrt eitt orð af því, sem þér hafið sagt í nótt,“ hvísl- aði hún. „Alls ekki eitt orð.“ „Reynið ekki að gera mig stærri en ég er, Júlía.“ „Hvers vegna ekki? Er það ekki það, sem konum er ætlað?“ Hönd hennar hvíldi enn í lófa hans, þegar hún gekk aftur ofan á garðstíginn. Hún vissi ekki, hvort það var hann, sem hafði dregið hana að sér, eða hvort hún hafði gengið af sjálfsdáðum í faðm hans. Hún vissi einungis, að varir þeirra mætt- ust í kossi, sem var eðlilegur endir þess, sem gerzt hafði milli þeirra um nóttina. Og hún vissi líka, að skömmu síðar, þegar hún fór upp stigann til herbergis síns, varð hún að berjast við kjánalega löngun til að gráta. Eða var það ef til vill enn kjánalegri löngun til að hlæja dátt? MORGUNN. FIMMTI KAFLI. Straumur manna sem var eins reglulegur og sjávarföllin, er sjá mátti út um glugga sjúkrahússins, fór á hverjum degi tvisvar fram hjá marmarastyttunni af Kristi, sem stóð í hinu stóra anddyri East Side- sjúkrahússins. Það glampaði á gólf- ið eftir morgunræstinguna, þegar fyrstu hjúkrunarkonurnar komu með stífaða, hvíta kappa á höfði og gengu í skyndi um stórt bronzhliðið, sem aldrei var læst. Stórir dag- blaðahlaðar lágu hjá dyrum starfs- mannalyftnanna og biðu þess, að þeim væri dreift um einkastofurnar í Schuylerturni og aðrar deildir sjúkrahússins. Nemarnir þyrptust um gangana í nýstroknum, Ijósblá- um baðmullareinkennisbúningum sínum — enn var hver sokkasaumur þráðbeinn á fótum þeirra. Kandídat- ar og aðstoðarlæknar fóru morgun- stofuganginn geispandi; erfitt var að opna augun eftir baráttu nætur- innar við dauðann eða pokerspil kvöldsins. Loks komu sjálfir skurð- læknarnir eins og kynþáttur út af fyrir sig, önnum kafnir og hugsi með ómissandi skjalamöppur í höndum; þeir urðu að ljúka skurð- aðgerðum í sjúkrahúsinu, áður en þeir gátu haldið áfram störfum í hinum glæsilegu einkalækningastof- um sínum, sem allar voru í mið- þluta borgarinnar. Martin Ash naut að látast berast Framhald á bls. 39. TIKAN 1S. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.