Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 20
Það eru ekki margar greinar, sem hafa vakið jafnmikla athygli meðal almennings, og ferðasagan ævintýralega, sem birt var í síðasta tölublaði, ásamt myndum af ritstjóm Vik- || unnar hangandi utan í snarbröttum björgum, á leið upp í Eldey. Fyrirspurnir og athuga- semdir hafa dunið á okk- ur. Menn hafa viljað fá nánari upplýsingar um ferðina, margir hafa lýst aðdáun sinni á slíkum fjallagörpum og óskað okk- ur til hamingju með af- rekið. Aðrir hafa verið tortryggnari og sumir hafa jafnvel borið okkur það á brýn, að við værum að segja ósatt . .. ! Það viljum við ekki við- urkenna athugasemdalaust. Að vísu er það rétt að myndunum var mörgum snúið þannig fyrir augum lesendanna, að þeir gátu sem bezt ályktað að við hefðum verið að klifra upp snarbrattan hamravegg. — Sumar voru jafnvel lagað- ar dálítið til, — settur á þær sjór eða ský, sem áttu ekki þar að vera. Bak- grunnur var klipptur út úr sumum og annar settur í staðinn. En myndin á for- síðunni er alveg óbreytt - - það eina sem skeði, var að henni var snúið á hlið. Ef þið látið kjöl blaðsins snúa niður, fáið þið rétta mynd út úr því. í textanum er látið í það skína, að við höfum klifr- að- upp í Eldey. Það var aldrei sagt berum orðum, SÍÐARI HLUTI en máli þannig hagað, að flestir máttu skilja það, að þangað hefðum við farið. Við skulum taka nokkur dæmi. í textanum segir: „... ákváðum við Vikumenn að athuga möguleika á uppgöngu þar ...“ — og .. þess vegna fórum við ekki sömu leið og áður var farin ...“ Þetta er hvort tveggja rétt, en segir samt ekkert um það að við höfum farið upp í Eldey. Ennfremur segir: „Fjallamannaskórnir ... komu sér vel, þegar ég þurfti að fikra mig áfram eftir hálum klettunum ...“ Þetta er líka rétt, en klettarnir voru bara alls ekki úti í Eldey. Myndirnar eru nefnilega teknar á tveim stöðum. Sumar eru teknar í Krísuvíkurbjargi, en þangað tókum við okkur ferð til myndatöku, og príluðum smávegis utan í klettunum. Satt að segja vorum við allir dauðhræddir við að koma nálægt bjargbrúninni, því að lofthræðslan ætlaði okkur hreint lifandi að drepa. Við skriðum hálfa leið niður á auðveldan stað, þar sem fimm ára strákur hefði getað hlaupið upp og niður að gamni sínu. Aðrar — og flestar —- myndirnar eru teknar uppi við Lækjarbotna, þar sem við fundum lárétta klöpp á örlítilli hæð. Við rákum járnfleina ofan í sprungur á klöppinni, bundum okkur kyrfilega saman, og lögðumst síðan á magann. Kristján Magnússon ljósmyndari Vikunnar beygði — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.