Vikan


Vikan - 08.06.1978, Qupperneq 21

Vikan - 08.06.1978, Qupperneq 21
ANDLIT ÁN GRÍMU vingjarnleg. ,,Þú hefur hringt til að segja mér. hvenær þú komir i mat." „Bráðum." „Það er lika eins gott fyrir þigsagði hún. Ég lofaði Ingrid því. Hún er bráð- falleg.” Judd trúði þvi vei. En ekki á sama hátt og Anne var falleg. „Ef þú svikst um að mæta á næsta stefuumót við hana lendum við i stríði við Svía." „Það kemur ekki aftur fyrir." „Ertu búinn að ná þér eftir slysið?” „Ó.já.” „Mikið var þaðagalegt." Rödd Norah var hikandi. „Judd . . . Það er þetta með jóladag. Okkur Peter langar til að biðja þig um að eyða hon- um meðokkur. Gerðu það." Hann fann aftur fyrir gamalkunnum herpingnum i brjóstinu. Þetta kom fyrir á hverju ári. Peter og Norah voru bestu vinir hans. og þeim fannst hræðilegt að hann skyldi eyða öllum jólum einn á gangi meðal ókunnugs fólks. önnum kaf- inn við að reyna að týna sjálfum sér i framandi hópum. Að hann skyldi neyða likama sinn til að hreyfa sig. þar til hann var orðinn of uppgefinn til að geta hugs- að. Það var eins og hann væri að halda hátíðlega einhverja svarta messu hinna látnu — eins og hann leyfði sorg sinni að taka völdin, og tæta sig i sundur, rifa í sig og reka sig til fornrar helgisiðaat- hafnar, sem hann hafði.enga stjórn á. Þú ýkir. hugsaði hann þreytulega með sjálfum sér. „Judd. . .” Hann ræskti sig. „Mér þykir það leitt, Norah." Hann vissi að henni stóð langt frá þvi á sama. „Kannski næstu jól.” Hún reyndi að láta vonbrigðin ekki heyrast i rödd sinni. „Allt i lagi. Ég segi Pete það þá." „Þakka þér fyrir." Hann mundi skyndilega hvers vegna hann hefði hringt. „Norah — veistu hver Teri Washburn er?" „Sú Teri Washburn? Stjarnan? Hvers vegna spyrðu?" „Ég — ég sá hana hana á Madison Avenue i morgun." „Hana sjálfa? 1 alvöru?" Hún minnti á ákafan krakka. „Hvernig leit hún út? Gömul? Ung? Mögur? Feit?" „Hún leit vel út. Hún var stór stjarna, varþaðekki?" „Síór? Teri Washburn var sú stærsia — og það á allan hátt, ef þú skilur hvað égá við." „Hvers vegna fór svona stúlka frá Hollywood?" „Hún fór ekki beinlinis. Henni var sparkað út." Þannig að Teri hafði sagt honum sannleikann. Judd leið betur. „Þið læknarnir eruð með höfuðið grafið i sandinn. er þaðekki? Teri Wash- burn var flækt i eitt feitasta hneykslis- málið. sem hefur orðið i Hollywood." „Jæja?" sagði J udd. „H vað gerðist?” „Hún drap kærastann sinn." TÓLFTI KAFLI. Það var aftur farið að snjóa. Umferð- arhljóðin bárust upp fimmtán hæðir frá götunni fyrir neðan. hálfkæfð af hvitum bómullarhnoðrum. sem dönsuðu í nöpr- um vindinum. Hann sá ógreinilegt and- lit einkaritara i glugga á uppljómaðri skrifstofu handan götunnar. „Norah — ertu viss?" „Þegar Holly wodd berst i tal. þá er ég gangandi alfræðiorðabók, elskan. Teri bjó með yfirmanni Continental Studios. en hélt við aðstoðarleikstjóra. Hún kom að honum eina nóttina þar sem hann var að halda framhjá henni. og stakk hann til bana með hnif. Yfirmaður kvik- myndaversins kippti í alla spotta og mút- aði fjöldanum öllum af fólki og allt var þaggað niður og kallað slys. Eitt skilyrð- ið var að hún færi frá Hollywood og kæmi aldrei aftur. Og það hefur hún ekki gert." Judd starði stjarfur á simann. „Judd.ertu þarna?" „Éger hérna." „Það er skritið i þér hljóðið." „Hvar fréttirðu þetta?" „Frétti það? Þetta var i öllum dag- blöðum og kvikmyndatimaritum. Það vissu þetta allir.” Nema hann. „Þakka þér fyrir, Nor- ah. sagði hann. „Skilaði kveðju til Pet- ers." Hann lagðiá. Svo þetta var „atvikið”. Teri Wash- burn hafði drepið mann, og aldrei minnst á það við hann. Og ef hún hefði drepiðeinusinni. . . Hann tók minnisbókina sina hugsi, og skrifaði „Teri Washburn". Siminn hringdi. Judd tók upp tólið. „Dr. Stevens. . .” „Bara að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá þér." Þetta var Angeli. Rödd hans varenn hásaf kvefi. Judd fann til sterkrar þakklætiskennd- ar. Það stóð einhver með honum. „Eitthvaðað frétta?" Judd hikaði. Hann sá engan tilgang með því, að þegja yfir sprengjunni. „Þeir reyndu aftur." Judd sagði Ang- eli frá Moody og sprengjunni, sem hafði verið komið fyrir í bilnum hans. „Þetta ætti að sannfæra McGreavy,” lauk hann máli sínu. „Hvar er sprengjan?" Rödd Angeli varæst. Judd hikaði. „Það er búið að gera hana óvirka." „Er búið að hverjuT spurði Angeli vantrúaður. „Hver gerði það?" Smmferð78§éL MALWRCA HELIOS NYJAR OG GLÆSILEGAR ÍBJJÐIR Dagflug á sunnudögum. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn, sólskiniö og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa þaö. Tvær Sunnuskrifstofur og hópur af íslensku starfsfólki, barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Royal Torrenova, Portonova, Antillas, Barbados, Guadalupe, Helios hótel og íbúðir, og Hótel 33 fyrir unga fólkið (Klúbb 32) Farið verður: 3. og 21. maí 1.-11.-18. júní - 2.-9.-23. 30. júlí 6.-13.-20.-27. ágúst 3.-10.-17.-24. sept. 1.-8.-15. okt. Einnig Sunnuflug til: COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum GRIKKLAND dagflug á þriöjudögum SUNNA REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 21835 23. TBL.VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.