Vikan


Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 63

Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 63
flúruðu tesetti, katli, sykurkari og rjómakönnu, samskonar bollapör- um og Grái jarlinn hélt á og köku- fötum á háum fótum. Ég fann greinilega þennan undarlega, aust- urlenska teilm. Ég sá þetta allt á aðeins broti úr sekúndu. Ég varð svo undrandi og hrædd, að ég hefði rekið upp óp, ef ég hefði ekki verið búin að missa röddina. Það dró úr mér allan mátt, og ég hné niður á gólfið. Um leið hvarf allt saman, Grái jarlínn sjálfur og fagurbúni salurinn. Innan skamms skreiddist ég á fætur. Ég tróð vodkaflöskunni inn í skáp með þeirri litlu lögg, sem eftir var í henni, fór með bakkann fram í eldhús og hellti því, sem eftir var, úr bollanum og katlinum í vaskinn. Svo tók ég það, sem eftir var af tepokunum og henti þeim í ruslið. Það voru greinilega einhverjir töfrar í þessu tei. Eða var ég að verða vitlaus? Hvað hefði skeð, ef ég hefði stigið skrefið með Gráa jarlinum inn í salinn? Það fór hrollur um mig. Ég flýtti mér upp í rúmið mitt og undir dúnsængina mína góðu. Svo las ég Faðirvorið í belg og biðu, aftur og aftur þangað til ég sofnaði. Daginn eftir var ég aðeins skárri. Undir kvöld var röddin að byrja að koma aftur, og ég gat látið vinkonu mína heyra í mér, þegar hún hringdi. Ég hef aldrei sagt henni frá þessum fyrirbærum mínum, hún er nú líka svo jarðbundin, svo litið rómantisk. Hún myndi halda, að ég væri eitthvað rugluð. Aldrei hef ég vogað mér að kaupa þessa teblöndu aftur. En ég get ekki neitað því, að einstöku sinnum hefur mig langað til þess, þegar kaldast og hvassast er úti. Þá hefur mig langað til að finna aftur þennan austræna jurtailm, þennan undar- lega keim og freista þess, hvort Grái jarlinn birtist mér á ný. Og stæði hann í salardyrum sínum og segði aftur, að ég kæmist til sín, ef ég stigi skrefið, hver veit, hvað ég gerði þá? ★ Auðvelt er að éta sér leið eftir glæpabrautinni. Athugun á lifnað- arháttum ungra afbrotamanna leiddi nýlega í Ijós, að flestir þeirra höfðu nært sig aðallega á kökum, súkkulaði, kexi, rjómaís, fransk- brauði og kóka-kóla. Þetta matar- æði leiddi af sér skort á vitamín- unum B1 og B12, sem vísinda- nienn segja, að leiði af sér per- sónuklofning og andfélagslega hegðun. Þegar líður á vetur, kemur alltaf í mig sérstakur fiðringur. Mig fer að dreyma dagdrauma, og efni draumanna er alltaf það sama, ferðalög. Þessu veldur auðvitað vitneskjan um sumar- ið, sem er í nánd (eða ætti að vera í nánd), og, ekki síður, allar ferðaauglýsingarnar og ferðagreinarnar, sem blöðin bjóða upp á. Hámarkinu er náð í páskablöðunum, en þar er oftast þeyst með mann um hnöttinn, svo maður má hafa sig allan við að fylgjast með. Það er gott að hafa svona dagdrauma til að létta geðið, meðan verið er að eltast við gólfklútinn eða ryksuguna. Fyrr en varir er hugur minn kominn á flug, út um opinn eldhúsgluggann. Dagaskipti eru að því, hve víðreist hann gerir. Stundum fer hann allt austur til Japans, en stundum læturhann Heiðmörkina nægja. Myndirnar, sem svífa mér fyrir hugskotssjónum, eru venju- lega sambland af einhverju, sem ég hef upplifað sjálf, myndum, sem ég hef séð, lýsingum, sem ég hef heyrt eða lesið — og ímyndun. Ímyndunaraflið er mikilvægt í svona dagdraumum, því það getur útilokað svo margt, sem miður fer í venjulegu ferðalgi, og fegrað það, sem þörf er að fegra. í því sambandi minnist ég drengsins, sem varð svo leiður, þegar breska útvarpið hætti um sinn að útvarpa