Vikan


Vikan - 31.03.1977, Page 9

Vikan - 31.03.1977, Page 9
í Frú Puccini, eiginkona hins I fræga ítalska tónskálds, gegn- vætti buxur hans í kamfóru og setti deyfilyf í kaffið hans, þegar hann átti von á frægum konum í heimsókn. ★ Um hálf milljón breta taka í nefið. ★ Ef tvær persónur reyna sjálfs- morð og öðrum mi^tekst, þá er sá sem eftir lifir sekur um morð skv. breskum lögum. ★ Einustu villtu hjarðir kameldýra eru í Astralíu. ★ Á milli 1589 og 1607 voru a.m.k. 4000 franskir menn úr heldri stétt drepnir í einvígi. ★ I NÆSTU lflKU BORGARSTJÖRINN PJETUR DANÍELSSON Borgarstjóri þarf ekki endilega að vera borgarstjóri, segir i í upphafi viðtals, sem birtist í næsta blaði. Og skýringin er sú, að í borginni okkar er hótel, sem heitir Borg, og hótelstjórinn þar getur með réttu kallast Borgarstjóri. Pjetur Daníelsson var meðal fyrstu starfsmanna Borgarinnar, þegar hún var opnuð árið 1930, og hefur nú stjórnað Borginni i 18 ár. Pjetur kann frá mörgu að segja, eins og lesendur fá að sjá í næsta blaði. FURÐULEGAR HLIЗ STÆÐUR Líklega hafa Abraham Lincoln og John F. Kennedy verið einna frægustu forsetar Bandaríkjanna. Flestir þekkja sögu þeirra, enda margt um þá ritað. Þegar litið er á einstök atriði á æviferli þeirra, kemur í ljós, að þar er að finna nokkrar hliðstæður, sem eru raunar með ólikindum og þykja mjög merkilegar tilviljanir. 1 næstu Viku má lesa um þessar furðulegu hliðstæður, sem vert er að veita athygli. ísbjörninn nær allt að 40 km hraða á ís. ★ i Cedar Lake í Indiana horfði 100 punda hundur rólega á tvo inn- brotsþjófa ræna atvinnufyrirtæki húsbónda hans. Síðan beit hann lögreglumanninn, sem kom á staðinn. ★ LITLI BRÖÐIR ORÐINN STÖR Charles bretaprins hefur lengi verið eitt vinsælasta fréttaefnibreskrablaða, sem fylgst hafa vandlega með hverju hans fótmáli, sérstaklega ef ungar stúlkur hafa verið í fylgd með honum. Hins vegar hefur hingað til vrið hljótt um Andrew bróður hans, enda vildu foreldrar hans hafa það svo. En nú er litli bróðir orðinn stór og meira að segja afar myndarlegur ungur maður. Það er álit manna, að hann muni láta til sín taka i framtíðinni. Sjá næstu Viku. Tveggja ára fjárhundur í Vilmer- dorf í Þýskalandi ,,lét" vaxa á sér tvö eyru til vara. * Laugardagur, sunnudagur og mánudagur eru votviðrasamastir vikudaganna í Englandi, (blaut- astir). ★ Kona nokkur í Herne Hill i London fann dauðan mann liggj- andi í gluggakarminum hjá sér, er hún vaknaði einn morgun. Lög- reglan var á þeirri skoðun, að þar hefði innbrotsþjófur verið á ferð, sem hefði fengið hjartaslag í hálf- kláruðu verki. ★ - PÁSKAVEISLAN MIKLA heitir smásaga, sem birtist i næsta blaði, Þar segir af ungum manni, sem lengi hefur beðið eftir því að hitta þá einu réttu. Þegar hún svo loksins kemur fram á sjónarsviðið, þarf hannað heyja langa og erfiða baráttu um hylli hennar við mann, sem honum finnst standa sér miklu framar sökum efnahagslegrar stöðu í lifinu. Og söguhetjan okkar undirbýr mikla páskaveislu, sem á að gera út um málið. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Simar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 13. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.