Vikan


Vikan - 09.05.1963, Page 33

Vikan - 09.05.1963, Page 33
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR. Framhald af bls. 11. BAY CHARLES: YOU ARE MY SUNSHINE og YOUR CHEATING HEART. Tvö kúrekalög sungin af hinum óviðjafnanlega Ray Charles, en þessi lög eru reyndar ekki eins góð og fyrri lög hans á plötum í þessum sama stíl. Engu að síður hefur plata þessi selzt vel erlendis og þá sérstaklega vegna lagsins „You are my sunshine“ þó að mér finnist hið gamalkunna Hank Willi- ams-lag „Your cheating heart“ öllu skemmtilegra í meðförum Ray Charles en fyrra lagið. HM V-hlj ómplata, sem fæst í Fálkanum. STAN GETZ og CHARLIE BYRD: DESAFINADO og JAZZ THEME FROM DR. KILDARE. Það er því sem næst einu sinni á ári að jazz- plata nær að komast á listann yfir mest seldu plöturnar og nú er það Desafinado með kunnasta tenór- saxófónleikara heimsins; Stan Getz að ógleymdum gítarsnillingnum, sem er Charlie Byrd, sem reyndar á hugmyndina að þessari plötu. Charlie var í Brasilíu um skeið, þar sem hin suðræna músík hreif hann. Hann lék músík þessa þegar hann kom aftur heim til USA og gerði ýmsar tilraunir með rhythma og annað. Fékk síðan Stan Getz í lið með sér og þeir léku inn á eina 33 snúninga plötu saman. Plata þessi seldist gífurlega vel, enda hrein snilld. Desafinado er eitt lag- ið á þessari plötu. Jazz theme from Dr. Kildare er ekki af fyrrgreindri 33 snún. plötu, enda leikur Getz Byrdlaus í þessu lagi, en þetta er laglegt lag og að sjálfsögðu vel spilað af Getz, hinar lýrisku impróviseringar hans skipa honum á bekk með fremstu jazz- leikurum allra tíma. HMV-hljómplata, sem fæst í Fálkanum og þar fæst reyndar líka fyrrgreind 33-snúninga plata með þeim Getz og Byrd. CLIFF RICHARD: BACHELOR BOY og THE NEXT TIME. Cliff með tvö ný lög úr hinni nýju kvik- mynd sinni „Summer holiday11, sem samkvæmt nýjustu fregnum frá Englandi ætlar að verða enn vin- sælli en síðasta kvikmynd hans „The young ones“. Bachelor Boy er rólegur vals, sem leynir nokkuð á sér og gæti ég trúað að hann eigi eftir að verða vinsælasta lagið úr þessari kvikmynd. The next time er mjög rólegt lag, bendir fátt til þess að það eigi eftir að ná vinsældum, annars er ekkert að marka slíkar ágizkanir, því allar plötur sem komið hafa hingað til lands síðustu mánuðina, sungnar af Cliff, hafa náð vinsældum. Columbia-hljómplata, Fálkinn. HERB. ALPERT AND TIJUANA BRASS: THE LONELY BULL og ACAPULCO 1922. Tvö sérkennileg lög leikin af sérkennilegri hljóm- sveit, því þetta er hálfgerð lúðra- sveit, sem notar þó sér til aðstoðar rhytma rokklaganna. Fyrra lagið komst í efsta sæti á metsölulistum erlendis, en ólíklegt að svo verði hér. Síðara lagið er að mestu leyti flautað, og er jafnvel skemmtilegra en fyrra lagið og reyndar mun fjör- ugra. Stateside-hljómplata, sem fæst í Fálkanum. YANRÆKSLA. Framhald af bls. 2. brenna við að íslenzkuna vantar hreinlega orð til eðlilegrar tjáning- ar, orð, sem erlendis eru beinlínis talin nauðsynleg. Útlenzk-íslenzkar orðabækur bera þess oft glöggt vitni. Til eru ösköpin öll af erlendum orðum, sem íslenzku orðabókarhöfundarnir verða að skýra með heilum setning- um, og tekst jafnvel treglega að skýra þau fyllilega með þessum setningum. Það er glöggt, að þarna hefur orðmyndunarspekingum okk- ar skotizt illilega. Mig langar oð gamni mínu að telja hér upp nokkur orð — örlítið brot af öllum þeim orðum, sem ís- lenzkuna vantar — sem ekki hefur tekizt að þýða svo vel sé. Vissu- lega eru til þýðingar á mörgum þessara orða, en þær þýðingar ná yfirleitt ekki yfir nema brot af merkingu orðsins, eða þá — sem oft er — að þau afskræma gjör- samlega hina upprunalegu merk- ingu. Tökum hér örfá dæmi (og gaman þætti mér, ef lesendur Vikunnar gætu gefið mér fullnægjandi þýðing- ar á þessum orðum): caracter textiles career segregation stemning floor show inprovisere show business • drive-in station wagon convertible pick up primadonna stikord terrace international handicapped program Þetta eru aðeins nokkur orð, sem mér datt í hug að lítt athuguðu máli. Orðmyndunarspekingar!: hér er verðugt verkefni fyrir ykkur. Það er ekki nóg að segja, að íslenzkan sé betur fallin tdl orðmyndunar en nokkurt mál annað. Það verður að sýna það í verki, að svo sé. Ég er allt annað en hrifinn af því að þurfa að grípa til erlendra orða, þegar ég þarf að tjá mig, en því miður kemst ég oft ekki hjá því. Heill sægur er til af orðum eins og þeim, sem ég nefndi hér að ofan. íslenzkan á ekki þessi orð. Ergo: íslendingar geta ekki tjáð hugsanir sínar sem skyldi. Ergo: hugsanasvið íslendinga verð- ur ekki eins víðfeðmt og æskilegt væri. Vera kann að mönnum finnist þessi pistill minn heldur myrkur og tormeltur, en ég ætla, að það stafi að einhverju leyti af því, að ég hef veigrað mér við að grípa til erlendra „orðskrípa" til að tjá það, sem mér liggur á hjarta. Það er von mín, að einhver verði til þess að hugleiða þetta, og ef ein- hver málhreinsunar- og orðmyndun- arspekingur læsi þessi orð mín, yrði ég alsæll. Huxi. Tökum mál, saumum, setfum upp Gluggatjáldaefni ULL BOMULL TERYLENE DRALON RAYON IVIarfteínn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 YIKAN 1». tbL — gg

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.