Vikan


Vikan - 06.07.1978, Side 6

Vikan - 06.07.1978, Side 6
Efnuð og óhamingjusöm PÓSTURIM Ófrísk, en veit ekki eftir hvern! Kæri Póstur! Ég er í vanda stödd. því ég er ófrísk. En ég veit ekki eftir hvern. Ég þori ails ekki ad segja mömmu og pabba það. þvi þau vrðu brjáluö. Á ég ad láta eyda fóstrinu eöa hvað? Svo þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni. og hvað heldur þú. að ég sé gömul? Hvernig eiga saman hrúturinn (kvk) og krabbinn(kk). eða hvað á hrúturinn vel við yfir- leitt? Ég vona. að þetla lendi ekki í ruslafötunni frægu. Meöþökk? L.K. Þegar þetta svar birtist á prenti, er örugglega orðið of seint fyrir þig að fá fóstureyðingu. Ég tel, að þú hafir ekki um annað að velja en að ræða þetta vandamál við foreldra þína. Þau eru eflaust rnun skilningsríkari en þú heldur og koma til með að hjálpa þér. Ef þú hefur ekki aðstöðu til að hafa barnið, þá geturðu gefið það strax eftir fæðingu. en áður en þú tekur svo afdrifaríka ákvörðun, skaltu ráðfæra þig vel við félags- fræðing. Það er erfiðara að framkvæma hlutina, en að tala um þá. Ef þú ert hins vegar ekki komin 12 vikur á leið, þegar þetta svar birtist, og vilt fá fóstureyðingu. skaltu snúa þér strax til læknis, annað hvort heimilislæknis þíns eða einhvers kvensjúkdómalæknis, en hugsaðu málið vel, áður en þú tekur ákvörðun.Skriftiner alltof ómótuð til að hægt sé að lesa nokkuð úr henni, og af henni að dæma virðistu varla meira en 13 ára. Hrútsstelpa og krabba- strákur eiga engan veginn saman, nerna að svo fari, að hrútsstelpan geti vanið sig á að líta á hlutina frá sjónarhóli hans. Ljónsstrákur eða meyjarstrákur eiga best við hrútsstelpuna. „Krúsó! Póstó"! Krúsó Póstó! Við erum tvær mjögfor- vitnar. Okkur langar að vita margt, til dœmis: I. Hvað eigum við að vera þungar. ef við erum 1.66 og 1.63 á hæð? 2. Eru spólormar algengir í hundum hér á landi? 3. Er það satt, að páfagaukar geti ekki orðið eldri en lOára? Láttu Helgu ekki éta bréfið, því ég fnn svo til með öllu, sem ég hef átt. Og að endingu: Hvað lestu úr skriftinni? Dilla og Haddý. Sú ykkar, sem er 1.66 á hæð, ætti að vera um 60 kg, en hin ætti að vera um 58 kg (meðal- þyngdir). Nei, spólormar eru ekki algengir 1 hundum hérlendis, eftir því sem Pósturinn best veit, því nú eru komin á markaðinn góð lyf, sem hreinsa út orma í hundum, og mjög strangt eftirlit með því, að slík hundahreinsun fari fram árlega. Jafnframt sækja hundar í borgum og bæjum ekkert, eða a.m.k. afar sjaldan, í innyfli sauðfénaðar. en þaðan berast spólormarnir. Hámarksaldur páfagauka hér á landi mun vera tíu til tólf ár, en hefur þó einstaka sinnunt farið upp í 16 ár. Skriftin ber vott um gott lunderni. Kæri Póstur! Égmá tilmeð að fá gott ráð hjá þér, því að ég veit ekki, hvað ég á af mérað gera. Þannig er málum háttað, að ég er 14 ára, að verða 15, og ég á nákvæmlega allt sér: Herbergi, kassettutæki, útvarp, plötuspilara, hátalara, allt æðislega fott, föt, peninga og bara allt, sem hugurinn girnist, svo það mœtti segja mér, að ég ætti að vera hamingjusöm og ánægð, en það er ég ekki. Ég er alveg hryllilega