Vikan


Vikan - 09.05.1963, Side 34

Vikan - 09.05.1963, Side 34
— Ég- sendi ekki bækur, nema þær séu pantaðar — HANN VARAÐI SIG EKKI Á ÞVÍ AÐ KARLINN SKYLDI VERA BLINDUR SMÁSAGA EFTIR JAMES COULD COZZENS TEIKNING: RAGNAR LÁRUSSON. Þrjú þrep lágu niður frá aðaldyrunum, en siðan blasti búðar- kompan við, þröng og lág, á milli bókþaktra veggja. Sextíu eða sjö- tiu fet voru að litlu skrifstofuhreiðri, þar sem stór og fölleitur maður vann undir skyggndum borðlampa. Hann hafði heyrt að útidyrnar voru opnaðar og leit nú þangað eitt andartak, starandi áhugasamur i gegnum gleraugun. Þegar hann sá grannan og mjög beinvaxinn mann með stutt hvítt yfirvararskegg standa hikandi fyrir framan borðið, sem á stóð: Allar bækur 50 cent, sneri hann sér aftur að samanbrotnu kirkjulegu riti, sem lá á borðinu fyrir framan hann Hann leit aftur á hinn alvörugefna komumann um leið og hann gerði sínar athugasemdir. Þegar hann hafði lokið þeim, horfði hann enn i áttina til mannsins, og þegar hann leit upp, sá hann að maður- inn með hvíta yfirvaraskeggið var komin alla leið niður til bans. — Já, herra minn? sagði hann og ýtti blöðunum til hliðar. — Hvað get ég gert fyrir yður? Maðurinn með hvíta yfirvararskeggið starði hvasst á hann. — Tala ég við eigandann, hr. Joreth? spurði hann. — Já, herra, þér gerið það. — Jæja. Nafn mitt er Ingalls, Colonel Ingalls. — Gleður mig að kynnast yður Colonel. Hvað get ég . . . — Ég sé að nafnið hefur enga þýðingu fyrir yður. Hr. Joreth tók af sér gleraugun.og varð hugsi. — Hvað? Nei herra. Ég er hræddur um ekki. Ingalls. Nei. Ég þekki engan með því nafni. Colonel Ingalls lét staf sinn undir handlegginn og dró umslag upp úr innri vasa sínum. Úr því tók hann örk, sem hann breiddi úr og liorfði á sem snöggvast, illilegur á svip, en fleygði henni síðan á skrifborðið. -— Ef til vill mun þetta liressa upp á minni yðar, sagði hann. Hr. Joreth néri á sér nefið um stund, horfði ákveðnari á Colonel Ingalls og lét á sig gleraugun. — 0, sagði hann, — reikningur. Já. Þér verðið að afsaka mig. Mikill hluti viðskipta minna fer fram með bréfum til fólks, sem ég hef aldrei séð. Séra Godfrey Ingalls, St. John’s prestssetrinu. Ó, já. Já. — Hinn látni, séra Ingalls, var bróðir minn. Reikningur þessi er bersýnilega misskilningur. Hann myndi aldrei hafa pantað, tekið á móti eða óskað eftir að lesa neinar af þessum bókum. Og að sjálf- sögðu fundust engar þeirra meðal muna hans. — Hm, sagði hr. Joreth. — Já, ég skil. Hann las sundurliðaðan reikninginn, hóstaði eins og hálf feimnislega. — Ég skil. Nú skal ég fara yfir skjölin hjá mér, andartak. Hann rogaðist með afarstóra snjáða möppu ofan úr hillu. — G. . H. . 1. . , tautaði hann. — Ingalls, ah. . . hérna. — Þetta er alveg óþarfi, sagði Colonel Ingalls. Auðvitað er þetta misskilningur. Mjög einkennilegur að mínu viti. Ég ráðleggi yður eindregið að vera varkárari . Það er yðar eigið mál, hvort þér óskið að óvirða sjálfan yður með því að selja slíkar bækur sem þessar á svo sviksamlegan hátt. En . . . Hr. Joreth kinkaði kolli mörgum sinnum og hallaði sér aftur á bak i stólnum. — Jæja, Colonel, sagði hann, — þér getið haft yðar eigin skoðanir. Ég er ekki bundinn neinum dómum, sem viðskiptavinum mínum sýnist að fella. En i þessu tilfelli virðist það ekkert vafamál að pöntun hefur borizt um umræddar bækur frá umræddum aðila. Og þann 15. maí sl. sendi ég pöntunina. Sennilega hafa þær komizt til skila. Hvað varð af þeim þá, kemur mér ekkert við, en hvað við kemur aðdróttun yðar, verð ég að benda á að likur eru fyrir að slikar bókmenntir séu lokaðar niðri með leynd og lesnar með leynd. — Fyrir 8 mánuðum sendi ég skýrslu, en hef aldrei móttekið neina borgun. Auðvitað hafði ég ekki fengið að vita að viðskiptavinur minn væri látinn, eins og þér upplýstuð. Ég leyfi mér að benda á lagalegan rétt, hvað snertir síðasta atriðið. Mér þykir leiðinlegt að hafa . . . — Samvizkulausi þorparinn yðar, öskraði Colonel Ingalls. — Ætlið þér í rauninni að halda því fram að séra Ingalls hafi keypt þessar bækur? Ég skal segja yður . . . Hr. Joretli s'agði: — Iíæri herra, eitt andartak, ef þér viljið vera svo góður. Getið þér leyft yður að vera svo ákveðinn. Ég er ekkert að gefa í skyn um kaupandann. Ég held engu fram, nema því að ég sendi vörurnar, sem mér ber að fá borgun fyrir. Ég er fátækur maður. Þegar fólk getur ekki borgað mér, hvað get ég gert, nema . . . — Þér eruð svívirðilegur . . . Hr. Joreth lyfti upp höndum. — Bíðið andartak, mótmælti hann, — ég er hræddur um að framkoma yðar sé heldur ranglát og órétt- lætanleg, Colonel. Þessi reikningur er gamall. Ég lief ekkert gert í því. Mér er vel Ijóst, hve óþægilegt það gæti orðið fyrir marga við- skiptavini mína, ef reikningar fyrir bækur af þessu tagi yrði gerður opinber. Aðstæðurnar eru ekki svipaðar. ekki undir neinum lcringum- Framhald á bls. 50 3^ — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.