Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 26
 >**».... Enginn bíll er betri en þjón- ustan, sem hann fær, segja þeir hjá Volkswagen og vita, að sjálf- ir bjóða þeir framúrskarandi þjónustu. Slíkt verður aldrei metið til fulls. Á miðmyndinni sést breiða af Volkswagenbílum, sem kom í vor, en var afgreidd eftir nokkra daga. Það er ekki gaman að þurfa að skipta um hjól. En það cr hreinasti harnaleikur, ef um Volkswagen er að ræða: 1. Setjið í handbremsu og stillið steini við hjólið gegnt því sem sprakk á. Öryggið er fyrir öllu. 2. Setjið stauttnn á lyftunni í grópið sem honum er ætlað — neðan á stigbrettinu. 3. Takið hjólkoppinn af og losið rærnar. 4. Lyftið bílnum, þar til hjólið er vel á lofti. 5. Skrúfið rærnar aiveg af. 6. Takið bilaða hjólið af og setjið varahjólið upp á. 7. Festið rærnar eins og hægt er, meðan hjólið er á iofti. 8. Látið lyftuna síga niður. 9. Herðið rærnar vel og setjið hjólkoppinn á. 10. Gangið frá sprungna hjólinu, iyftunni og felgulyklinum. 11. Haldið áfram eins og ekkert hafi í skorizt — þetta tók hvort sem var enga stund! 2g — VIKAN 19. tbl. FRJALST VAL UM WHK Viljirðu sjá ísland í allri þess nekt og tign þá farðu um öræfin. Nú eru víða komnir það góðir vegir um óbyggðirnar, að þú munt eiga greiða leið yfir þau að sumarlagi á Land-Rover. Þið hafið séð það á myndum og kannski reynt það sjálf, hvað Land-Rover kemst. Hann fer yfir djúpar ár, mýrar og móa, hraun og sanda, jafnvel grýttar melöldur. Og þið þurfið ekkert að vera hrædd um, að hann þoli það ekki. Hann er byggður fyrir hnjask og átök. En þegar komið er á þjóðveginn eða götuna, þá er hann þýður og viljugur eins og gæðingur. Sem sagt: Úrvals bíll fyrir íslenzkar aðstæður. Við eigum því láni að fagna að búa á einu fegursta landi jarðarinnar. Margir uppgötva það fyrst er þeir hafa ferðazt um önnur lönd. En til þess að geta notið þess að sjá landið og kynnast því er ekki gott að maðurinn sé einn. Hann þarf bíl. Nú viljum við hjálpa einum lesanda okkar til þess að eignast bíl. Þessi ósk verður aldrei áleitnari en einmitt yfir hásumarið. Þá drögum við í getrauninni og gefum einhverjum lesanda Vikunnar bíl í sumargjöf. í tveim undanförnum bíla- getraunum Vikunnar lentu bílarnir hjá barnafjölskyldum, sem ekki áttu bíl. Það var mjög kærkomið fyrir þessar fjölskyldur að fá vinningana. Nú vonum við að svo verði enn. Að einhver fái að velja um Volkswagen eða Land-Rover, sem mikla þörf hefur fyrir bíl. Alltaf fjölgar Volkswagen, segir í auglýsingum og það er sannmæli. Það koma heilu skipsfarmarnir og Volkswagenbílarnir þekja dagsláttur, en eftir nokkra daga er öll breiðan horfin; allt hefur verið selt fyrirfram. Nýir bílar koma á mark- aðinn og eru settir Volkswagen til höfuðs, en það tekst ekki að hnekkja veldi hans. Hann er alltaf núraer eitt. Og hvers vegna? Spyrjið einhvern sem á Volkswagen og þá fáið þið svarið. Skemmtilegur bíll í akstri, vinnur vel, lipur í umferð, stöð- ugur á vegi. Og þegar maður vill yngja bílinn upp( þá selst hann um leið og boðinn er. Allur frágangur á Volkswagen er framúrskarandi góður og gefur í mörgum tilfellum ekkert eftir frágangi á dýrum bílum. Svo það eru engin undur, að Volkswagen er vinsæll.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.