Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 49

Vikan - 31.03.1977, Side 49
líkjast helst grindaletri, verða þó ekki lesnar eftir því stafrófi. Efst fyrir miðju stendur: Araton, á móti Helga. Hægra megin stendur Adona, vinstra megin O. ma. Rittáknin á skálínunum verða ekki ráðin. II. Mynd þessi er,,Galdratöluskip." ,,Það var notað í gamla daga til að granda skipum." Nöfn táknanna eru Ginnir og Gap 'r, af Ginni er mynd í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, Gapi er sama og seinni hluti galdratáknsins Ángurgapi og hann e.t.v. dreginn þar af. III. Kaupaloki: „Sníddu tákn þetta á beykitöflu og hafðu hana milli brjósta þinna, ef þú ætlar þér velgengni í kaupskap." í Þjóðsögunum er allt önnur mynd af kaupaloka. IV. „Hafðu staf þennan á gráum pappír undir vinstri handlegg, þegar þú semur við einhvern." V. „Til að hrósa sigri í viðskiptum við aðra: Teiknaðu tákn þetta á þerriblað og haltu því undir vinstri hendi og láttu engan um vita." VI. „Þegar þú berð á þér þennan staf, munt þú áreiðanlega bera af fjendum þínum." VII. Dúnfaxi: „Ef þú ætlar að vinna mál, þá hafðu þennan staf með þér, þegar þú sverð. Hann heitir Dún faxi.....( í handritinu hefur fallið niður frásögnin, hvernig fara eigi með táknið), áðuren þú ferð þangað, sem rétturinn er haldinn. Hann á að vera á eikartöflu lítilli." VIII. Kaupaloki: „Þetta tákn á maður að rista á beykifjöl og geyma milli brjósta sér." Sjá mynd III. IX. Vatnahlífir: „Tákn þetta á maður að hafa undir hægri handlegg, sér til verndar." Viðvíkjandi merkingu nafnsins á staf þessum er það einkum Ijóst, að hann á að vernda fólk á ferð yfir hættuleg vatnsföll. Skriftin á staf þessum er írsk og þýðir: „Guð gefi mér heppni og blessun í Jesú nafni, amen." X. „Til þess að þú farist ekki í fljótinu. Hafðu þennan staf undir vinstri hendi." XI. og XII. Róðukross (í handritinu stendur alls staðar róðukross, en það er rangt ) Ólafs konugs Tryggvasonar er til varnar gegn illum öndum og forðar manni frá villu, einnig til heilla á sjó og landi. Þessi Kristskross er innan sem utan skjól og vörn gegn öllum gjörningum, sjónhverfingum, ótta og hjartveiki og sinnisveiki. Góður er hann í öllum ferðum á landi og legi, sé hann hafður á brjósti sér innan klæða. Hver sá, sem elskar hann af alúð, veit dauða sinn fyrir. Hann verndar menn og hreinsar af illum þankagangi og eykur þolinmæði í mótlæti, og öllum veitir hann styrk og hæfni, þeim sem elska Guð og gleðja náunga sinn. Sá sem slíkan kross á, beitir trúarstyrk á stund reynslu og háska. Hann notuðu einnig Ólafur konungur Tryggvason, Sæmundur hinn fróði, Ari prestur hinn fróði og margiraðrirtil að öðlast gáfu.anda og fróðleik, og höfðu undir innsigli og fylgdi vísa þessi: „Krossfesti Jesú, kom þú hér, kalla ég þig til hjálpar mér (svo djöfullinn með dauðans mein dragist burt fyrir þessa grein. Guð veri með oss öllum saman Jesú Christi uppijúkist á móti Sathan. Amen. Það sé já og amen, í Jesú nafni amen)." Þá kemur mynd af innsigli Jesú Krists. „Þennan róðukross og innsigli Jesú Kristser að finna í ritum hinna merkustu manna fornaldar hér á landi, nefnilega Snorra Sturlusonar, Sæmundar fróða og nokkurra annarra vísra manna, og var á honum haldið. I alls konar mótlæti borinn á brjósti sér og vafinn í pergament, veitandi heill, hamingju og velgengni á sjó og landi. Ennfremur má finna í ritum Ara prests hins fróða, að þetta virðulega innsigli sé öllum til gagns, sem elskar það af hjarta og trúir á það af öllum líkama og sálar krafti. Amen." XIII. Brýnslustafir: „Rista skal efra táknið ofan á brýnslustein, en hitt undir, leggja svo grastó yfir um stund og brýna því næst undir sól og líta ekki í eggina." XIV. „Ristur með stáli á brýni." Á tákni þessu hefur engin ráðning fundist. XV. Draumstafur: „Ristu staf þennan á rauðgreni og sofðu á honum og mun þig þá dreyma það sem þú vilt." XVI. Draumstafur: „Ristu staf þennan á svokallaða manndrápseik og legðu hann undir höfuð þess, sem þú óskar að birtist þér í draumi, en án hans vitundar." XVII. Draumstafir; „Ristu stafi þessa í silfur á Jónsmessunótt eða á hvítt leður, og þegar 13. TBL. VIKAN49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.