Vikan


Vikan - 09.05.1963, Side 28

Vikan - 09.05.1963, Side 28
Þegar Andy vék um sítiir frá sjúk- lingnum, tók, Tony í fyrsta skipti til máls, síöan aögerðin var hafin. „Hvað um hinn fótinn? Eruð þér viss um, að þér hafið náð öllum blóðtappanum?“ „Endinn á honum virtist jafn og heill, en við getum sannfært okkur um það, jafnskjótt og við höfum lokað sárinu.“ Það var aðeins vanaverk að sauma sárið saman aftur og ganga frá um búðunum. Hinn ágæti árangur blasti jafnskjótt við, þegar dúkarnir voru teknir, sem lagðir höfðu verið á hinn fótlegg sjúkleggsins. Daufur, ljós roði var þegar farinn að breiðast á hörundið' og skýrði frá þvi, að blóðrásin væri að komast af stað aftur. „Plant læknir, viljið þér koma inn fyrir og atliuga hjarta sjúklings- ins “ Þessi lágvaxni, gildi læknir gekk hvatlega inn í birtuna. Andy grun- aði, að ljómandi bros væri bak við grímuna, þegar Plant lagði hlustun- artækið að brjósti Rillings. „Hann hefur það einnig af i þetta skipti, Gray — svo er yður fyrir að þakka!“ Andy brosti. „Eigum við ekki að segja, að það sé að þakka góðu sam- starfi. Án aðstoðarmanna minna hefði mér aldrei ...“ „Bull og vitleysa, þér hafið bjarg- að lifi hans, Gray. Og nú verður það starf mitt að fá hann til að draga úr vinnuhraðanum, þegar hann kemst héðan .“ Peter Collins rak höfuðið inn um dyragættina og það stakk mjög í stúf við þennan dauðhreinsaða, kyrtilklædda heim skurðlækning- anna: „Er mér óhætt að skrifa, að sjúklingurinn hafi sofið vel í nótt — eða er kannski ekki hyggilegt að taka svo til orða?“ Andy velti því fyrir sér, hvað fréttasnápurinn væri að gera í sjúkrahúsinu um þetta leyti nætur, en var of þreyttur til að spyrja hann um það. „Leyfið mér nú að vera í friði, Collins. Plant læknir getur vafalaust skýrt yður frá öllum smá- atriðum, sem þér hafið þörf fyrir.“ „Ég er þegar búinn að fá þau,“ svaraði blaðamaðurinn. „Og ég hef hugsað mér að skrifa mikið um yð- ur, Gray! Á fyrstu síðu! Getið þér gert kröfur um meira?“ „Eins og á stendur geri ég ekki kröfur til annars en að fá kaffi- sopa og mega svo sofa vel og lengi,“ sagði Andy. Hann tók nú eftir því, að eðlilegur afturkippurinn eftir taugaáreynsluna fór að gera vart við sig — eins konar sambland af tauga- óstyrk og yfirþyrmandi þreytu. En þegar hann vék til hliðar, til að hleypa burðarmanninum fram hjá með hjólabörurnar, og stóð skyndi- lega frammi fyrir Júlíu, hvarf þreyta hans, eins og hendi væri veifað. Hann tók grímuna snögglega af sér, og áður en siðalögmál sjúkra- hússins gat aftur reist vegg milli þeirra, sagði hann: „Viljið þér ekki drekka kaffibolla með mér, ungfrú Talbot?“ Enda þótt hálfrokkið væri um- hverfis þau, sá hann greinilega, að hún skipti litum. „Það vildi ég miög gjarna. Við höfum alltaf könnu standandi í sérstaka mataræðiseld- húsinu, þegar skurðaðgerðir eru f r amkvæmdar. “ „Eins og ég hafi ekki vitað það!“ sagði hann brosandi. Hann vék til hliðar, svo að hún gæti farið á undan út um dyrnar og eftir ganginum. Júlía kom út úr eldhúsinu með kaffibolla í hvorri hendi og leit brosandi á úfið, dökkt höfuðið, sem hvíldi við bak hægindastólsins. Andy hafði sofnað í litla ganginum, sem læknar handlækningadeildar notuðu sem eins konar setustofu. Hann virðist tíu árum yngri, þegar hann sefur, hugsaði hún, lét svo bollann frá sér með gætni og settist hljóðlaust í stólinn andspænis hon- um. Þrátt fyrir einlægan ásetning átti hún erfitt með að láta ekki til- finningarnar ná tökum á skynsem- inni. Sjötta skilningarvitið sagði henni, að það væri eitthvað, sem kveldi hann — áhyggjur, sem þau gætu ef til vill borið í sameiningu ... vandamál, sem þau gætu leyst sameiginlega ... Andy lauk upp augunum og sá, að hún virti hann rannsakandi fyrir sér. „Hefi ég sofið lengi?“ „Nei, kannski tæpan hálftíma.“ „Og á meðan hafið þér haldið hita á kaffinu,“ mælti hann. „Það hljóm- ar næstum of vel til að geta verið satt!“ „Segið mér, Andy, hvenær tókst yður síðast að fá algera hvíld?“ spurði hún og varð svo dauðskelkuð, þegar hún áttaði sig á því, að hún hafði ávarpað hann með gælunafni. „Ég get næstum sagt yður það upp á dag,“ svaraði hann. „Það var í síðasta orlofi mínu í Florida — fyrir tveim árum, ef þér viljið vita það nákvæmlega, þegar ég heimsótti bróður minn suður við Mexíkó-flóa.“ „En nú virðist þér alveg óþreytt- FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 7. HLUTI Júlía kom út úr eldhúsinu með kaffibolla í hvorri hendi og leit brosandi á úfið, dökkt höfuðið, sem hvfldi við bak hægindastólsins. Andy hafði sofnað í litla ganginum. 23 — VIKAN u. tu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.