óhamingjusöm. Ég tolli aldrei við heima hjá mér, þoli ekki mömmu og pabba, sem alltaf eru að reyna að vera voða góð og ef ég rífst við þau, þá segja þau, að ég sé vanþakklát og spyrja, hvort þau geri ekki nóg fyrir mig. Svo þegar ég er með vinum mínum, er ég hress og kát, en það er erftt, því að þessi kæti er að mestu uppgerðarkæti. Vinir mínir vilja helst alltaf vera með mér öllum stundum, segja, að ég lífgi upp á fjörið, svo ég er á þeytingi út um allan bæ. Eftir að ég hætti í skólanum, hef ég aldrei neitt að gera. Ég vinn sko bara fyrir hádegi. Ég ligg í leti og veit ekki, hvað ég á af mér að gera. Vandamál númer tvö er það, að ég er svo svakalega hrifn af strák, sem er 11, að verða 18 ára, en hann kærir sig ekkert um mig, að ég held. En ég sé engan nema hann. Það er sama, hvað ég reyni, ég get ekki gleymt honum (samt þekki ég hann sama og ekkert). Svo eru stelpurnar ferlega hissa á mér að vera alltaf á lausu, þegar ég get krœkt I nóg af gæjum, en mér geðjast ekki að því að nota annað fólk í hallæri, þar sem ég get ekki gleymt hinum yndislega. Hann reykir hvorki né drekkur (ég geri hvorugt). Ég vil ekki bvrja á þeim ósóma, en það vilja vinir mínir, að ég geri. Þvílíkir vinir! Jæja, ég er búin að skrifa nóg, og ég vona, að ég sjái gott svar við hvað ég eigi að gera. I næstu viku eða þar næstu. Með fyrirfram þökk. £/« óhamingjusöm. P.S. Þú þarft ekki að birta bréfð, þar sem það er svo svakalega langt, það er nóg að fá svar . Hvað lestu úr skriftinni? Já, þarna sést glöggt, hversu lítils virði hinir veraldlegu munir eru. Ætli þetta þunglyndi gangi nú ekki yfir með hækkandi sól? í rauninni á ég mjög erfitt með að ráðleggja þér eitt eða annað. Þú virðist eiga nóg af vinum, en áttu ekki einhverja eina vinkonu, eða vin, sem þú getur fyllilega treyst og rætt vandamál þín við? Það léttir alltaf á hjartanu að geta talað út um hlutina. En fyrst og fremst er þér nauðsynlegt að hafa nóg fyrir stafni. Til að byrja með ættirðu að reyna að fá þér vinnu allan daginn, það dreifir huganum a.m.k. En hefurðu ekki líka eitthvert áhugamál til að fylla upp í tómstundirnar? Ef ekki, þá reyndu að skapa þér eitthvað slíkt, tónlist, íþróttir, útilíf, eitthvað til að glíma við. Svo ferðu væntanlega aftur 1 skóla næsta vetur, og þá lagast þetta vonandi. Reyndu að vera þolinmóð, og mundu, að þú ert á ákaflega viðkvæmum aldri. Láttu skapið ekki bitna á foreldrum þínum, þau eru bara að gera það, sem þau telja þér fyrir bestu, þó svo að ég sé þeim alls ekki sammála um leiðirnar. Hamingjan verður ekki keypt fyrir öll auðæfi veraldar. Hvað viðvíkur piltinum, skaltu bara bíða og sjá. Þú kynnist honum kannski fyrr en varir, en mér finnst þú taka alveg rétta afstöðu að nota ekki einhvern annan til að láta tímann líða. Hefurðu ekki tök á að kynnast þessum, sem þú ert hrifin af?? Skriftin ber með sér, að þú eigir til að vera svolítið fljótfær á stundum, en sért hreinlynd og göfuglynd stúlka. Þú hefur létt og gott skap, svo þú ættir að vera fljót að yfirstíga erfiðleika þína. 6VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.