Vikan


Vikan - 31.03.1977, Síða 17

Vikan - 31.03.1977, Síða 17
Svipmynd frá gu/inu ströndinni í Lignano á ítafíu. Hótel Hawaii, sem margt ferðafólk á vegum Ferðamiðstöðvarinnar gistir er það kemur til Benidorm. .'[í'-á&f f’i ff'íí; P «MM> »1"J( *’• HUKjJJ MBJ Cltsýn Ferðamiðstöðin ÍTALÍA, LIST OG SAGA Kristín Aðalsteinsdóttir, deildar- stjóri hópferða hjá Útsýn, sagðist óska sér að komast í ferð í sumar á vegum Útsýnar, er nefndist ÍTALÍA, LISTOG SAGA. Ferðinni er þannig háttað í stuttu máli, að héðan er flogið til Napóli og síðan haldið norður eftir italíu með viðkomu í Róm, Assisi, Flórens, Feneyjum og fleiri merkum stöð- um. Þetta er 24 daga ferð og kostar 189 þúsund krónur. Er þá innifalið fæði, meðan á ferðinni stendur, aðgangur að öllum söfnum og öðrum merkum stöð- um. Hópurinn dvelur 12 daga í Lignano, þannig að allir fá næga hvíld. Fararstjóri verður Pétur Björnsson, en hann er að læra arkitektúr í Flórens. Búist er við, að 45-50 manns taki þátt í ferðinni. Að öllu athuguðu er þetta alls ekki dýr ferð, en Kristín sagöi, að slíkar ferðir væru ekki lengur á boðstólum hjá erlendum ferðaskrifstofum, því að þær væru * það dýrar í skipulagningu. Hið hagstæða verð hjá Útsýn byggist á leiguflugi, þar sem farþegar, sem eru að halda annað, fylla vélina. LIGNANO - ÓTRÚLEGA VINSÆLL STAÐUR Kristín taldi, að langflestir far- þegar Útsýnar í sumar myndu kjósa að halda til Lignano, en þangað byrjaði Útsýn að flytja ferðafólk árið 1974. Þeir, sem hafa dvalið í Lignano, bera staðnum mjög vel söguna, enda fóru þangað 2500 íslendingar í fyrra- sumar, og ( ár er greinilegt, að eftirspurnin minnkarekki. ,,Það er allt svo nýtt og hreint á þessum stað," sagði Kristín, ,,og strend- urnar breiðar, hvítar og fallegar." Verðbólga hrjáir ítali rétt eins og okkur, en liran hefur fallið eins og krónan okkar, þannig að tveggja vikna ferð mun að meðaltali kosta 70-80 þúsund krónur, og er þá búið í íbúðum án fæðis. Lægsta verð, sem Útsýn bíður, er 63.400. Fæðiskostnaöur þarf ekki að verða meiri en 10-15 þúsund krónur, ef eyösla er innan eðlilegra marka. TIL KENYA Ferðamiðstöðin er ungt fyrir- tæki í ferðabransanum, og þar ræðum við við Friðjón Sæmunds- son, sem lengi hefur verið starfs- maður hjá Flugfélagi Islands, og öllum hnútum kunnugur í ferða- málum. Friðjón kvaðst langa til Kenya, ef hann fengi tækifæri til, þar sem hann vildi sem minnst dvelja í borgum. „Kenya er gott land að heimsækja og tiltölulega ódýrt. Það væri gaman að velja í landi, þar sem dýrin ganga um frjáls." BENIDORM - NÝR OG VINSÆLL STAÐUR Benidorm er sá staður, sem Ferðamiðstöðin hefur lagt mesta áherslu á að bjóða sínum við- skiptavinum, og hafa þeir þorið staðnum mjög vel söguna. Þetta er nýr ferðamannastaður, elstu hótel ekki nema 12 ára gömul, og hreinlæti og þrifnaður situr þar í fyrirr.úmi. Á Benidorm er 15 þúsund manna þorp, en næsta borg heitir Alicante. Aðalhótelið, sem Ferðamiðstöðin hefur samn- inga við, heitir Hawaii, þriggja stjörnu hótel með íbúðum. Ferðir þangað kosta minnst 60.900 fyrir tvær vikur, eða 76.000 í þrjár vikur án fæðis. Verðið er aðeins hærra í ágúst. Þegar hefur verið bókað allmikið í ferðir til Benidorm, mest í ágúst og september, en þá verða vikulegar ferðir þangað. Ferðamiöstöðin hefur gert samning við ÍSi og UMFÍ um sér- stakar Kaupmannahafnarferðir, er kosta 47 þúsund krónur fram og til baka. Þessarferðir hefjast 15. apríl og standa fram á haust. Á mesta annatímanum verða ferðir héðan tvisvar í viku. SÉRHÆFA SIG i KAUPSTEFNUM Annars hefur Ferðamiðstöðin sérhæft sig í kaupstefnum og allri þjónustu þeim viðkomandi, þ.e. fengið einkaumboð fyrir ýmsa sýningaraðila, en það þýðir, að Ferðamiðstöðin getur útvegað sýningarpláss og aðgöngumiða ásamt gistingu fyrir þá, sem annaðhvort vilja skoða sýningar, eða taka þátt í þeim.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.