Vikan


Vikan - 31.03.1977, Page 21

Vikan - 31.03.1977, Page 21
fyrirsætustörf, var það ekki? — Jú. Mér var boðin vinna við sýningarstörf í Nigaragúa. Einnig fékk ég tilboð um fyrirsætustörf í París, en ég lagði ekki í að fara þangað af ótta við að missa þá algjörlega af ballettinum. Ég dvaldi því í mánuð I Nigaragúa og gekk mjög vel þar. Fékk vel borgað og þess háttar. Síðan fór ég til New York og var þá á báðum áttum um, hvort ég ætti að halda störfum mínum áfram eða fara heim. Loks ákvað ég að vera um kyrrt, en fljótlega komst ég að því, að ég yrði að velja á milli ballettsins og fyrirsætustarfanna. Þaðvar eiginlega ómögulegt að sam'ræma þetta tvennt. Það varð úr, að ég lagði leið mína til Los Angeles og dvaldi þar í átta mánuði. — Hvað hafðirðu fyrir stafni þar? — Ég fékk vinnu þar á heilsuræktarstofu, sem var ætluð öldruðum konum. Jafnframt stundaði ég fyrirsætustörf. Í Los Angeles komst ég líka I modern-ballett og hafði mjög gaman af. — Og þarna lentirðu svo í kvikmynd? — Já. Það gerðist þannig, að ég var á gangi með vini mínum í Beverly Hills, en þessi vinur minn er mikið I þeirri starfsemi, sem þarna fer fram. Þá mættum við skyndilega Howard Coudes og Elliott Gould. Vinur minn þekkti þá og sagði: „Hvernig líst þéráþessa Howard? Áttu ekki eitthvert hlutverk handa henni?" Ég stóð þarna bara eins og álfur út úr hól og vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið, en Howard sagðist skyldi athuga málið. Nokkrum dögum seinna var svo hringt í mig og ég beðin að koma í reynsluupptöku í Paramount-stúdíóið. Sú upptaka tókst vel, og ég fékk strax hlutverk í kvikmynd, sem þá var í undirbúningi. Hlutverkið, sem ég fékk, var bara nokkuð stórt, en i myndinni léku m.a.: Telly Savalas, James Caan og David Cole. En ég vil ekki segja neitt meira um þetta. Það kemur allt í Ijós á sínum tíma. — Hefurðu áhuga á kið við mig Myndirnar hér að neðan voru teknar af He/gu erlendis, þar sem hún tókþáttí fieiri en einni fegurðar- samkeppni. *

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.