barnaleikritum, eftir að sjón- varpið þar tók til starfa. Þegar drengurinn var spurður, hvers vegna honum hefði þótt út- varpsleikritin svo miklu skemmtilegri en sjónvarpsleik- ritin, svaraði hann: i útvarpsleik- ritunum er umhverfið svo miklu skemmtilegra." Ferðaskrifstofurnar horfa ekki í kostnaðinn, þegar auglýsingar eru annars vegar, og á skjánum má ófá kvöldin sjá sólbakaða striplinga bylta sér í öldum, eða móka undir sólhatti, meðan þeir bíða þess, að syngjandi suðurlandabúi færi þeim svaladrykkinn, svo þeir geti staðið upp. Þetta hlýtur að vera eftirsóknarverð- asta leiðin til að eyða sumar- leyfinu, því annars væru þessar ferðir ekki auglýstar svona mikið, hugsar sá, sem á horfir, og þá hefur auglýsingin hitt í mark. Enda þykir enginn maður með mönnum (eða kona meðal kvenna, ef maður- inn skyldi ennþá vera karl- kyns), nema geta a.m.k. einu sinni á ári gengið um og baöað sig í aðdáunarhrópum, eins og ,,guð hvað þú ert brúnn!" Og þá er ekki amalegt að geta svarað ,,en þú ættir að sjá á mér magann, hann er alveg kolsvartur" og flett því til stað- festingar upp skyrtunni og sýnt herlegheitin. Tímarnir breytast og menn- irnir með, það má nú segja. í gamla daga þótti ófínt að vera brúnn og veðurbarinn, því það sýndi, að viðkomandi varð að vinna útivinnu, og það þótti ekki fínt. Og sú daman var fínust, sem fölust var. Þá þótti líka skömm að því að vera á sveitinni. Nú er sá mestur, sem næstur kemst því að vera á sveitinni (með því að borga ekki skatta í sameiginlegan sveitarsjóð), en vinnur þó sem mest til að geta komist i sólarferðir og komið heim mórauður og gljáandi. Það heitir á nútímamáli að vera brúnn og lekker og er orðið eins konar stöðutákn. Ég veit, að svona ummæli nálgast guðlast í eyrum ísl- enskra sóldýrkenda, og sál- fræðingur væri ekki lengi að finna ástæðuna fyrir þeim. Sjálf er ég löngu búin að finna hana. Hún getur ekki verið önnur er: öfund. Ég er nefni- lega með þeim ósköpum fædd að geta ekki orðið almennilega brún. Oft hefur mér verið vor- kennt, þegar sólarferðir hafa borist í tal, og þá hefur verið sagt í meðaumkunartón: ,,Það er til lítils fyrir þig að fara til Spánar, úr því þú getur ekki orðið brún." Auglýsingar um sólarferð- irnar láta mig ósnortna, nema ef ein slík gæti orðið til að hreinsa kvefið úr börnunum mínum, sem varla hafa komist úr lopapeysunum síðan þau fæddust. Aftur á móti flýg ég oft í dagdraumum suður að Miðjarðarhafi, því þaðan á ég margar skemmtilegar ferða- minningar, allt frá Barcelona austur í Eyjahaf. Og þegar ég rifja þær upp, er röðin komin að mér að vorkenna — vorkenna þeim sólarlandaför- um, sem hafa ekki aðrar minningar að orna sér við en þétt setinn sundlaugarbakkann við hótelið, ódýrt romm og nokkurra vikna brúnku. En það er ekki allt fengið með fjarlægðinni, hvorki í veruleika né dagdraumum. Dagdraumaferðir innanlands gefa utanlandsferðunum ekk- ert eftir, og það gera þær heldur ekki í veruleikanum. Þegar ég fer að róta í minn- ingunum rís sólskinsdagurinn á auðri sandströndinni við Breið- dalsvík hærra en mánuðurinn á yfirfylltri Miðjarðarhafsströnd Frakklands, Kaldbaksvíkin verður í auðn sinni stórbrotnari en svissnesku fjallavötnin á ferðamannjtíma, og tjaldstæði í hreinni lyngbrekkunni í Borg- arfirði eystra tekur langt fram dauðhreinsuðu, þrælskipu- lögðu tjaldstæðinu í Vestur- heimi. Auðvitað er þetta allt gott hvað með öðru, en heima er þó best — þegar sólinni þóknast að skína. Þ.Á. 13. TBL. VIKAN63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.